Grindavíkurbær
Bæjarstjórn - Fundur 533
**533** **. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 29. nóvember 2022 og hófst hann kl. 16:00.**
**Fundinn sátu:** [Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.]
**Einnig sátu fundinn: **Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. **Fundargerð ritaði: ** [Jón Þórisson], [sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs].
**Dagskrá:**
Þjónustugjaldskrá Grindavíkurhafnar 2023
Almennt.
1. gr.
Verkefni Slökkviliðs Grindavíkur ákvarðast af lögum um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
2. gr.
FSG innheimta ferða- og uppihaldskostnað í samræmi við reglur ferðakostnaðarnefndar fjármála og efnahagsráðuneytisins.
3. gr.
Slökkviliðsstjóra er heimilt að fella niður gjald vegna starfsemi ef verkefni telst þjóna almannahagsmunum.
4. gr.
Sé ákvæðum 2. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum beitt skal eigandi eða umráðamaður mannvirkis eða lóðar bera kostnað samkvæmt gjaldskrá af eftirliti með því að farið hafi verið að kröfum um úrbætur samkvæmt 3. mgr. 29. gr. sömu laga. Einnig er heimilt að taka gjald fyrir öryggis- og lokaúttektir samkvæmt 2. mgr. 12. gr. sömu laga.
5. gr.
Fyrir hverja endurkomu vegna eftirlits og eftirfylgni kröfugerðar skal tekið fast gjald, 25.400 kr. Fyrir aðra vinnu við eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar skulu innheimtar 12.700 kr fyrir hverja byrjaða klukkustund. Þegar eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar á sér stað utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 45.950 kr., auk 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvo tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr.29. gr. laga um brunavarnir.
6. gr.
Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til vegna öryggisvakta eftir að eiganda eða forráðamanni hefur verið tilkynnt ákvörðun slökkviliðsstjóra um að öryggisvakt skuli sett á viðkomandi húseign. Á það jafnframt við um tilfallandi vaktir vegna tímabundinna viðburða þar sem fullum eldvörnum verður ekki við komið eða á meðan unnið er að úrbótum á þeim. Innheimtar eru að lágmarki 51.360 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma.
Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 30. gr. laga um brunavarnir.
7. gr.
Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til vegna lokunar mannvirkis eftir að eiganda eða forráðamanni hefur verið tilkynnt ákvörðun slökkviliðsstjóra um að loka skuli viðkomandi mannvirki. Innheimtar eru 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.
Þegar um lokunaraðgerðir er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 51.360 kr., auk 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 32. gr. laga um brunavarnir.
8. gr.
Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til frá og með ákvörðun slökkviliðsstjóra um dagsektir og þar til kröfum um úrbætur á eldvörnum hefur verið fullnægt. Innheimtar eru 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.
9. gr.
Innheimt er fyrir alla vinnu sem fellur til vegna öryggis- og lokaúttektar, að lágmarki 25.400 kr. Fyrir stærri úttektir skulu að auki innheimtar 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvo tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.
10. gr.
Sé slökkvilið kallað út vegna boða frá sjálfvirku brunaviðvörunarkerfi án þess að eldur sé laus, skal innheimt fyrir kostnaði af eftirliti með því að gerðar séu nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir endurtekin falsboð.
11. gr.
Umsagnir slökkviliðsstjóra til einkaaðila eða annarra stjórnvalda eru ekki fyrirskrifaðar í lögum um brunavarnir. Umsagnir til annarra stjórnvalda eru þó eftir atvikum áskildar í lögum um aðra málaflokka og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Innheimt er fast gjald, 12.700 kr.
12. gr.
Slökkviliðið sinnir öðrum verkefnum sem eru ekki skilgreind sem verkefni liðsins samkvæmt lögum. Þessi verkefni falla þó að tilgangi slökkviliðsins sem er að vinna að velferð íbúa aðildarsveitarfélaga samkvæmt stofnsamningi, séu þau ekki falin öðrum til úrlausnar í lögum né framkvæmd í samkeppni við aðra aðila. Því ber að taka gjald fyrir veitta þjónustu.
Fast tímagjald samkvæmt 4. gr. fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 12.700 kr. fyrir lögbundin verkefni. Að teknu tilliti til samkeppnissjónarmiða, þjálfunar, virkjunartíma og þess að þjónustan er aðgengileg allan sólarhringinn. Allt árið er fast tímagjald fyrir byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns sem ekki er skilgreind sem verkefni liðsins samkvæmt lögum 25.400 kr., nema annað sé sérstaklega tekið fram. Þar sem um sérstakan viðbúnað að ræða, sbr. 14.-17. gr., er að lágmarki innheimt fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir eða 203,200 kr.
13. gr.
Falli ráðgjafavinna undir ákvæði stjórnsýslulaga um upplýsinga- og leiðbeiningaskyldu skal sú vinna undanþegin gjaldi. Ef ráðgjafavinnan er fyrir utan ákvæði d-liðar 1. mgr. 12. gr. laga um brunavarnir, um leiðbeiningar til fyrirtækja og stofnana eftir atvikum um hvaðeina er varðar brunavarnir og eldsvoða vegna viðkomandi starfsemi, er þjónustan gjaldskyld.
14. gr.
Sprengiefnafylgd er ekki áskilin í lögum um brunavarnir heldur er kveðið á um slíka fylgd í lögreglusamþykkt og veitir lögreglustjóri ekki heimild til flutnings nema í fylgd slökkviliðs. Innheimtar eru að lágmarki 45.950 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma.
15. gr.
Í 2. gr. laga um brunavarnir, kemur fram að lögin gilda um eldvarnir og slökkvistörf vegna eldsvoða og viðbúnað við mengunaróhöppum á landi nema kveðið sé á um annað í lögum. Þau gilda enn fremur um björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum með sérhæfðum björgunarbúnaði. Lögin ná til starfsemi slökkviliða á landi, þ.m.t. slökkvistarfa í jarðgöngum, í skipum sem liggja í höfn og loftförum sem eru á jörðu niðri.
Slökkvistörf og viðbúnaður við mengunaróhöppum á sjó og í lofti falla hins vegar ekki undir lögin, né heldur eldvarnir í skipum með haffærisskírteini, loftförum, almennum vinnuvélum, bifreiðum eða öðrum vélknúnum ökutækjum. Slökkviliðsstjóri metur það hverju sinni hvort sinna skuli umbeðnum verkefnum sem liggja fyrir utan gildissvið laganna.
Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni slíku ólögboðnu verkefni skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal að lágmarki 170.520 kr., auk 25.400 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund.
16. gr.
Upphreinsun sem fellur ekki undir skilgreiningu 3. gr. laga um brunavarnir, á mengunaróhappi er sinnt af slökkviliði þótt ekki sé mælt fyrir um það í lögum um brunavarnir, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna.
Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal því að lágmarki 170.520 kr., auk 25.400 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.
17. gr.
Verðmætabjörgun sem ekki er tilgreind í lögum um brunavarnir, t.d. vegna vatnsleka, er sinnt af slökkviliði, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna.
Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal að lágmarki 170.520 kr., auk 25.400 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.
18. gr.
Tækjaleiga er ekki fyrirskrifuð í lögum um brunavarnir. Þó er eðlilegt að leigja tæki sem eru þess eðlis að ekki er hægt að leigja þau hjá öðrum aðilum eða ef aðstæður kalla á skjóta notkun sem aðrir aðilar geta ekki boðið.
Verðlagning er ákveðin þannig að hún sé ávallt í það minnsta 35% hærri en leiga á svipuðum eða sambærilegum tækjum sem aðrir geta útvegað til að tryggja samkeppnissjónarmið. Oftast er um að ræða dælu- eða körfubíla, t.d. vegna kvikmyndagerðar eða einhverrar uppákomu sem kallar á slíkan búnað. Verðlagningu á tækjum skal endurskoða við hverja breytingu á gjaldskrá þessari.
Tæki FSG skulu aðeins notuð af starfsmönnum slökkviliðsins. Innheimtar eru að lágmarki 45.950 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 12.700 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma, auk tækjaleigu.
19. gr.
Innheimt skal gjald fyrir aðra vinnu sem ekki er tilgreind hér og ekki er mælt fyrir um í lögum. Innheimt er fyrir tæki samkvæmt 18. gr. og að lágmarki 50.800 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 25.400 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma.
Getur þetta átt við um þjónustu vegna sérstakra verkefna eins og kvikmyndatöku, móttöku erlendra þjóðhöfðingja eða sendimanna, menningarviðburða o.fl. þess háttar.
20. gr.
Grindavíkurbær annast innheimtu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari. Um innheimtu gjalda skal fara eftir viðteknum venjum í innheimtu opinberra stofnana. Gjalddagi gjalda samkvæmt gjaldskránni er útgáfudagur reiknings og eindagi er 30 dögum síðar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga.
Gjöld sem til eru komin vegna öryggis- og lokaúttekta, sem og aðgerða til að knýja fram úrbætur samkvæmt lögum, sbr. 5. gr. t.o.m. 10. gr., fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð, sbr. 3. mgr. 12. gr. og 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum.
21. gr.
Gjaldskrá þessi, sem sett er með heimild í lögum nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Gjaldskráin var samþykkt á xx. fundi Bæjarstjórn Grindavíkur þann xx.
Gjaldskráin öðlast gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda og fellur þar með úr gildi gjaldskrá nr. 259/2018.
Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir hjá A-hluta árið 2023 er áætluð 505 milljónir króna og er það 11,3% af heildartekjum. Í A- og B-hluta er rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir áætluð 754 milljónir króna og er það 15,2% af heildartekjum.
Breytingatillaga 1 frá Miðflokknum
Miðflokkurinn leggur til að bætt verði inn í fjárhagsáætlun 150 milljónum árið 2023 og 150 milljónum 2024 til að fara framkvæmdir við gervigras á aðalvelli knattspyrnudeildarinnar. Einnig leggjum við til að færa til 50 milljónirnar árið 2026 sem eiga að fara í viðhald á gervigrasi í Hópinu yfir á sumarið 2024.
Greinargerð
Það er þungt hljóðið í foreldrum krakkanna sem eru að æfa knattspyrnu í Grindavík og hefur verið lengi. Bærinn sem vill m.a. kenna sig við það að vera mikill íþróttabær er að draga lappirnar í framkvæmdum á gervigrasvelli og þurfa því foreldrar barnanna að aka með þau ca. 100 km á sinn heimavöll, sem er staddur í öðru sveitarfélagi. Þetta vill Miðflokkurinn laga sem fyrst ásamt því að endurnýja gervigrasið í Hópinu sem er mjög illa farið.
Bæjarfulltrúar Miðflokksins
Breytingatillaga 2 frá bæjarfulltrúum Miðflokksins
Miðflokkurinn vill leggja til að farið verði strax í áfanga tvö í gatnagerð í Hlíðarhverfi á næsta ári og hann kláraður en í fjárhagsáætluninni er ekki gert ráð fyrir því.
Greinargerð
Engar lóðir eru lausar til byggingar íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu í dag og miða við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins virðist meirihlutinn bara nokkuð sáttur við þá stöðu.
Þær breytingar sem orðið hafa í atvinnulífinu í Grindavík gefa okkur tilefni til að ætla að framundan gæti verið tími atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu. Sú uppbygging gæti einnig kallað á mögulega meiri og betri uppbyggingar hafnarmannvirkjanna. Því er það galið að meirihlutinn skuli draga lappirnar með möguleika á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu þegar við sjáum flest að eftirspurnin eftir lóðum er þónokkur.
Bæjarfulltrúar Miðflokksins
Fundarhlé tekið kl. 16:45 - 17:15
Breytingatillaga 1 er felld með 4 atkvæðum meirihluta gegn 3 atkvæðum minnihluta.
Bókun
Fenginn var óháður aðili til að taka út gervigrasið í Hópinu og var niðurstaðan sú að með því að lagfæra grasið fyrir 2,5 milljónir þyrfti að Skipta grasinu út eftir 2 ár, áætlunin hljóðar uppá þær tillögur. Rekstrarkostnaður á nýju grasi er hærri en núverandi og með lagfæringum verður nýtingin betri.
Stjórn knattspyrnudeildar sendi erindi með óskum um endurnýjun grassins, eða ef grasinu yrði ekki skipt út þá yrði gert við það vel og fljótlega, sem við stefnum á að gera. Í þessari fjárhagsáætlun er jafnframt gert ráð fyrir 21,5 milljón í lýsingu í Hópinu ásamt 2,5 milljónum í lagfæringuna.
Varðandi gervigras á aðalvellinum getum við tekið undir að hvimleitt er að aka í önnur sveitarfélög til keppni yfir vetrarmánuðina en í málefnasamningi meirihluta er sundlaug í forgangi.
Meirihluti B-, D-, og U-lista
Breytingatillaga 2 er felld með 4 atkvæðum meirihluta gegn 3 atkvæðum minnihluti.
Bókun
Fyrirhugað nýtt hverfi með tilheyrandi íbúafjölgun. Búið er að úthluta 1. áfanga í nýju Hlíðarhverfi okkar Grindavíkinga og hafa ber í huga að mikil íbúafjölgun kallar á mikla uppbyggingu í innviðum, áætlun íbúafjölda í fullbyggðu hverfi eru rúmlega 1.000 einstaklingar og má þá gera ráð fyrir að byggja þurfi skóla og leikskóla til að geta tekið vel á móti íbúum hverfisins.
Meirihluti B-, D- og U-lista
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkir fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árin 2023-2026 með 4 atkvæðum meirihluta, 3 fulltrúar minnihluta greiða atkvæði á móti.
Fundarhlé er tekið 17:50 - 17:58
Bókun
Meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur B, D og U harmar að bæjarfulltrúar Miðflokksdeildar Grindavíkur kjósi á móti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Vinna við fjárhagsáætlun var unnin að mestu leiti í samvinnu allra bæjarfulltrúa og starfsmanna ásamt því að áætlunin hefur fengið umfjöllun í fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar. Með því kjósa á móti áætluninni eru bæjarfulltrúar Miðflokksdeildar að kjósa á móti allir áætluninni, þar með talið fjárfestingarverkefnum og rekstraráætlun.
Meirihluti B-, D- og U-lista
Fundarhlé tekið 18:00 - 18:10
Bókun
Á vinnufundunum sem við áttum með meirihlutanum kom alveg í ljós að við vorum ekki sammála þeim í eignfærðum fjárfestingum og þau eiga að vita það enda höfum við ekki legið á skoðunum okkar hvað þau atriði varðar. Það er ákveðin hræðsla við lántökur hjá meirihlutanum og ákvarðanafælni að okkur finnst.
Við gerum okkur samt grein fyrir því að við erum í pólitík og erum í minnihluta og fáum því miður ekki ráðið meiru í þeirra fjárhagsáætlun og er alveg ástæðulaust fyrir okkur að samþykkja loforðalista meirihlutans. Við vorum með ákveðna stefnuskrá sem flestir kjósendur í Grindavík ákváðu að velja í síðustu kosningum og það er sá loforðalisti sem við viljum efna. Bókun meirihlutans segir að við höfnum allri fjárhagsáætluninni en því miður er ekki hægt að taka suma hluti út fyrir hana sem eru góðir og gildir þegar annað er ekki í lagi og þess vegna er okkur nauðugur sá eini kostur að hafna henni.
Miðflokksdeild Grindavíkur
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45.**
Bæjarstjórn / 1. desember 2022
[Fundur 533](/v/26129)
Bæjarráð / 23. nóvember 2022
[Fundur 1629](/v/26114)
Skipulagsnefnd / 22. nóvember 2022
[Fundur 109](/v/26113)
Bæjarráð / 16. nóvember 2022
[Fundur 1628](/v/26093)
Bæjarráð / 10. nóvember 2022
[Fundur 1627](/v/26080)
Skipulagsnefnd / 8. nóvember 2022
[Fundur 108](/v/26076)
Frístunda- og menningarnefnd / 3. nóvember 2022
[Fundur 120](/v/26069)
Bæjarráð / 2. nóvember 2022
[Fundur 1626](/v/26066)
Fræðslunefnd / 27. október 2022
[Fundur 124](/v/26057)
Bæjarstjórn / 26. október 2022
[Fundur 532](/v/26054)
Bæjarráð / 19. október 2022
[Fundur 1625](/v/26039)
Hafnarstjórn / 13. október 2022
[Fundur 485](/v/26034)
Bæjarráð / 12. október 2022
[Fundur 1624](/v/26029)
Bæjarráð / 11. október 2022
[Fundur 1623](/v/26028)
Skipulagsnefnd / 11. október 2022
[Fundur 107](/v/26026)
Skipulagsnefnd / 6. október 2022
[Fundur 106](/v/26022)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. október 2022
[Fundur 119](/v/26021)
Bæjarstjórn / 3. október 2022
[Fundur 531](/v/26007)
Fræðslunefnd / 3. október 2022
[Fundur 123](/v/26006)
Bæjarráð / 3. október 2022
[Fundur 1622](/v/26005)
Bæjarráð / 14. september 2022
[Fundur 1621](/v/25980)
Hafnarstjórn / 13. september 2022
[Fundur 484](/v/25975)
Fræðslunefnd / 13. september 2022
[Fundur 122](/v/25974)
Frístunda- og menningarnefnd / 8. september 2022
[Fundur 118](/v/25963)
Bæjarráð / 7. september 2022
[Fundur1620](/v/25962)
Skipulagsnefnd / 6. september 2022
[Fundur 105](/v/25959)
Fræðslunefnd / 5. september 2022
[Fundur 121](/v/25957)