Borgarbyggð
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47. fundur
= Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Álftárstekkur - Umsókn um stofnun lóða ===
2211095
Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Álftárstekkur, úr landinu Álftá L135989. Um er að ræða 369ha lóð sem verður sett í notkunarflokkinn Landbúnaðarland.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Álftárstekkur, stærð 369ha úr landinu Álftá L135989. Lóðin verður nýtt sem Landbúnaðarland.
=== 2.Hamrar L134722 - Umsókn um stofnun lóðar ===
2211202
Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Hamrar 2, úr landinu Hamrar L134722. Um er að ræða 17,9ha land. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn landbúnaðarland.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Hamrar 2, stærð 17,9ha úr landinu Hamrar L134722. Lóðin verður nýtt sem landbúnaðarland.
=== 3.Norðtunga 2b L215063 - Stækkun lóðar ===
2211017
Óskað er eftir stofnun spildu úr landinu Norðtungu L134742 sem mun síðan renna saman við Norðtungu 2b L215063. Um er að ræða 5,6ha land. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Landbúnaðarsvæði.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun landspildunar sem mun síðar renna saman við Norðtungu 1b L215063, stærð 5,6ha úr landinu Norðtunga L134742. Lóðin verður nýtt sem Landbúnaðarland.
=== 4.Guðjónstún - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2206140
Á 231. fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2022 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi fyrir gestahúsi í Guðjónstúni L226995. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 13. október til og með 11. nóvember 2022. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 5.Álfholt L-223706 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2206048
Á 231. fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2022 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi sumarhúss í Álfholti L223706. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 13. október til og með 11. nóvember 2022. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 6.Húsafell 5 134504 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2203018
Á 231. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 12. október 2022 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi við Húsafell 5 L134504. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 13. október til og með 11. nóvember 2022. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 7.Breiðabólsstaður 2 í Reykholtsdal L186488 - íbúðarbyggð - Breyting á aðalskipulagi ===
2202090
Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Breiðabólsstað II í Reykholtsdal að loknu lýsingarferli. Tilgangur breytingarinnar er að stækka þéttbýlið í Reykholti. Breyta á landnotkun á 35 ha í landi Breiðabólsstaðar II úr landbúnaðarlandi í íbúðarbyggð og opin svæði. Núverandi íbúðarsvæði Í3 er stækkað úr 2,3 ha í 28,6 ha og skilgreind eru þrjú opin svæði. Deiliskipulagstillaga fyrir svæðið er lagt fram samhliða.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða breytingu á landnotkun 35 ha svæðis í landi Breiðabólsstaðar II skv. 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nefndin leggur einnig til að sveitarstjórn samþykki til auglýsingar framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.
Ekki er talið að það land sem mun breyta um landnotkun sé stærra en þörf krefur né hafi áhrif á aðlæg landbúnaðarsvæði.
Ekki er talið að það land sem mun breyta um landnotkun sé stærra en þörf krefur né hafi áhrif á aðlæg landbúnaðarsvæði.
=== 8.Breiðabólsstaður II L186488 - Deiliskipulag ===
2211233
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð í Breiðabólsstað 2 í Reykholti. Deiliskipulag þetta tekur til 35 ha svæðis þar sem íbúðarsvæði (íb3) er stækkað um 26,3ha og verður þá 28,6ha að stærð. Landnotkun var áður landbúnaðarsvæði. Gert er ráð fyrir alls 99 lóðum, þar af einni lóð undir verslun og þjónustu en hinar undir íbúðarhús. Aðkoma að svæðinu er frá Hálsasveitarvegi (518) og Reykholtsdalsvegi (519).
Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða.
Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 29.09.2022. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 9.Galtarholt II - Breyting á deiliskipulagi ===
2205134
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Galtarholts 2 í Borgarbyggð frá árinu 2005 m.s.br. hefur verið auglýst samkvæmt 41.gr. skiplagslaga nr. 123/2010. Kynningartími var frá 15.09.2022-28.10.2022 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Athugasemdir bárust frá einum aðila.
Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 31.08.2022 br. 24.11.2022 þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma.
Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 31.08.2022 br. 24.11.2022 þar sem brugðist hefur verið við þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010. Breytingar voru gerðar með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
=== 10.Galtarholt II - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu ===
2210293
Lögð er fram að nýju, tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Galtarholti 2 í Borgarbyggð frá árinu 2004 m.s.br. Breytingin tekur til fjölgun frístundahúsa og þéttingu byggðar á hluta frístundasvæðis, eða á um 60 ha af 276,5 ha. Aðkoma er um Laxholtsveg (5307) sem tengist við þjóðveginn. Lóðunum Stapaás 2, 4 og 6 er breytt úr íbúðarlóðum í frístundalóðir og fjórar nýjar íbúðalóðir verða skilgreindar við nýjan veg sem mun heita Fitjaás. Íbúðalóðum er fjölgað um eina, frístundalóðum er samtals fjölgað um tíu. Gert er ráð fyrir geymsluhúsnæði á efnistökusvæði, golfbílavegum o.fl. Hesthúsalóð er tekin út ásamt einu leiksvæði. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. DAGS. 23.11.2022. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 11.Umsókn um framkvæmdaleyfi - vegur Drumbar L217105 ===
2211031
Lögð fram umsókn landeiganda Drumba L217105, dags. 4.11.2022 um framkvæmdaleyfi vegna breytingar á heimtengingu heimreiðar við Ólafsvíkurveg (54). Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna breytingar á heimtengingu með vísan til framlagðra gagna.
=== 12.Mávaklettur 10 - Umsókn um byggingarleyfi ===
2211059
Lögð er fram fyrirspurn um skipulagsmál frá lóðarhafa Mávakletts 10 L232652. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti nefndarinnar vegna möguleika á að lengja þak út fyrir byggingarreit þannig að opið bílskýli myndist við hlið núverandi bílskúrs. Um er að ræða 3.5m. lóðamörk eru 5m frá húsi þannig að skýlið verður þá 1.5m frá lóðamörkum og 3.5m út fyrir byggingarreit.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að synja erindinu þar sem áætluð bygging gengur út fyrir byggingareit og færi yfir hámarksnýtingarhlutfall lóðar. Í breytingu er gerð var á aðalskipulagi varðandi lóðina er hámarksbyggingarmagn skilgreint og á lóðarblaði er byggingarreitur skilgreindur.
=== 13.Hraunsás III - Fyrirspurn um skipulagsmál - lnr 204514 ===
2211254
Lögð er fram fyrirspurn er varðar Hraunsás III þar sem skilgreint er frístundabyggð (F134), ekki er deiliskipulag á svæðinu og engin uppbygging hefur átt sér stað. Uppi eru áform um uppbyggingu á húsum til útleigu á svæðinu.Óskað er eftir viðhorfi nefndarinnar varðandi breytta landnotkun á svæðinu, úr frístundabyggð yfir í verslun og þjónustu.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að landið sem um ræðir sé viðkvæmt með tilliti til verndar sem skilgreind er á svæðinu og staðsetningar í nálægð við náttúruvætti. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í breytta landnotkun á svæðinu með þeim fyrirvara að uppbygging sé lágstemmd og fullt tillit sé tekið til ofangreindra þátta, í samræmi við framlögð gögn með fyrirspurninni.
=== 14.Breyting á samþykktum Borgarbyggðar 2022 ===
2208021
Bókun á 1. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa: "Skipulagsfulltrúi fór yfir tillögur að breytingum á viðauka við samþykkt um stjórn Borgarbyggðar og vísar tillögunum til byggðarráðs og skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu."
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagðar tillögur að breytingum og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.
=== 15.Gjaldskrá Skipulags- og byggingardeildar 2022 ===
2111243
Framlögð drög að breytingum á gjaldskrá byggingarfulltrúa.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða gjaldskrá byggingarfulltrúa og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.
Samþykkt með meirihluta atkvæða.
Hjá sitja LS og FA.
Samþykkt með meirihluta atkvæða.
Hjá sitja LS og FA.
=== 16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 203 ===
2211011F
Lögð er fram fundargerð 203. fundar byggingarfulltrúa
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 203 Samþykkt
- 16.2 2210173
[Ásvegur 12 L174790 - Umsókn um byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18839#2210173)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 203 Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af lóðinni og hefur erindið verið sent í grenndarkynningu.
Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 203 Erindið var tekið fyrir á 232. fundi í sveitarstjórn Borgarbyggðar og eftirfarandi bókun samþykkt:
"Sveitarstjórn heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform að Brákarbraut 18-20 þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga."
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 203 Erindið var tekið fyrir á 232 fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar og eftirfarandi bókun samþykkt:
Afgreiðsla 46. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum."
Sveitarstjórn heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform vegna Borgarbrautar 14, þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 203 Byggingarfulltrúi tekur undir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar og telur að framkvæmdin sé ekki í samræmi við skilmála aðalskipulags, auk þess sem ekki sé til staðar deiliskipulag af því svæði sem um ræðir.
Er erindinu því synjað og óheimilt að hefja þá mannvirkjagerð sem um ræðir sbr. 2. mgr. gr. 2.3.6 í byggingarreglugerð.
Málsaðilar hafa kærurétt varðandi synjun byggingarfulltrúa til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá því að aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 203 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- 16.7 2210278
[Umsókn um stöðuleyfi - gámar Lindarholt L201766](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18839#2210278)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 203 Samþykkt
=== 17.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 1 ===
2211024F
Lögð er fram fundargerð 1. fundar skipulagsfulltrúa
Fundarhlé kl. 09:21.
- Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 1 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi golfvallar, íbúðarhúsalóða og frístundahúsalóða Nesi í Reykholtsdal frá árinu 2021. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 27.09.2022.
Málsmeðferð verður skv. 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
- 17.2 2211109
[Umsókn um framkvæmdaleyfi- Sólbakki](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslufundur-skipulagsfulltrua/18844#2211109)Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 1 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir mótun lands utan lóðar Sólbakka 31 sem er í samræmi við það sem gert hefur verið á nærliggjandi lóðum. Málsmeðferð verður skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin skuli vera í samræmi við sambærilegar framkvæmdir á aðliggjandi lóðum. Nánari kvaðir um framkvæmdina verða skilgreindar í framkvæmdaleyfi.
- 17.3 2211096
[Brekkubyggð 14 L208870 - Umsókn um byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslufundur-skipulagsfulltrua/18844#2211096)Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 1 Niðurstaða skipulagsfulltrúa er að gera þarf breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem áætlað mannvirki mun standa út fyrir byggingarreit. Lóðarhafi getur sótt um breytingu í gegnum þjónustugátt sveitarfélagsins.
- 17.4 2208021
[Breyting á samþykktum Borgarbyggðar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslufundur-skipulagsfulltrua/18844#2208021)Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 1 Skipulagsfulltrúi fór yfir tillögur að breytingum á viðauka við samþykkt um stjórn Borgarbyggðar og vísar tillögunum til byggðarráðs og skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu.
Fundur hófst að nýju kl. 11.
=== 18.Qair - Kynning ===
2211235
Qair Iceland ehf. heldur kynningu fyrir skipulags- og byggingarnefnd varðandi vindmyllur og raforku.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar góða kynningu.
Fundi slitið - kl. 11:30.