Borgarbyggð
Fjallskilanefnd Þverárréttar - 66. fundur
= Fjallskilanefnd Þverárréttar =
Dagskrá
=== 1.Uppgjör ársins 2022 ===
2211218
Umræður um uppgjörið og hvernig rekstur gekk á liðnu ári. Innkomnir reikningar yfirfarnir og samþykktir. Rætt var um kostnað vegna viðhalds á girðingum og hvernig því var háttað í ár.
Viðhald á girðingum í ár var um 2.500.000 krónur. Enn vantar nokkra reikninga vegna bæði girðinga- og matarkostnaðar til þess að loka uppgjöri.
=== 2.Girðing fyrir landi Haukagils ===
2111205
Eigandi Haukagils óskar eftir því að fjallskilanefnd Þverárréttar taki þátt í endurgerð girðingar og tryggt sé að hún verði gerð fjárheld. Girðingin er 1,6 km.
Erindið er sent til afgreiðslu í Byggðarráði.
=== 3.Atvik vegna veiðihunda ===
2211219
Atvik átti sé stað á haustdögum þar sem veiðihundur blóðgaði lamb á rjúpnaveiðum.
Fjallskilanefnd Þverárréttar ítrekar mikilvægi þess að veiðimenn fylgist með hundum sínum og hafi þá undir stjórn. Fjallskilanefnd sendir bréf til Skotveiðifélags Íslands og ítrekar mikilvægi þessa.
=== 4.Sameining við fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar ===
2211217
Umræður um sameiningu.
Stefnt er að því að funda með fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar. Fundarboð verður sent á nefndina bráðlega.
Fundi slitið - kl. 14:30.