Dalabyggð
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 66
**1. 2201044 - Rekstur Silfurtúns 2022**
|Framlögð staða á rekstri Silfurtúns fyrstu 10 mánuði ársins 2022. Rætt um hlutverk og verkefni formanns stjórnar í því tilliti, rætt um að framlengja samkomulag við formann stjórnar um dagsdaglegt skipulag heimilisins a.m.k. út fyrsta ársfjórðung ársins 2023. Sveitarstjóra falið að ganga frá samkomulagi þar að lútandi við formann, Þuríður vék af fundi meðan þessi þáttur var ræddur.|
Einnig rætt um starfsmannahald og vaktaskipan, formanni stjórnar og sveitarstjóra falið að vinna málin áfram.
Rætt um stöðu einstakra þátta og framkvæmda.
Formaður stjórnar sagði frá heimsókn Lionsklúbbsins sem kom á Silfurtún og setti upp jólaskraut sunnudaginn 4. desember, stjórn Silfurtúns þakkar Lionsfélögum fyrir velvild í garð heimilisins.
**2. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023**
|Farið yfir þær forsendur sem unnið hefur verið eftir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Ekki er enn ljóst hvernig daggjöld þróast á milli fjárlagaára. Samþykkt að fela formanni stjórnar og sveitarstjóra að ræða við Sjúkratryggingar Íslands um þann daggjaldagrunn sem heimilinu verði greitt samkvæmt á árinu 2023.|
Áformað er að halda áfram endurbótum á herbergjum heimilismanna á árinu 2023 og fylgt er viðhaldsáætlun þar um.
**3. 2211037 - Samþætting þjónustu við aldraða í Dalabyggð**
|Samþykkt að fela sveitarstjóra að undirrita samkomulagið f.h. Dalabyggðar.|
Stjórn Silfurtúns felur þeim Þuríði Sigurðardóttur og Bjarka Þorsteinssyni að vera fulltrúar Dalabyggðar í vinnunni framundan.
Einnig var formanni stjórnar og sveitarstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi þeirra áhrifa sem verkefnið mun hafa á starfssemi og starfsmannahald á Silfurtúni.
Samþykkt samhljóða.
**4. 2209008 - Úttekt embættis landlæknis**
**5. 2211020 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2023**
|Formanni stjórnar og sveitarstjóra falið að samræma gjaldskrár og stilla af þannig að ekki sé verið að greiða með einstaka þáttum hennar. Tillaga verði í kjölfarið lögð til afgreiðslu sveitarstjórnar á fundi þann 15. desember n.k.|
**6. 2204015 - Skýrsla frá Vinnueftirlitinu um Silfurtún**
|Unnið hefur verið að ýmsum úrbótum og hefur Vinnueftirlitið verið upplýst um stöðu einstakra þátta.|