Borgarbyggð
Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 41. fundur
= Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd =
Dagskrá
=== 1.Skýrsla samskiptastjóra ===
2112089
Samskiptastjóri fer yfir þau mál sem eru á döfinni.
Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá samskiptastjóra.
=== 2.Stuðningur til þáttagerðar í Borgarbyggð - N4 ===
2210271
Framlagt erindi frá Maríu Björk Ingvadóttur framkvæmdastjóra N4 dags. 25. október 2022.
Óskað er eftir fjárstuðning til þáttagerðar í Borgarbyggð í þáttarröðinni Að vestan að upphæð 750.000 kr. án vsk.
Einnig er sveitarfélaginu boðið að taka taka þátt í öðrum seríum hjá N4. Um er að ræða þætti eins og Atvinnupúlsinn, Aftur heim, Uppskrift af góðum degi, Sveitalíf, Húsin í bænum eða Íþróttabærinn. Hver stakur þáttur og stiklur kosta 1,3 milljónir kr. án vsk.
Óskað er eftir fjárstuðning til þáttagerðar í Borgarbyggð í þáttarröðinni Að vestan að upphæð 750.000 kr. án vsk.
Einnig er sveitarfélaginu boðið að taka taka þátt í öðrum seríum hjá N4. Um er að ræða þætti eins og Atvinnupúlsinn, Aftur heim, Uppskrift af góðum degi, Sveitalíf, Húsin í bænum eða Íþróttabærinn. Hver stakur þáttur og stiklur kosta 1,3 milljónir kr. án vsk.
Nefndin þakkar N4 fyrir framlagt erindi en telur sér ekki fært að samþykkja beiðnina að svo stöddu.
=== 3.Upplýsingaskilti við Digranesgötu ===
2202218
Framlagt erindi frá Hafþóri Inga Gunarssyni, formann Hollvinasamtaka Borgarness dags. 29. október 2022 þar sem óskað er eftir fjármagni til að klára uppsetningu á upplýsingaskilti við Digranesgötu í Borgarnesi.
Nefndin þakkar Hafþóri fyrir framlagt erindi og samþykkir að veita Hollvinasamtökum Borgarness styrk að upphæð 200.000 kr.
=== 4.Aðventu- og þrettándahátíð 2022-2023 ===
2209147
Umræður um þrettándahátíð 2023.
Nefndin felur samskiptastjóra að vinna að hátíðinni í samstarfi við UMSB og Björgunarsveitina Brák.
Nefndin samþykkir jafnframt að veita björgunarsveitinni styrk að upphæð 300.000 kr. fyrir hátíðina.
Nefndin samþykkir jafnframt að veita björgunarsveitinni styrk að upphæð 300.000 kr. fyrir hátíðina.
=== 5.Atvinnumál í Borgarbyggð ===
1910025
Umræður um mögulega uppbyggingu grænna iðngarða í Borgarbyggð.
Nefndin telur grundvöll fyrir því að skoða þessa hugmynd betur og felur samskiptastjóra að fá viðeigandi aðila að borðinu til að taka samtalið áfram.
Grænn iðngaður er heiti yfir atvinnusvæði sem inniheldur ólík fyrirtæki sem leitast við að ná betri nýtni auðlinda, hreinni framleiðslu, stuðla að samvinnu fyrirtækja, draga úr loftslagsbreytingum og mengun ásamt því að fylgja félagslegum stöðlum.
Grænn iðngaður er heiti yfir atvinnusvæði sem inniheldur ólík fyrirtæki sem leitast við að ná betri nýtni auðlinda, hreinni framleiðslu, stuðla að samvinnu fyrirtækja, draga úr loftslagsbreytingum og mengun ásamt því að fylgja félagslegum stöðlum.
=== 6.Starfsáætlun Safnahúss Borgarfjarðar 2023 ===
2211148
Framlögð starfsáætlun fyrir Safnahús Borgarfjarðar árið 2023. Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála kemur á fundinn.
Nefndin þakkar Þórunni fyrir komuna á fundinn.
Starfsáætlun Safnahússins fyrir árið 2023 er metnaðarfull og framsækin. Áætlað er að halda áfram að setja upp skemmtilegar sýningar í Hallsteinssalnum.
Auk þess er á dagskrá að auka við námskeið, ritsmiðjur og fyrirlestra. Myndamorgnar verða á sínum stað auk foreldramorgna.
Starfsáætlun Safnahússins fyrir árið 2023 er metnaðarfull og framsækin. Áætlað er að halda áfram að setja upp skemmtilegar sýningar í Hallsteinssalnum.
Auk þess er á dagskrá að auka við námskeið, ritsmiðjur og fyrirlestra. Myndamorgnar verða á sínum stað auk foreldramorgna.
=== 7.Gjaldskrá Safnahúss Borgarfjarðar 2023 ===
2211149
Framlögð gjaldskrá fyrir sölusýningar í Hallsteinssal árið 2023.
Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála kemur á fundinn.
Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála kemur á fundinn.
Nefndin telur mikilvægt að innheimta gjald fyrir sölusýningar. Hér er átt við kostnað starfsmanns að aðstoða við uppsetningu sýningar og halda utan um þá vinnu sem felst í að hafa slíka sýningu uppi.
Nefndin samþykkir framlagða gjaldskrá með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Nefndin samþykkir framlagða gjaldskrá með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 10:35.