Kaldrananeshreppur
Sveitarstjórnarfundur 1. desember 2022
==
==
[ Sveitarstjórnarfundur 1. desember 2022](/stjornsyslan/fundargereir/511-sveitarstjornarfundur-1-desember-2022)
- Details
- Föstudagur, 02 desember 2022 11:40
Fimmtudaginn 1. desember 2022 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 7. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Ísabella Benediktsdóttir, Hildur Aradóttir og Arnlín Óladóttir.
Oddviti setti fund kl. 20:00.
Hildur Aradóttir ritar fundargerð á tölvu.
**Dagskrá 7. fundar:**
- Fundargerð 6. sveitarstjórnarfundar 13.11.2022
- Fundargerðir nefnda
- Aðrir fundir
- Fjárhagsáætlun 2023 – Fyrri umræða
- Fjárhagsáætlun 2023 og fjögra ára áætlun 2023-2026 – Fyrri umræða
- Ábyrgð vegna lántöku fyrir Sorpsamlagið
- Ábyrgð vegna lántöku fyrir Sorpsamlagið – Viðauki I
- Beiðni Fjórðungssambands Vestfirðinga
- Samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vestfjörðum í velferðarmálum
- Beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Erindi Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna
- Vinnuskýrsla frá Köfunarþjónustunni ehf.
- Styrktarbeiðni Félags talmeinafræðinga á Íslandi
- Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð:
Fundargerð 6. sveitarstjórnarfundar 13.11.2022.Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerðir nefnda
- Fundur sveitarstjórnar og fræðslunefndar, 29.11.2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
Aðrir fundir
- Aðalfundur Laugarhóls ehf., 04.11.2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
- Samband íslenskra sveitarfélaga, 915. fundur stjórnar, 25.11.2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
Fjárhagsáætlun 2023 – Fyrri umræðaUmræða tekin um tekjustofna 2023 ásamt gjaldskrám og frestað til næsta fundar.
Borið upp og samþykkt.
Fjárhagsáætlun 2023 og fjögurra ára áætlun 2023-2026 – Fyrri umræðaFjárhagsáætlun 2023 og fjögurra ára áætlun 2023-2026 rædd. Oddviti gerir grein fyrir rekstrarliðum sveitarfélagsins og fyrirhuguðum fjárfestingum ásamt fjármögnun.
Kristján Jónsson endurskoðandi sveitarfélagsins gerir grein fyrir fjárhagsáætlun 2023 og fjögurra ára áætlun 2023-2026.
Fjárhagsáætlun 2023 og fjögurra ára áætlun 2023-2026 afgreidd til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða.
Ábyrgð vegna lántöku fyrir SorpsamlagiðSorpsamlag Strandasýslu fjárfestir í nýrri sorpbifreið auk tækja sem hafa efnahagslega þýðingu og tekur til þess lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Óskað er eftir því að Kaldrananeshreppur veitir láninu einfalda ábyrgð með veði í tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds.
Lánssamningur lagður fram til kynningar.
Lánsupphæð er 45.000.000kr.- og ber Kaldrananeshreppur hlutfallslega ábyrgð sem nemur eignarhlut sínum hjá Sorpsamlagi Strandasýslu.
Sveitarstjórn samþykkir að veita láninu einfalda ábyrgð sem samræmt er við fjárhagsáætlunargerð á samningstíma.
Borið upp og samþykkt.
Ábyrgð vegna lántöku fyrir Sorpsamlagið – Viðauki ISveitarstjórn gerði grein fyrir viðauka 1 við ábyrgð vegna lántöku fyrir Sorpsamlagið en þar er gert grein fyrir einfaldri ábyrgð og hverju sveitarfélaginu skal veðsetja í.
Viðauki 1 lagður fram til staðfestingar.
Oddvita veitt umboð fyrir hönd sveitarstjórnar.
Borið upp og samþykkt.
Beiðni Fjórðungssambands VestfirðingaFjórðungssamband Vestfirðinga sendi hreppnum minnisblað um mat á kostnaði við gerð svæðisskipulags vestfirskra sveitarfélaga og beiðni um fjárhagslegan stuðning. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður að nema að hámarki 120 mkr, þar af er áætluð hlutdeild sveitarfélaganna 65 mkr.
Svæðisskipulagið mun marka meginstefnu og langtíma framtíðarsýn í umhverfis- og byggðamálum Vestfjarða þar sem hagsmunir sveitarfélaganna fari saman til að stuðla að uppbyggingu Vestfjarða sem landfræðilegri, hagrænni og félagslegri heild sem styrkir byggðaþróun á Vestfjörðum til framtíðar.
Beiðni lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn ákveður að taka þátt í verkefninu og felur þjónustufulltrúa að tilkynna þátttöku hreppsins.
Borið upp og samþykkt.
Samstarfsverkefni sveitarfélaga á Vestfjörðum í velferðarmálumNý lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna, veigamiklar breytingar á barnaverndarlögum og lögum um lágmarksíbúafjölda á þjónustusvæðum í málefnum fatlaðs fólks skapa nýjar áskoranir, tækifæri og forsendur. Fjórðungsþing Vestfirðinga fól því stjórn að skipa starfshóp um aukið samstarf í velferðarþjónustu á Vestfjörðum.
Markmið verkefnisins er að kanna grundvöll fyrir og eftir atvikum, setja á fót Velferðarþjónustu Vestfirðinga sem sinnir þjónustu við fatlað fólk, barnaverndarþjónustu og móttöku fatlaðs fólks.
Samstarfsverkefni lagt fram til kynningar.
Samband íslenskra sveitarfélaga fer með fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd þeirra sveitarfélaga sem til þess veita umboð sitt og rennur gildistími allra kjarasamninga út á næsta ári. Beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga
Sambandið undirbýr nú kjaraviðræður við 62 stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga en hluti af þeim undirbúningi er að endurnýja fullnaðarumboð sambandsins ásamt því að safna upplýsingum um laun og önnur starfskjör starfsmanna hlutaðeigandi sveitarfélaga/stofnana.
Samband íslenskra sveitarfélaga óskar því eftir endurnýjuðu fullnaðarumboði til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Kaldrananeshrepps en unnið er að samkomulagi um kjarasamningsumboði.
Beiðni lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn ákveður að taka málið til frekari skoðunar þegar endanlegt samkomulag um kjarasamningsumboð liggur fyrir.
Borið upp og samþykkt.
Erindi Byggðasafns Húnvetninga og StrandamannaUndanfarin ár hefur Húnaþing vestra séð um rekstur Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna en safnið er í eigu allra sveitarfélaga við Húnaflóa.
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna óskar eftir áliti sveitarfélagsins, hvort vilji sé fyrir því að halda þessu fyrirkomulagi áfram sem hefur gefið góðan árangur.
Erindi lagt fyrir.
Sveitarstjórn tekur vel í núverandi fyrirkomulag og vill halda því áfram.
Þjónustufulltrúa falið að bregðast við.
Borið upp og samþykkt.
Vinnuskýrsla frá Köfunarþjónustunni ehf.Köfunarþjónustan ehf. sendi hreppnum vinnuskýrslu vegna vinnu við flotbryggju í Kokkálsvík þar sem gert var við keðjufestiaugu í landstólpa og hjól í landgangi.
Vinnuskýrsla lögð fyrir.
Hafnarstjóra falið að annast samskipti við Köfunarþjónustuna.
Borið upp og samþykkt.
Styrktarbeiðni Félags talmeinafræðinga á ÍslandiFélag talmeinafræðinga á Íslandi sendir hreppnum styrktarbeiðni og vill kanna áhuga sveitarfélagsins hvort það sjái sér fært um að styðja við útgáfu Talfræðingsins.
Talfræðingurinn er fagtímarit sem er gefið út af Félagi talmeinafræðinga á Íslandi og inniheldur fjölbreytt efni, allt frá málþroska barna til kyngingarvanda MND sjúkra.
Styrktarbeiðni lögð fyrir.
Sveitarstjórn ákveður að samþykkja ekki styrktarbeiðni Félags talmeinafræðinga.
Borið upp og samþykkt.
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélagaSamband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026. Minnisblaðið byggir að verulegu leyti á spá Hagstofu Íslands um efnahagsþróun til næstu ára sem stofnunin birti í lok júní sl.
Minnisblað lagt fram til kynningar.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélagaÓskað er eftir þátttöku og framlags sveitarfélagsins til að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga um stafræna umbreytingu. Samstarfið verður fjármagnað annars vegar með skyldubundnu grunnframlagi sem rennur fyrst og fremst til þess að standa undir launakostnaði sérfræðinga í stafrænu umbreytingateymi sveitarfélaga, og hins vegar með framlögum til að standa straum af þróun og kaupum á lausnum.
Bréf lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn ákveður að taka ekki þátt í verkefninu.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 22:30