Grindavíkurbær
Bæjarstjórn - Fundur 525
22.02.2022 - Slóð
**525. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 22. febrúar 2022 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu: Sigurður Óli Þórleifsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ásrún Helga Kristinsdóttir, varamaður, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, 1. varaforseti, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður. Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í upphafi fundar bað 1. varaforseti fundarmenn að rísa á fætur og minnast Ólínu Guðbjargar Ragnarsdóttur fyrrverandi forseta bæjarstjórnar Grindavíkur, en hún lést 1. febrúar sl.
Dagskrá:
**1. Deiliskipulagsbreyting - Skipulagsmörk orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi - 2202048**
Til máls tók: Hjálmar.
HS orka leggur til óverulega breytingu, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á deiliskipulagi á Reykjanesi, sem felst í að skipta skipulagssvæðinu í tvo hluta. Eftir breytingu verða í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir í stað einnar, þ.e. annars vegar fyrir orkuvinnslusvæði innan Grindavíkurbæjar og hins vegar Reykjanesbæjar. Stefna og skilmálar eru þeir sömu og eru í deiliskipulagi orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi í Grindavíkurbæ, dags. október 2021, sem hefur hlotið kynningu skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. Fallið er frá grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkti skipulagstillöguna á fundi nr. 96 þann 14. febrúar sl. og vísaði til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða skipulagstillöguna.
**2. Deiliskipulagsbreyting - Orkuvinnslusvæði á Reykjanesi - 2012024**
Til máls tók: Hjálmar .
Tillaga að deiliskipulagi fyrri orkuvinnslusvæðið á Reykjanesi í Grindavík hefur verð kynnt í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Tillaga að svörum við umsögnum lagðar fram sem skipulagsnefnd samþykkir. Sviðsstjóra falið að svara umsagnaraðilum. Skipulagsnefnd samþykkti skipulagstillöguna á fundi nr. 96 þann 14. febrúar sl. og vísaði henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða skipulagstillöguna.
**3. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknarholu - 2201095**
Til máls tóku: Hjálmar og Guðmundur.
Matorka sækir um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknarholu vestan við eldisstöðvar í Húsatóftum. Framkvæmdaraðili hefur leitað umsagna frá Orkustofnun og landeiganda (Ríkiseignum). Viðbrögð þeirra liggja fyrir. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi nr. 95 þann 31. janúar sl. að heimila borun á rannsóknarholu á norðaustur hluta þessa svæðis sem óskað er eftir. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að umsækjandi vinni framkvæmdina í samráði við Golfklúbb Grindavíkur. Þá þarf að óska heimildar hjá Vegagerðinni lendi holan innan vegahelgunarsvæðis Nesvegar. Fullnaðarafgreiðslu vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfið með sömu athugasemdum og skipulagsnefnd.
**4. Tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs - 2201054**
Til máls tók: Hjálmar.
Í samræmi við ákvæði laga um meðhöndlun úrgangs er tillagan send til allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að svæðisáætluninni til formlegrar staðfestingar. Bæjarráð vísar tillögunni til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða svæðisáætlunina.
**5. Breyting á reglugerð nr. 1212 frá 2005 - Frestun á gildistöku reglug nr. 230-2021 - 2201084**
Til máls tók: Hjálmar.
Skv. reglugerð nr. 230/2021 ber sveitarfélögum að færa byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélagsins í samantekin reikningsskil sín m.v. hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins. Gildir þetta um einstaka liði rekstrar og efnahags óháð stærð eignarhlutarins. Skv. reglugerðinni skyldi þessi breyting taka gildi þegar á árinu 2021 og eiga við ársreikning þess árs og fjárhagsáætlun 2022 og svo áfram. Með hinni nýju reglugerð, nr. 14/2022, er sveitarfélögum heimilt að ákveða að þessi breyting taki gildi 2022. Jafnframt er þeim sveitarfélögum sem hyggjast nýta sér þessa heimild skylt að taka tilliti til þessa í fjárhagsáætlun 2022 með samþykkt viðauka eigi síðar en 1. júní nk. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að nýta heimild til frestunar sbr. reglugerð 14/2022.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
**6. Bæjarmálasamþykkt Grindavíkur - tillaga að breytingu - 2202052**
Til máls tóku: Hjálmar, Páll Valur og bæjarstjóri.
Lögð fram drög að breytingum á "Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar". Bæjarráð vísar samþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
**7. Húsnæðisáætlun Grindavíkurbæjar 2022 - 2202070**
Til máls tók: Hjálmar. Húsnæðisáætlun Grindavíkurbæjar 2022 lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir áætlunina samhljóða.
**8. Endurskoðun menningarstefnu Grindavíkurbæjar - 2104081**
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún og Páll Valur.
Menningarstefna Grindavíkurbæjar 2022-2024 lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir menningarstefnuna samhljóða.
**9. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2022 - 2201049**
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, bæjarstjóri og Guðmundur.
Fundargerð 906. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. febrúar 2022 lögð fram til kynningar.
**10. Bæjarráð Grindavíkur - 1602 - 2201020F**
Til máls tóku: Hjálmar, Hallfríður, bæjarstjóri, Ásrún, Birgitta, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðmundur og Sævar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**11. Bæjarráð Grindavíkur - 1603 - 2202003F**
Til máls tóku: Hjálmar, Hallfríður, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**12. Bæjarráð Grindavíkur - 1604 - 2202013F**
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta, Páll Valur, Ásrún og Hallfríður.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**13. Skipulagsnefnd - 95 - 2201019F**
Til máls tóku: Hjálmar, Hallfríður, Páll Valur, Guðmundur og Birgitta.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**14. Skipulagsnefnd - 96 - 2202008F**
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, bæjarstjóri, Ásrún, Páll Valur og Hallfríður.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**15. Fræðslunefnd - 116 - 2112019F**
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Birgitta og bæjarstjóri.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**16. Frístunda- og menningarnefnd - 112 - 2202002F**
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Ásrún, Birgitta, Páll Valur, Hallfríður og Sævar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**17. Hafnarstjórn Grindavíkur - 481 - 2202011F**
Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Guðmundur, Páll Valur, Ásrún, Hallfríður og Birgitta.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**18. Umhverfis- og ferðamálanefnd - 57 - 2202016F**
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, Guðmundur, Hallfríður, Sævar, Páll Valur, Birgitta og bæjarstjóri.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**19. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 57 - 2202007F**
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Birgitta, Hallfríður og Páll Valur.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)