Borgarbyggð
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132. fundur
= Velferðarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Trúnaðarbók 2022 ===
2201037
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi. Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
=== 2.Reglur um fjárhagsaðstoð ===
1401005
Lagt fram minnisblað um reglur um fjárhagsaðstoð.
=== 3.Jafnréttisáætlun ===
1907031
Vinna við drög að nýrri jafnréttisáætlun.
Farið yfir drög að uppfærðri jafnréttisáætlun fyrir árin 2022-2026. Félagsmálastjóra falið að klára áætlunina út frá leiðbeiningum Jafnréttisstofu.
=== 4.Kynjahlutfall í fastanefndum - upplýsingar ===
1810084
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
=== 5.Stefna í málefnum fatlaðra ===
2005194
Unnið að stefnumótun í málefnum fatlaðra.
Elísabet Jónsdóttir starfsmaður í málefnum fatlaðra fór yfir tillögur að ramma fyrir stefnu í málefnum fatlaðra. Félagsmálastjóra og Elísabetu falið að fara yfir fyrirliggjandi gögn frá fyrri vinnslu að stefnumótun. Verkáætlun um vinnslu stefnunnar verði lögð fram á næsta fundi nefndarinnar.
=== 6.Samþætting þjónustu við aldraða ===
2209252
Hugmynd að samþættingu á þjónustu við eldra fólk kynnt.
Kynnt hugmynd og markmið með samþættri þjónustu/miðstöð öldrunarþjónustu. Guðjón Brjánsson hefur verið fenginn sem ráðgjafi vegna verkefnisins. Formanni nefndar og félagamálastjóra falið að fá fund með Guðjóni og vinna áfram að þróun verkefnisins.
=== 7.Fyrirspurn um frítt í sund fyrir öll börn ===
2212008
Lagt fram minnisblað um frítt í sund fyrir öll börn.
Nefndin leggur til að börn með umönnunarkort og fylgdarmanneskja fái frítt í sundlaugar sveitarfélagsins óháð lögheimili. Erindinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
=== 8.Beiðni um framlag til Stígamóta 2023 ===
2211037
Beiðni Stígamóta um fjárframlag fyrir árið 2023.
Framlögð umsókn Stígamóta um styrk til rekstrar fyrir árið 2023. Um er að ræða úrræði sem mikilvægt er að sé til staðar fyrir íbúa sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að erindið verði styrkt og vísar erindinu til Byggðarráðs.
=== 9.Gjaldskrár félagsþjónustu 2023 ===
2212030
Gjaldskrár félagsþjónustu uppreiknarðar miðað við 7,5 % hækkun.
Gjaldskrá félagsþjónustu lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Heimilt er að veita desemberstyrk sem nemur 25% af grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar. Heimildin nær til þeirra sem fá greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu í desember og hafa fengið fjárhagsastoð tvo mánuði þar á undan.
Jafnframt verði gerð breyting á 13. gr, sem hljóði svo:
Ef umsækjandi á rétt á aðstoð skv. III kafla, 1. 2. 3. 4. 6. eða 8. mgr. 11. greinar eða 12.
greinar skulu starfsmenn félagsþjónustu afgreiða málið, skrá það og kynna síðan fyrir velferðarnefnd.
Samþykktir skulu ekki gerðar til lengri tíma en 3ja mánaða í senn.
Aðrar umsóknir um fjárhagsaðstoð skulu afgreiddar af velferðarnefnd.