Fjarðabyggð
Hafnarstjórn - 288
**1. 2209012 - Ráðstefnan Lagarlíf 2022**
|Lagt fram til kynningar minnisblað frá atvinnu- og þróunarstjóra, sem sótti hluta ráðstefnunnar.|
**2. 2212012 - SeaTrade Global 2023**
|Sýningin SeaTrade Global verður haldin í Ft.Lauderdale í Flórída 27. til 30. mars 2023. Cruise Iceland hefur tekið frá svæði óskað eftir skráningum til þátttöku. Hafnarstjórn felur atvinnu- og þróunarstjóra að senda svar til Íslandsstofu.|
**3. 2209172 - Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2023**
|Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2023 lögð fram til kynningar. Gjaldskráin hefur verið samþykkt í bæjarráði.|
**4. 2012071 - Ósk Cargow um landtengingu á Mjóeyrarhöfn**
|Lagt fram minnisblað frá Cargow og farið yfir málin varðandi landtengingar á Mjóeyrarhöfn. Eflu verkfræðistofu hefur verið falið að taka saman minnisblað um kostnað við málið sem verður lagt fyrir hafnarstjórn að nýju.|
**5. 2211087 - Umsókn um styrk til fjögurra menningarverkefna**
|Framlögð beiðni menningarstofu um fjárstyrk til fjögurra verkefna á sviðum menningar sem ráðist var í á árinu 2022. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.|
**6. 2211173 - Sérstakt strandveiðigjald til hafna 2022**
|Tilkynning frá Fiskistofu um greiðslu strandveiðigjalds til hafna lögð fram til kynningar.|
**7. 2211088 - Vinnustofa Hafið tekur ekki lengur við**
|Þann 3.nóvember stóð Umhverfisstofnun fyrir vinnustofu á Grand Hótel um móttöku og meðhöndlun úrgangs sem kemur upp með veiðarfærum. Ragnar Sigurðsson sótti vinnustofuna fyrir hönd sveitarfélagsins. Fyrirlestrar vinnustofunnar lagðir fram til kynningar.|
**8. 2202086 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022**
|Lögð fram til kynningar fundargerð 447. fundar Hafnasambands Íslands|