Borgarbyggð
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 41. fundur
= Umhverfis- og landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
Formaður óskar eftir að taka mál nr. 7. á dagskrá fundarins með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.
=== 1.Gjaldskrár 2023 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd ===
2211078
Lagðar fram gjaldskrár þeirra málaflokka sem heyra undir Umhverfis-og landbúnaðarnefnd.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir gjaldskrár með áorðnum breytingum.
=== 2.Samtal við hestamannafélagið Borgfirðing ===
2211245
Fulltrúar hestamannafélagsins Borgfirðings koma til fundarins: Eyþór Gíslason, Sigurþór Ágústsson og Sveinbjörn Eyjólfsson.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd þakkar forsvarsmönnum hestamannafélagsins gott samtal. Nefndin óskar eftir að félagið sendi formlegt erindi þar sem fram koma mótaðar hugmyndir frá félaginu, sem nefndin getur tekið til afgreiðslu.
=== 3.Fyrirspurn vegna förgunar dýraleifa ===
2210090
Lögð fram fyrirspurn og svar Sorpurðunar Vesturlands vegna förgunar dýraleifa.
Lagt fram.
=== 4.Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir ===
2211253
Á 614. og 615. fundi byggðaráðs voru tekin fyrir erindi landeigenda sem óskað hafa eftir að sveitarfélagið hlutist til um smölun í heimalöndum. Eftirfarandi var bókað á 615.fundi ráðsins:
Góðir búskaparhættir fela í sér að sauðfé er sett á afrétt eða sumarhaga eftir sauðburð. Afréttir eru smalaðir til rétta að hausti og síðan er gert ráð fyrir að heimalönd séu smöluð eftir það á skipulegan hátt. Þegar þessum haustverkum er lokið þá ber umráðamanni sauðfjár að viðhafa daglegt eftirlit og umhirðu um sauðfé sitt. Ábyrgð á þessu ferli liggur hjá umráðamönnum sauðfjár, landeigendum, sveitarfélagi og búfjáreftirlitsaðilum. Byggðarráð vísar til umhverfis- og landbúnaðarnefndar að skoða og skýra hlutverk allra aðila þ.e. sveitarfélags, búfjáreftirlits, landeiganda og umráðamanna sauðfjár og gera tillögur að úrbótum ef þurfa þykir. Þetta er mikið verkefni sem þarf að vinna vel en samt nauðsynlegt verk til að íbúar sveitarfélagsins geti búið í sátt og samlyndi til framtíðar og allir með sitt hlutverk á hreinu. Byggðarráð vekur athygli á að til stendur að endurskoða fjallskilasamþykkt Borgarbyggðar, Akraness, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Líkt og fram kemur í bókun frá 614. fundi byggðarráðs þá hefur umboðsmaður Alþingis mælst til þess að leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis er varða málaflokkinn verði endurskoðaðar. Borgarbyggð mun fylgjast grannt með niðurstöðu þeirrar vinnu. Sveitarfélagið reynir í hvívetna að fylgja lögum, reglum og leiðbeiningum, t.d. frá ráðuneyti um fyrirkomulag smölunar.
Á grundvelli fyrri fordæma telur byggðarráð varhugavert að íhlutast sérstaklega um smölun nema við sérstakar aðstæður. Þar sem langt er liðið árs og ljóst að niðurstaða vinnu umhverfis- og landbúnaðarnefndar eða ráðuneytis er ekki væntanleg í bráð þá mun Borgarbyggð íhlutast um að smalað verði fé í þetta sinn enda velferð dýra í húfi og við þessar aðstæður hefur sveitarfélagið heimild til íhlutunar.
Góðir búskaparhættir fela í sér að sauðfé er sett á afrétt eða sumarhaga eftir sauðburð. Afréttir eru smalaðir til rétta að hausti og síðan er gert ráð fyrir að heimalönd séu smöluð eftir það á skipulegan hátt. Þegar þessum haustverkum er lokið þá ber umráðamanni sauðfjár að viðhafa daglegt eftirlit og umhirðu um sauðfé sitt. Ábyrgð á þessu ferli liggur hjá umráðamönnum sauðfjár, landeigendum, sveitarfélagi og búfjáreftirlitsaðilum. Byggðarráð vísar til umhverfis- og landbúnaðarnefndar að skoða og skýra hlutverk allra aðila þ.e. sveitarfélags, búfjáreftirlits, landeiganda og umráðamanna sauðfjár og gera tillögur að úrbótum ef þurfa þykir. Þetta er mikið verkefni sem þarf að vinna vel en samt nauðsynlegt verk til að íbúar sveitarfélagsins geti búið í sátt og samlyndi til framtíðar og allir með sitt hlutverk á hreinu. Byggðarráð vekur athygli á að til stendur að endurskoða fjallskilasamþykkt Borgarbyggðar, Akraness, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Líkt og fram kemur í bókun frá 614. fundi byggðarráðs þá hefur umboðsmaður Alþingis mælst til þess að leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis er varða málaflokkinn verði endurskoðaðar. Borgarbyggð mun fylgjast grannt með niðurstöðu þeirrar vinnu. Sveitarfélagið reynir í hvívetna að fylgja lögum, reglum og leiðbeiningum, t.d. frá ráðuneyti um fyrirkomulag smölunar.
Á grundvelli fyrri fordæma telur byggðarráð varhugavert að íhlutast sérstaklega um smölun nema við sérstakar aðstæður. Þar sem langt er liðið árs og ljóst að niðurstaða vinnu umhverfis- og landbúnaðarnefndar eða ráðuneytis er ekki væntanleg í bráð þá mun Borgarbyggð íhlutast um að smalað verði fé í þetta sinn enda velferð dýra í húfi og við þessar aðstæður hefur sveitarfélagið heimild til íhlutunar.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd gerir ráð fyrir að vinna við úttekt á málaflokknum sé umfangsmikil og kallar á talsverða gagnaöflun. Nefndin felur deildarstjóra umhverfis-og framkvæmdadeildar að hefja gagnaöflun og leggja fyrir næsta fund, í samræmi við umræður á fundinum.
=== 5.Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn ===
2209240
Afgreiðsla byggðaráðs á 615. fundi ráðsins þann 24. nóvember 2022: "Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja vinnu við gerð verðfyrirspurna vegna snjómoksturs í dreifbýli á grundvelli framlagðra verðfyrirspurnargagna."
Lagt fram.
=== 6.Deild umhverfis-og framkvæmdamála skýrsla nóvember 2022 ===
2211080
Lagt fram.
=== 7.Útikennslustofa við Grunnskólann í Borgarnesi ===
2211251
Framlagt erindi frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur ekki ákjósanlegt að útikennslustofa verði færð í Skallagrímsgarð og tekur neikvætt í erindið. Í garðinum er ekki mikið pláss fyrir húsið, auk þess sem reynslan sýnir að athvarf sem þetta, á óupplýstu og fáförnu svæði, býður uppá óæskilega hegðun fólks. Ímynd Skallagrímsgarðs er mjög góð meðal heimamanna og gesta, og ekki þessi virði að taka áhættu í þeim efnum.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir bókunina samhljóða en leggur til að erindinu verði vísað til byggðaráðs til afgreiðslu.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir bókunina samhljóða en leggur til að erindinu verði vísað til byggðaráðs til afgreiðslu.
Fundi slitið - kl. 17:10.