Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar - 233. fundur
= Sveitarstjórn Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Skýrsla sveitarstjóra ===
2102062
Skýrsla sveitarstjóra
=== 2.Gjaldskrár 2023 ===
2212022
Lagðar fram tillögur að gjaldskrám fyrir starsemi sveitarfélagsins á næsta ári.
=== 3.Fjárhagsáætlun 2023 ===
2206062
Lögð fram til síðari umræðu tillaga að fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2023 ásamt tillögu að fjárheimildum fyrir ári 2024 - 2026.
Lögð var fram til seinni umræðu tillaga að fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2023 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2024 - 2026.
Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri kynnti tillöguna og lagði fram greinargerð með áætluninni.
Thelma Dögg Harðardóttir leggur fram eftirfarandi bókun af hálfu minnihluta sveitarstjórnar:
"Nú liggur fyrir endanleg fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Það er ánægjulegt að sjá að meirihluti sveitarstjórnar tók að hluta til ábendingum minnihlutans um að rekstur sveitarfélagsins þyrfi að vera sjálfbær og að jafnvægis sé gætt.
Helstu breytingar á áætlunni felast aðallega í aukinni tekjuöflun m.a. vegna hækkunar á fasteignamati þar sem álagningarhlutfall fasteignaskatts er haldið óbreyttu og því íbúar látnir loka bilinu. Tekjur af fasteignasköttum aukast í krónum talið um 93 milljónir eða 16,2% en hækkun verðlags stefnir í 9-10% hækkun. Í krónum talið er það hækkun upp á 42 milljónir króna umfram verðlag. Eins hækka allar gjaldskrár sveitarfélagsins.
Litlar tilraunir hafa verið gerðar til þess að auka aðhald í útgjöldum sveitarfélagsins og líkt og var nefnt í bókun minnihlutans á síðasta sveitarstjórnarfundi gildna margir málaflokkar milli ára hjá Borgarbyggð. Má þar nefna að fræðslu- og uppeldismál hækka um rúm 10% og verða í heildina 57,75% af skatttekjum okkar íbúa. Þá hækka brunavarnir um 21% og skipulags- og byggingarmál um rúm 27%. Ljóst er að gera hefði mátt betur við að ná fram hagræðingu í rekstrinum áður en íbúar eru látnir borga brúsann með þessum hætti.
Vilji allra framboða er að ráðast í uppbyggingu á innviðum og til að það sé framkvæmanlegt þá er það forsenda að reksturinn sé í jafnvægi og að álögur séu eðlilegar og samræmi við þá þörf sem er til staðar að hverju sinni. Það eru því vonbrigði að á sama tíma og álögur hækka umfram verðlag, að áður samþykktum uppbyggingar áformum sé slegið á frest. Að aðeins eigi að fara í óskilgreinda hönnun á nokkrum verkefnum á næsta ári og ekki verður hafist handa við nauðsynlega innviðauppbyggingu fyrr en árið 2024.
Í þeirri fjárfestingaráætlun sem nú er lögð fram er í raun verið að fresta flestum fjárfestingum til ársins 2024 og þá á að fjárfesta fyrir 1,6 milljarða og síðan jafn háa upphæð árið 2025 en lækkar svo aftur niður í 500 milljónir. Fjárfestingaráætlunin er metnaðarfull og er það vilji alla framboða að ráðist verði í framkvæmdir, sem allra fyrst. Hún er þó afar ójöfn milli ára og djörf fyrir stutta tímalínu. Trúverðulegra hefði verið að leggja hana fram fyrir lengra tímabil og treysta því að góð verkefni sem eru öllum íbúum til hagsbóta fengju framgöngu óháð kjörtímabilum. Gæta þarf vel að fjárhag sveitarfélagsins og tryggja nauðsynlega innviðauppbyggingu t.d. á leikskóla- og skólahúsnæði. Í þvi samhengi þarf að horfa á lögbundið hlutverk sveitarfélagsins og hvar þörfin er brýnust.
Nú hefur nýr meirhluti verið við stjórnartaumana í hálft ár. Flest öll verkefni sem höfðu verið ákveðin af fráfarandi sveitarstjórn voru sett á ís og því hefur mjög lítið verið framkvæmt á yfirstandandi ári. Í þeirri áætlun sem nú er lögð fram, virðist nánast ekkert eiga að framkvæma heldur á árinu 2023. Þetta eru dapurlegar fréttir fyrir íbúa sveitarfélagsins þar sem þörfin er brýn."
Davíð Sigurðsson leggur fram eftirfarandi bókun af hálfu meirihluta sveitarstjórnar:
"Fulltrúar Framsóknar leggja hér fram fjárhagsáætlun sem einkennist af uppbyggingu og trú á vexti í sveitarfélaginu. Undirrituð hafa lagt á áherslu á það í vinnu við fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun til næstu ára að undirbyggja sókn í sveitarfélagin. Við sjáum undirliggjandi fjölgun íbúa og góður gangur er í atvinnulífinu. Í þeirri áætlun sem er hér lögð fram í dag endurspeglast vilji sveitarfélagsins til að leggja sitt af mörkum til að styrkja áframhaldandi sókn með framboði á nýjum lóðum bæði fyrir almenning og atvinnulíf, endurnýjun grunnskóla,stækkun leikskóla og uppbyggingu íþróttamannvirkja.
Fjárhagsstaða Borgarbyggðar er sterk en afgangur af rekstri er lítill. Þó freistandi hafi verið að lækka álögur á íbúa í fjárhagsáætlun fyrir 2023 varð sú ákvörðun ofan á að treysta afkomu sveitarfélagsins. í stað þess að lækka álögur. Þar vegur þungt að framundan er veruleg fjárfestingarþörf hjá Borgarbyggð, metnaðarfull uppbyggingaráform sem góð samstaða hefur verið um. Þess í stað verður lagt kapp á að tekjur hækki umfram kostnað og hugað að einföldun bæði rekstrar og eignsafns. Þá er mikilvægt að stöðugt endurmat sé á nýtingu tækifæra til hagræðingar og skynsamlega ráðstöfun fjármuna.
Ef vel gengur myndast e.t.v svigrúm til að lækka álögur á íbúa. Það verður gott að eiga það uppi í erminni ef kólna fer í atvinnulífinu í Borgarbyggð. Sama gildir um áform um fjárfestingar. Borgarbyggð verður tilbúin að gefa enn frekar í þegar aðstæður kalla á. Næg verkefni bíða og inni í fjárfestingaráætlun þessa kjörtímabils eru meðal annars stækkun leikskólans Uglukletts, endurnýjun Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum, bygging knatthúss í Borgarnesi, endurbætur slökkvistöðvar, gatnagerð, fyrsti áfangi að stækkun íþróttahúss ásamt því sem jafnt og þétt verður viðhaldið framboði á lóðum.
Framsóknarflokkurinn væntir góðs samstarfs innan sveitarstjórnar og við íbúa um það verkefni að treysta og einfalda rekstur sveitarfélagsins með áherslu á kjarnastarfsemi og grunnþjónustu. Framsýni er nauðsynleg til að takast á við nýjar áskoranir og byggja upp til framtíða. Mikilvægt er að skýr framtíðarsýn liggi fyrir til grundvallar ákvarðan með heildarhagsmuni íbúa að leiðarljósi. Þannig höldum við áfram að bæta þjónustu við íbúa en getum um leið fjárfest í auknum lífsgæðum.
Sú áætlun sem hér er lögð fram hefur verið unninn í þéttu og góðu samstarfi allra fulltrúa í sveitarstjórn á milli umræðna. Vinna sem hefur einkennst af mikilli samstöðu, góðu samtali og sameiginlegum vilja til að stefna á uppbyggingu og vöxt í sveitarfélaginu. Fyrir það ber að þakka. Við viljum jafnframt þakka starfsfólki sveitarfélagsins sérstaklega fyrir þeirra aðkomu og þá mikilvægu vinnu sem er á þeirra herðum við undirbúning að fjárhagsáætlun."
Helstu niðurstöður áætlunar ársins 2023 eru:
Tekjur A og B hluta 6.138 m.kr
Rekstrargjöld A og B hluta án fjármagnsliða 5.566 m.kr
Fjármagnsliðir og afskriftir A og B hluta 462 m.kr
Rekstrarniðurstaða A og B hluta 78 m.kr
Framkvæmdir og fjárfestingar A og B hluta 566 m.kr
Áætlaðar tekjur A og B hluta eru 6.408 m.kr á árinu 2024, 6.693 m.kr á árinu 2025 og 6.989 m.kr á árinu 2026
Áætlaður rekstrarafgangur A og B hluta er 55 m.kr á árinu 2024 en rekstrarhalli 13 m.kr á árinu 2025 og 52 m.kr á árinu 2026.
Til framkvæmda og fjárfestinga er áætlað að verja 1.639 m.kr á árinu 2024, 1.668 m.kr á árinu 2025 og 523 m.kr á árinu 2026.
Fjárhags- og fjárfestingaráætlun ársins 2023 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2024 - 2026 er borin upp til síðari umræðu, með áorðnum breytingum.
Samþykkt með meirihluta atkvæða. Hjá sitja LBÁ, LS, SG og TDH.
Til máls tóku SBG, TDH, DS, LBÁ, DS, LBÁ, EMJ, TDH, DS, GLE, LBÁ, EMJ, TDH, LBÁ, SÓ, GLE, LBÁ, DS.
Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri kynnti tillöguna og lagði fram greinargerð með áætluninni.
Thelma Dögg Harðardóttir leggur fram eftirfarandi bókun af hálfu minnihluta sveitarstjórnar:
"Nú liggur fyrir endanleg fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Það er ánægjulegt að sjá að meirihluti sveitarstjórnar tók að hluta til ábendingum minnihlutans um að rekstur sveitarfélagsins þyrfi að vera sjálfbær og að jafnvægis sé gætt.
Helstu breytingar á áætlunni felast aðallega í aukinni tekjuöflun m.a. vegna hækkunar á fasteignamati þar sem álagningarhlutfall fasteignaskatts er haldið óbreyttu og því íbúar látnir loka bilinu. Tekjur af fasteignasköttum aukast í krónum talið um 93 milljónir eða 16,2% en hækkun verðlags stefnir í 9-10% hækkun. Í krónum talið er það hækkun upp á 42 milljónir króna umfram verðlag. Eins hækka allar gjaldskrár sveitarfélagsins.
Litlar tilraunir hafa verið gerðar til þess að auka aðhald í útgjöldum sveitarfélagsins og líkt og var nefnt í bókun minnihlutans á síðasta sveitarstjórnarfundi gildna margir málaflokkar milli ára hjá Borgarbyggð. Má þar nefna að fræðslu- og uppeldismál hækka um rúm 10% og verða í heildina 57,75% af skatttekjum okkar íbúa. Þá hækka brunavarnir um 21% og skipulags- og byggingarmál um rúm 27%. Ljóst er að gera hefði mátt betur við að ná fram hagræðingu í rekstrinum áður en íbúar eru látnir borga brúsann með þessum hætti.
Vilji allra framboða er að ráðast í uppbyggingu á innviðum og til að það sé framkvæmanlegt þá er það forsenda að reksturinn sé í jafnvægi og að álögur séu eðlilegar og samræmi við þá þörf sem er til staðar að hverju sinni. Það eru því vonbrigði að á sama tíma og álögur hækka umfram verðlag, að áður samþykktum uppbyggingar áformum sé slegið á frest. Að aðeins eigi að fara í óskilgreinda hönnun á nokkrum verkefnum á næsta ári og ekki verður hafist handa við nauðsynlega innviðauppbyggingu fyrr en árið 2024.
Í þeirri fjárfestingaráætlun sem nú er lögð fram er í raun verið að fresta flestum fjárfestingum til ársins 2024 og þá á að fjárfesta fyrir 1,6 milljarða og síðan jafn háa upphæð árið 2025 en lækkar svo aftur niður í 500 milljónir. Fjárfestingaráætlunin er metnaðarfull og er það vilji alla framboða að ráðist verði í framkvæmdir, sem allra fyrst. Hún er þó afar ójöfn milli ára og djörf fyrir stutta tímalínu. Trúverðulegra hefði verið að leggja hana fram fyrir lengra tímabil og treysta því að góð verkefni sem eru öllum íbúum til hagsbóta fengju framgöngu óháð kjörtímabilum. Gæta þarf vel að fjárhag sveitarfélagsins og tryggja nauðsynlega innviðauppbyggingu t.d. á leikskóla- og skólahúsnæði. Í þvi samhengi þarf að horfa á lögbundið hlutverk sveitarfélagsins og hvar þörfin er brýnust.
Nú hefur nýr meirhluti verið við stjórnartaumana í hálft ár. Flest öll verkefni sem höfðu verið ákveðin af fráfarandi sveitarstjórn voru sett á ís og því hefur mjög lítið verið framkvæmt á yfirstandandi ári. Í þeirri áætlun sem nú er lögð fram, virðist nánast ekkert eiga að framkvæma heldur á árinu 2023. Þetta eru dapurlegar fréttir fyrir íbúa sveitarfélagsins þar sem þörfin er brýn."
Davíð Sigurðsson leggur fram eftirfarandi bókun af hálfu meirihluta sveitarstjórnar:
"Fulltrúar Framsóknar leggja hér fram fjárhagsáætlun sem einkennist af uppbyggingu og trú á vexti í sveitarfélaginu. Undirrituð hafa lagt á áherslu á það í vinnu við fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun til næstu ára að undirbyggja sókn í sveitarfélagin. Við sjáum undirliggjandi fjölgun íbúa og góður gangur er í atvinnulífinu. Í þeirri áætlun sem er hér lögð fram í dag endurspeglast vilji sveitarfélagsins til að leggja sitt af mörkum til að styrkja áframhaldandi sókn með framboði á nýjum lóðum bæði fyrir almenning og atvinnulíf, endurnýjun grunnskóla,stækkun leikskóla og uppbyggingu íþróttamannvirkja.
Fjárhagsstaða Borgarbyggðar er sterk en afgangur af rekstri er lítill. Þó freistandi hafi verið að lækka álögur á íbúa í fjárhagsáætlun fyrir 2023 varð sú ákvörðun ofan á að treysta afkomu sveitarfélagsins. í stað þess að lækka álögur. Þar vegur þungt að framundan er veruleg fjárfestingarþörf hjá Borgarbyggð, metnaðarfull uppbyggingaráform sem góð samstaða hefur verið um. Þess í stað verður lagt kapp á að tekjur hækki umfram kostnað og hugað að einföldun bæði rekstrar og eignsafns. Þá er mikilvægt að stöðugt endurmat sé á nýtingu tækifæra til hagræðingar og skynsamlega ráðstöfun fjármuna.
Ef vel gengur myndast e.t.v svigrúm til að lækka álögur á íbúa. Það verður gott að eiga það uppi í erminni ef kólna fer í atvinnulífinu í Borgarbyggð. Sama gildir um áform um fjárfestingar. Borgarbyggð verður tilbúin að gefa enn frekar í þegar aðstæður kalla á. Næg verkefni bíða og inni í fjárfestingaráætlun þessa kjörtímabils eru meðal annars stækkun leikskólans Uglukletts, endurnýjun Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum, bygging knatthúss í Borgarnesi, endurbætur slökkvistöðvar, gatnagerð, fyrsti áfangi að stækkun íþróttahúss ásamt því sem jafnt og þétt verður viðhaldið framboði á lóðum.
Framsóknarflokkurinn væntir góðs samstarfs innan sveitarstjórnar og við íbúa um það verkefni að treysta og einfalda rekstur sveitarfélagsins með áherslu á kjarnastarfsemi og grunnþjónustu. Framsýni er nauðsynleg til að takast á við nýjar áskoranir og byggja upp til framtíða. Mikilvægt er að skýr framtíðarsýn liggi fyrir til grundvallar ákvarðan með heildarhagsmuni íbúa að leiðarljósi. Þannig höldum við áfram að bæta þjónustu við íbúa en getum um leið fjárfest í auknum lífsgæðum.
Sú áætlun sem hér er lögð fram hefur verið unninn í þéttu og góðu samstarfi allra fulltrúa í sveitarstjórn á milli umræðna. Vinna sem hefur einkennst af mikilli samstöðu, góðu samtali og sameiginlegum vilja til að stefna á uppbyggingu og vöxt í sveitarfélaginu. Fyrir það ber að þakka. Við viljum jafnframt þakka starfsfólki sveitarfélagsins sérstaklega fyrir þeirra aðkomu og þá mikilvægu vinnu sem er á þeirra herðum við undirbúning að fjárhagsáætlun."
Helstu niðurstöður áætlunar ársins 2023 eru:
Tekjur A og B hluta 6.138 m.kr
Rekstrargjöld A og B hluta án fjármagnsliða 5.566 m.kr
Fjármagnsliðir og afskriftir A og B hluta 462 m.kr
Rekstrarniðurstaða A og B hluta 78 m.kr
Framkvæmdir og fjárfestingar A og B hluta 566 m.kr
Áætlaðar tekjur A og B hluta eru 6.408 m.kr á árinu 2024, 6.693 m.kr á árinu 2025 og 6.989 m.kr á árinu 2026
Áætlaður rekstrarafgangur A og B hluta er 55 m.kr á árinu 2024 en rekstrarhalli 13 m.kr á árinu 2025 og 52 m.kr á árinu 2026.
Til framkvæmda og fjárfestinga er áætlað að verja 1.639 m.kr á árinu 2024, 1.668 m.kr á árinu 2025 og 523 m.kr á árinu 2026.
Fjárhags- og fjárfestingaráætlun ársins 2023 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2024 - 2026 er borin upp til síðari umræðu, með áorðnum breytingum.
Samþykkt með meirihluta atkvæða. Hjá sitja LBÁ, LS, SG og TDH.
Til máls tóku SBG, TDH, DS, LBÁ, DS, LBÁ, EMJ, TDH, DS, GLE, LBÁ, EMJ, TDH, LBÁ, SÓ, GLE, LBÁ, DS.
=== 4.Breytingar á barnaverndarlögum og uppbyggingu barnaverndarþjónustu sveitafélaga ===
2201148
Afgreiðsla frá 614. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir samvinnu Borgarbyggðar við Hvalfjarðarsveit um uppbyggingu á barnaverndarþjónustu og felur sveitarstjóra að sækja um undanþágu til mennta- og barnamálaráðuneytis frá 6.000 manna íbúafjölda."
Sveitarstjórn samþykkir samvinnu Borgarbyggðar við Hvalfjarðarsveit um uppbyggingu barnaverndarþjónustu og felur sveitarstjóra að sækja um undanþágu til mennta- og barnamálaráðuneytis frá 6.000 manna íbúafjölda.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 5.Fundur með landeigendum ofl. vegna Ystutungugirðingar ===
2203044
Afgreiðsla 614. fundar byggðarráðs: "Á fundinn komu Hrafnhildur Tryggvadóttur, deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála, og Þorsteinn Viggósson og Pétur Ísleifur Sumarliðason frá Fjallskilanefnd Brekku- og Svignaskarðsréttar. Byggðarráð samþykkir framlagt samkomulag um yfirfærslu á eignarhaldi, viðhaldi og vörslu Ystutungugirðingar frá Skógræktinni til Borgarbyggðar. Sveitarstjóra falið að undirrita samkomulagið."
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning um yfirfærslu á eignarhaldi, viðhaldi og vörslu Ystutungugirðingar frá Skógræktinni og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 6.Flatahverfi- gatnagerð- útboðsgögn, verðfyrirspurn ===
2201142
Afgreiðsla frá 614. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Borgarverks í verkefni um gatnagerð í Flatahverfi á Hvanneyri og felur sveitarstjóra að undirrita samninga á grundvelli tilboðsins."
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning um gatnagerð í Flatahverfi á Hvanneyri.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 7.Tilkynning um forkaupsrétt - Sólbakki 4 ===
2211090
Afgreiðsla frá 614. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið nýti ekki forkaupsrétt sinn í fasteignina Sólbakka 4 og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn."
Sveitarstjórn samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt í fasteignina að Sólbakka 4.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 8.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026 ===
2205140
Afgreiðsla 614. fundar byggðarráðs: "Byggðarráð þakkar Erlu Rún fyrir gott starf og tilnefnir Guðveigu Eyglóardóttur í fræðslunefnd í hennar stað."
Sveitarstjórn samþykkir skipan Guðveigar Eyglóardóttur í fræðslunefnd.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 9.Breyting á samþykktum Borgarbyggðar 2022 ===
2208021
Afgreiðsla 616. fundar byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir framlagðar breytingartillögur á samþykktum Borgarbyggðar og vísar til sveitarstjórnar til fyrri umræðu. Breytingartillögur sem gerðar eru á viðauka eru til þess fallnar að auka skilvirkni í afgreiðslu á skipulags- og byggingarmálum."
og
afgreiðsla 47. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagðar tillögur að breytingum og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar."
og
afgreiðsla 47. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagðar tillögur að breytingum og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar."
Forseti ber upp þá tillögu að vísa tillögum til breytinga á samþykktum um stjórn Borgarbyggð til síðari umræðu.
=== 10.Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar ===
2211111
Afgreiðsla frá 616. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd og felur sveitarstjóra að staðfesta og vísa til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn."
Sveitarstjórn samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 11.Tillaga að breyttum sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna til umræðu og samþykktar ===
2204068
Afgreiðsla 616. fundar byggðarráðs: "Byggðarráð fellst á að í drögum að eigendastefnu Faxaflóahafna felast að flestu leyti umbætur í stjórnarháttum félagsins. Þar má nefna í upplýsingagjöf, samskiptum og fyrirkomulagi ákvarðanatöku. Byggðarráð telur breytt fyrirkomulag stjórnarkjörs þó vera afturför m.t.t. hagsmuna minnstu hluthafa. Byggðarráð gerir ráð fyrir að í framhaldinu verði stigin frekari umbótaskref með hagsmuni eigenda í huga og vonast til að það samtal verði tekið áfram á vettvangi stjórnar og eigenda Faxaflóahafna. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita framlögð drög að eigendastefnu Faxaflóahafna með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir drög að eigendastefnu Faxaflóahafna og felur sveitarstjóra að undirrita. Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og hefði viljað að hagmunir minni hluthafa hefðu verið ávarpaðir með skýrari hætti en gert var í vinnu við eigendastefnu og endurskoðun sameignarfélagssáttmála Faxaflóahafna. Drög að nýrri eigendastefnu eru hins vegar að flestu leyti framfaraskref í stjórnarháttum Faxaflóahafna. Borgarbyggð bindir vonir við að ný eigendastefna leggi grunninn að frekara samtali um þróun rekstrar og efnahags Faxaflóahafna til hagsbóta fyrir eigendur og íbúa.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku LBÁ og DS.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku LBÁ og DS.
=== 12.Girðing fyrir landi Haukagils ===
2111205
Afgreiðsla frá 616. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir að Fjallskilanefnd Þverárréttar taki þátt í endurgerð girðingarinnar í samræmi við framlagt erindi og vísar til fjárhagsáætlunar 2023."
Sveitarstjórn samþykkir að fjallskilanefnd Þverárréttar taki þátt í endurgerð girðingar fyrir landi Haukagils.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 13.Tillaga um breytingu skilmála EIB láns Orkuveitu Reykjavíkur ===
2211227
Afgreiðsla 616. fundar byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir skilmálabreytingu á lánasamningi við Evrópska fjárfestingarbankann (EIB) nr. 85.062 að fjárhæð 70 m.EUR og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að skilmálabreytingu á lánasamningi Orkuveitu Reykjavíkur við Evrópska fjárfestingarbankann (EIB).
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 14.Gjaldskrá slökkviliðs 2023 ===
2210116
Afgreiðsla frá 616. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá Slökkviliðs Borgarbyggðar og vísar til fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá Slökkviliðs Borgarbyggðar fyrir árið 2023.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 15.Málefni Hugheima ===
2007049
Afgreiðsla frá 616. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir að skipa Evu Margréti Jónudóttur í stjórn Hugheima."
Sveitarstjórn samþykkir skipan Evu Margrétar Jónudóttur í stjórn Hugheima.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 16.Erindisbréf Umhverfis-og landbúnaðarnefndar ===
2206072
Afgreiðsla 40. fundar umhverfis-og landbúnaðarnefndar: "Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar málinu til sveitarstjórnar til endanlegrar samþykktar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 17.Gjaldskrá Skipulags- og byggingardeildar 2022 ===
2111243
Afgreiðsla 47. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða gjaldskrá byggingarfulltrúa og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar. Samþykkt með meirihluta atkvæða. Hjá sitja LS og FA."
Logi Sigurðsson leggur fram eftirfarandi bókun f.h. minnihluta sveitarstjórnar: Með leyfi forseta legg ég fyrir hönd minnihluta sveitastjórnar fram eftirfarandi bókun vegna Gjaldskrár Skipulags- og byggingardeildar 2022 :
"Þjónustugjöld sem þessi eiga að standa undir þeim kostnaði sem til fellur vegna leyfisveitinga og úttekta við byggingarframkvæmdir ? en ekki má innheimta meira heldur en sem kostnaði við það nemur. Við gerð gjaldskráa hjá sveitarfélaginu skal gæta jafnræðis og leitast við að jafna hlut íbúa sama hvar í sveitarfélaginu þeir búa. Í gjaldskrá þessari er gert ráð fyrir til viðbótar við þjónustugjöld greiðist tímagjald kr. 14.500 kr./klst. vegna aksturs til og frá úttektarstað auk akstursgjalds sem miðast við 129 kr./km. Þessu má líkja við sorphirðugjöld en þau eru lögð á þannig að þau eru eins sama hvar í sveitafélaginu þú býrð, þó svo að raunkostnaður við að sækja sorp í dreifbýli sé meiri heldur en í þéttbýli.
Minnihluti sveitastjórnar mótmælir að tíma og akstursgjald skuli skuli vera sett inn í gjaldskrána núna en hingað til hefur þetta ekki verið í henni, réttar væri sá tími sem fer í akstur væri feldur inn í þjónustugjöldin til þess að jafna hlut íbúa sama hvar þeir eru að framkvæma í sveitafélaginu."
Forseti sveitarstjórnar leggur til eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá byggingarfulltrúa.
Samþykkt með meirihluta atkvæða. Hjá sitja LBÁ, TDH, LS, SG.
Til máls tóku LS, DS.
"Þjónustugjöld sem þessi eiga að standa undir þeim kostnaði sem til fellur vegna leyfisveitinga og úttekta við byggingarframkvæmdir ? en ekki má innheimta meira heldur en sem kostnaði við það nemur. Við gerð gjaldskráa hjá sveitarfélaginu skal gæta jafnræðis og leitast við að jafna hlut íbúa sama hvar í sveitarfélaginu þeir búa. Í gjaldskrá þessari er gert ráð fyrir til viðbótar við þjónustugjöld greiðist tímagjald kr. 14.500 kr./klst. vegna aksturs til og frá úttektarstað auk akstursgjalds sem miðast við 129 kr./km. Þessu má líkja við sorphirðugjöld en þau eru lögð á þannig að þau eru eins sama hvar í sveitafélaginu þú býrð, þó svo að raunkostnaður við að sækja sorp í dreifbýli sé meiri heldur en í þéttbýli.
Minnihluti sveitastjórnar mótmælir að tíma og akstursgjald skuli skuli vera sett inn í gjaldskrána núna en hingað til hefur þetta ekki verið í henni, réttar væri sá tími sem fer í akstur væri feldur inn í þjónustugjöldin til þess að jafna hlut íbúa sama hvar þeir eru að framkvæma í sveitafélaginu."
Forseti sveitarstjórnar leggur til eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá byggingarfulltrúa.
Samþykkt með meirihluta atkvæða. Hjá sitja LBÁ, TDH, LS, SG.
Til máls tóku LS, DS.
=== 18.Mávaklettur 10 - Umsókn um byggingarleyfi ===
2211059
Afgreiðsla 47. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að synja erindinu þar sem áætluð bygging gengur út fyrir byggingareit og færi yfir hámarksnýtingarhlutfall lóðar. Í breytingu er gerð var á aðalskipulagi varðandi lóðina er hámarksbyggingarmagn skilgreint og á lóðarblaði er byggingarreitur skilgreindur."
Sveitarstjórn telur ekki hægt að taka jákvætt í erindið og staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar. Taka ber fram að lóðarhafa er þrátt fyrir það frjálst að óska eftir breytingu á aðalskipulagi til þess að breyta þeim viðmiðunum sem fram koma í aðalskipulagi á umræddri lóð. Slík breytingartillaga, kæmi hún fram færi í lögformlegt ferli skv. skipulagslögum og til umsagnar hjá lögbundnum umsagnaraðilum og öðrum hagsmunaaðilum, s.s. aðliggjandi lóðarhöfum.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku LBÁ, DS.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku LBÁ, DS.
=== 19.Breiðabólsstaður 2 í Reykholtsdal L186488 - íbúðarbyggð - Breyting á aðalskipulagi ===
2202090
Afgreiðsla 47. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða breytingu á landnotkun 35 ha svæðis í landi Breiðabólsstaðar II skv. 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nefndin leggur einnig til að sveitarstjórn samþykki til auglýsingar framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar. Ekki er talið að það land sem mun breyta um landnotkun sé stærra en þörf krefur né hafi áhrif á aðlæg landbúnaðarsvæði."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins í landi Breiðabólsstaðar II skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga, sem auglýst verði skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 20.Gjaldskrá Safnahúss Borgarfjarðar 2023 ===
2211149
Afgreiðsla 41. fundur atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar:
"Gjaldskrá Safnahúss Borgarfjarðar 2023 - 2211149
Framlögð gjaldskrá fyrir sölusýningar í Hallsteinssal árið 2023.
Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála kemur á fundinn.
Nefndin telur mikilvægt að innheimta gjald fyrir sölusýningar. Hér er átt við kostnað
starfsmanns að aðstoða við uppsetningu sýningar og halda utan um þá vinnu sem felst í
að hafa slíka sýningu uppi.
Nefndin samþykkir framlagða gjaldskrá með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar."
"Gjaldskrá Safnahúss Borgarfjarðar 2023 - 2211149
Framlögð gjaldskrá fyrir sölusýningar í Hallsteinssal árið 2023.
Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála kemur á fundinn.
Nefndin telur mikilvægt að innheimta gjald fyrir sölusýningar. Hér er átt við kostnað
starfsmanns að aðstoða við uppsetningu sýningar og halda utan um þá vinnu sem felst í
að hafa slíka sýningu uppi.
Nefndin samþykkir framlagða gjaldskrá með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar fyrir árið 2023.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók EMJ.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók EMJ.
=== 21.Fyrirspurn um frítt í sund fyrir öll börn ===
2212008
Afgreiðsla frá 132. fundi velferðarnefndar: "Nefndin leggur til að börn með umönnunarkort og fylgdarmanneskja fái frítt í sundlaugar sveitarfélagsins óháð lögheimili. Erindinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir að börn með umönnunarkort ásamt fylgdarmanneskju fái frítt í sundlaugar sveitarfélagsins óháð lögheimilii.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 22.Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 ===
2211008F
Fundargerðin framlögð.
- 22.1 2206062
[Fjárhagsáætlun 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#2206062)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Farið var yfir helstu gjaldskrár. Því var vísað til sveitarstjóra að leggja drög að útfærslu gjaldskráa þannig að þær endurspegli raunkostnað, hækkun undirliggjandi verðlags og breytingar á regluverki sem leiðir af sér hækkun kostnaðar.
- 22.2 2211020
[Ágangsfé - beiðni um smölun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#2211020)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Byggðarráð hefur kynnt sér álit umboðsmanns Alþingis. Ljóst er að umboðsmaður hyggst beina því til innviðaráðuneytis að taka leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis er varða málefnið í heild sinni til endurskoðunar. Borgarbyggð mun fylgjast grannt með niðurstöðu þeirrar vinnu. Sveitarfélagið reynir í hvívetna að fylgja lögum, reglum og leiðbeiningum, t.d. frá ráðuneyti um fyrirkomulag smölunar. Á grundvelli fyrri fordæma telur byggðarráð varhugavert að íhlutast sérstaklega um smölun við þessar aðstæður og hafnar því beiðninni.
TH áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis um smölun ágangsfjár á heimalöndum má telja kröfu ábúenda á Hafþórsstöðum réttmæta og byggðarráði ekki stætt að firra sveitarfélagið ábyrgð á að hlutast til um smölun ágangsfjár.
Í lögum stendur skýrum stöfum að sveitarfélagið eigi að hlutast til um smölun ágangsfjár, hvort sem það kemur af afrétti eða úr heimalandi. Í 31 gr. laga nr. 6/1986 stendur að ef fé kemur af afrétti, skal sveitarsjóður eða fjallskilasjóður greiða fyrir smölun. Einnig er skýrt í 33. gr. laga nr. 6/1986 að kostnað af slíkri smölun ber eigandi fjársins komi búfé úr heimalandi. Þrátt fyrir að sveitarfélagið skyldi ekki ábúendur til þess að reka fé á afrétt þýðir það þó ekki að sveitarfélagið eigi að bera kostnað af smölun ágangsfjár, þó það sé skylda sveitarfélagsins að hlutast til um smölunina.
Ljóst er að í tilviki ábúenda á Hafþórsstöðum þarf þeirra atvinnurekstur að láta í minni pokann fyrir annarri atvinnugrein, sem fulltrúa Vinstri grænna þykir miður enda hlýtur það að vera markmið sveitarfélagsins að efla atvinnu uppbyggingu og fjölbreytileika hennar innan sveitarfélagsins.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Á fundinn komu Hrafnhildur Tryggvadóttur, deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála, og Þorsteinn Viggósson og Pétur Ísleifur Sumarliðason frá Fjallskilanefnd Brekku- og Svignaskarðsréttar. Byggðarráð samþykkir framlagt samkomulag um yfirfærslu á eignarhaldi, viðhaldi og vörslu Ystutungugirðingar frá Skógræktinni til Borgarbyggðar. Sveitarstjóra falið að undirrita samkomulagið.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Byggðarráð samþykkir samvinnu Borgarbyggðar við Hvalfjarðarsveit um uppbyggingu á barnaverndarþjónustu og felur sveitarstjóra að sækja um undanþágu til mennta- og barnamálaráðuneytis frá 6.000 manna íbúafjölda
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Byggðarráð telur mikilvægt að bregðast við skorti á leikskólaplássi og samþykkir að keyptar verði fimm gámaeiningar og settar við leikskólann Ugluklett. Með þeim hætti verður hægt að taka inn leikskólabörn af biðlista um áramótin. Þá vill byggðarráð árétta að í yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir því að fara í hönnun á stækkun leikskólans Uglukletts árið 2023 og framkvæmdir árið 2024. Sveitarstjóra falið að gera kostnaðaráætlun og leggja fyrir byggðaráð með drögum að viðauka við fjárhagsáætlun 2022 ef þarf til.
- 22.6 2211019
[Starfsumhverfi leikskóla - jól 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#2211019)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Byggðarráð samþykkir að veita þeim foreldrum sem kjósa að senda ekki börn sín í leikskóla á milli jóla og nýárs afslátt eða niðurfellingu á leikskóla- og fæðisgjöldum 27. ? 30. desember 2022 og felur sveitarstjóra að útfæra í samráði við leikskólastjóra.
Eins og fram kemur í erindi leikskólastjóra eru ýmsar áskoranir í rekstrarumhverfi leikskóla. Svigrúm kennara til orlofs er mismunandi milli leikskóla og grunnskóla. Samræming leyfisbréfa hefur aukið þrýsting á mönnun leikskóla. Eins og fram kemur í bókun frá 214. fundi fræðslunefndar þá er frítökuréttur fyrst og fremst kjaramál og slík mál eru leidd til lykta í samningum sveitarfélaga og stéttarfélaga og Borgarbyggð fylgir þeim samningum og þróun þeirra. Borgarbyggð er tilbúið til áframhaldandi viðræðu um þróun opnunartíma og sveigjanleika í dvalartíma og mannahaldi. Sveitarfélagið er hins vegar ekki reiðubúið að taka einhliða skref sem skerðir þjónustu við börn og aðstandendur þeirra. Byggðarráð lítur á erindi leikskólastjóra sem hluta af samtali sem haldið verður áfram með.
- 22.7 2101082
[Skólastefna Borgarbyggðar 2021 ->](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#2101082)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Byggðarráð samþykkir að skipa Fjólu Benediktsdóttur, Kristínu Gísladóttur, Kristínu Einarsdóttur, Eðvar Ólaf Traustason, Þórunni Unni Birgisdóttur og Ragnhildi Evu Jónsdóttur í starfshóp til frekari vinnu með skólastefnu sveitarfélagsins.
Fundarhlé gert kl. 12.15
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Fundur hefst á ný kl. 13.20
Byggðarráð samþykkir að skipaður verði fimm manna vinnuhópur sem hefur það að markmiði að koma með tillögur að framtíðarsýn á svæðinu í og við golfvöllinn á Hamri. Sveitarstjóra falið að útbúa erindisbréf m.v. umræður og óska eftir tilnefningu tveggja fulltrúa frá GB. Byggðarráð sér ekki fyrir sér að um launað verkefni sé að ræða að sitja í þessum vinnuhóp.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Byggðarráð samþykkir að farið verði í kaup á færanlegum fundarrýmum, skilrúmum og gardínum á grundvelli framlagðrar kostnaðaráætlunar
- 22.10 2211091
[Fjárhagsáætlun 2023 - menningarmál og kynningarmál](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#2211091)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Byggðarráð þakkar gott og metnaðarfullt starf. Farið var yfir uppbyggingu safna og áherslur í þróun safnastarfs. Ræddar voru ýmsar hugmyndir um aukna nýtingu og samnýtingu. Samhljómur var um að mikilvægt væri að leggja áherslu á bæta nýtingu. Farið var yfir kostnað og afkomu félagsheimila og ljóst að leggja þarf í vinnu við að einfalda þá starfsemi. Farið var yfir helstu áherslur í kynningarmálum fyrir sveitarfélagið. Hluti áætlaðs kostnaðarauka er til kominn vegna þróunar á heimasíðu sem áformað er að halda áfram með á árinu. Þá er áætlað að leggja í vinnu við nýja atvinnustefnu fyrir sveitarfélagið. Eins og í öðrum málaflokkum eru áætlunum vísað til frekari umræðu í tengslum við fjárhagsáætlun.
- 22.11 2210112
[Fjárhagsáætlun fyrir tómstundir 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#2210112)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Byggðarráð þakkar gott og metnaðarfullt starf. Hækkun áætlaðs kostnaðar er út af launakostnaði bæði í Frístund og Óðali. Rætt var um fjölgun stöðugilda, hækkun launakostnaðar vegna vanáætlunar árið áður og tilkomu forstöðumanns í Óðali. Fjöldi barna í Frístund í Borgarnesi er 85, börn í Frístund á Hvanneyri eru 21 og 10 á Kleppjárnsreykjum. Umfang þjónustu hefur aukist samhliða óskum eftir fjölbreyttari framboð tómstunda fyrir börn og unglinga. Eins og í öðrum málaflokkum eru áætlunum vísað til frekari umræðu í tengslum við fjárhagsáætlun.
- 22.12 1611229
[Þjóðlendukröfur - niðurstöður óbyggðanefndar á svæði 8B](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#1611229)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Byggðarráð heimilar að leitað verði áfrýjunarleyfis til Hæstaréttar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
- 22.13 1911092
[Uppsögn sveitarstjóra](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#1911092)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Nú hefur verið staðfest á tveimur dómsstigum að rétt var staðið að uppsögn fyrrverandi sveitarstjóra. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þriggja mánaða uppsagnarfrestur teldist ekki til umsamins sex mánaða biðlaunatíma, heldur teldist biðlaunatími fyrst byrja að líða að loknum uppsagnarfresti, og því ætti fyrrum sveitarstjóri rétt á orlofi í uppsagnarfresti.
Dómurinn staðfestir öll sjónarmið Borgarbyggðar að öðru leyti og kemur því verulega á óvart að sveitarfélaginu sé gert að bera svo háan málskostnað. Byggðarráð telur rétt að leita eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem niðurstaðan hefur almennt fordæmisgildi um hvernig túlka beri samningsákvæði um biðlaunarétt. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
- 22.14 2112049
[Húsnæðismál slökkviliðs á Hvanneyri](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#2112049)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við LBHI um leigu á húsnæði fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar á grundvelli þeirra samskipta sem átt hafa sér stað á milli aðila.
- 22.15 2201142
[Flatahverfi- gatnagerð- útboðsgögn, verðfyrirspurn](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#2201142)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Borgarverks í verkefni um gatnagerð í Flatahverfi á Hvanneyri og felur sveitarstjóra að undirrita samninga á grundvelli tilboðsins.
- 22.16 2211090
[Tilkynning um forkaupsrétt - Sólbakki 4](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#2211090)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið nýti ekki forkaupsrétt sinn í fasteignina Sólbakka 4 og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
- 22.17 2211039
[Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#2211039)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Byggðarráð tilnefnir Guðveigu Eyglóardóttur sem fulltrúa Borgarbyggðar og Thelmu Harðardóttur til vara.
- 22.18 2211048
[Beiðni um styrk - jólaútvarp 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#2211048)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Byggðarráð tekur undir bókun fræðslunefndar og samþykkir styrkbeiðni Nemendafélagins.
- 22.19 2205140
[Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#2205140)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Byggðarráð þakkar Erlu Rún fyrir gott starf og tilnefnir Guðveigu Eyglóardóttur í fræðslunefnd í hennar stað.
- 22.20 2201097
[Umsagnarmál f. Alþingi 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#2201097)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Umsagnarmál lagt fram.
- 22.21 2202059
[Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#2202059)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Fundargerð lögð fram
- 22.22 2210119
[Fundargerðir Faxaflóahafna 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18840#2210119)Byggðarráð Borgarbyggðar - 614 Fundargerð lögð fram
=== 23.Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 ===
2211018F
Fundargerðin framlögð.
- 23.1 2209236
[Eignasjóður almennt viðhald](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2209236)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Flosi Sigurðsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mætti til fundarins. Hjá Borgarbyggð fer fram greining og umræða um hvernig efnahagsreikningur og fjárbinding sveitarfélagsins styður við kjarnastarfsemi þess. Byggðarráð vísar til sveitarstjóra að taka safn félagslegs húsnæðis sveitarfélagsins til skoðunar með það fyrir augum að auka dreifingu og að það endurspegli betur þá tegund húsnæðis sem spurn er eftir. Sala eigna kemur til greina. Vísað er til sveitarstjóra hefja samtal við meðeigendur sveitarfélagsins að félagsheimilum með nýtingu og eignarhald til framtíðar í huga. Vísað er til sveitarstjóra að gera tillögu um hvar hefja skuli leit að samstarfsaðilum til lengri eða skemmri tíma með langtímaleigu í huga. Varðandi skólahúsnæði er vísað til yfirstandandi vinnu með skólastefnu Borgarbyggðar og væntanlegrar niðurstöðu hennar. M.v. fjárfestingaráætlun sem kynnt var við fyrri umræðu er fyrirsjáanlegt að fjárfesting í skólahúsnæði mun aukast verulega á næstu árum svo sem með endurnýjun Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og stækkun Uglukletts. Eðlilegt er að samhliða sé skoðað hvar hægt er að draga úr fjárbindingu í skólahúsnæði og fækka fermetrum.
- 23.2 2209236
[Eignasjóður almennt viðhald](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2209236)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Byggðarráð felur sveitarstjóra að útfæra samninga við verktaka um viðhald á eignum sveitarfélagsins í samræmi við umræður á fundinum og koma á samningum til þess að tryggja aðgang sveitarfélagsins að iðnaðarmönnum vegna viðhalds.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Rekstraráætlun Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir næstu þrjú ár framlögð.
- 23.4 2206062
[Fjárhagsáætlun 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2206062)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Byggðarráð felur sveitarstjóra að meta áhrif af því að miðað verði við að jafnaði 7,5% hækkun gjaldskráa sveitarfélagsins. Það er undir almennri verðlagsþróun og nærri verðlagsþróun án húsnæðisliðar og í lægri kantinum m.v. framlagðar hugmyndir að gjaldskrárbreytingum í stærstu sveitarfélögum landsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra sömuleiðis að meta áhrif af óbreyttri álagningarprósentu íbúðarhúsnæðis frá því sem nú er og sömuleiðis að meta áhrif af óbreyttu álagningarhlutfalli atvinnuhúsnæðis.
- 23.5 2209240
[Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2209240)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja vinnu við gerð verðfyrirspurna vegna snjómoksturs í dreifbýli á grundvelli framlagðra verðfyrirspurnargagna.
- 23.6 2211102
[Framkvæmdir við tjaldsvæðið Varmalandi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2211102)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir nánari útskýringum á einstaka liðum í tillögum Landamerkja og vinna að samkomulagi í framhaldinu. Almennt fellur það vel að áherslum í rekstri Borgarbyggðar að viðhald eigna sé i höndum leigutaka þegar því er við komið.
- 23.7 1903085
[Íbúðarhúsnæði - stofnframlög](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#1903085)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Byggðarráð samþykkir að draga til baka umsókn um stofnframlag til HMS vegna uppbyggingar á íbúðarhúsnæði sbr. umfjöllun á 611. fundi byggðarráðs. Vinna við húsnæðisstefnu stendur nú yfir hjá sveitarfélaginu og er vísað til sveitarstjóra að hefja undirbúning að umsókn sem senda má til HMS vorið 2023.
- 23.8 2211164
[Umsókn um lóð - Fjóluklettur 10](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2211164)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Byggðarráð úthlutar lóðinni Fjólukletti 10 í Borgarnesi til Snæbjörns Þórs Ingvarssonar.
Flosi Sigurðsson vék af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
- 23.9 2211144
[Starfsmannakönnun ráðhúss Borgarbyggðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2211144)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Byggðarráð þakkar góða yfirferð. Mikilvægt er að vakta með reglulegum athugunum líðan á vinnustöðum en könnun sem þessi er nú framkvæmd í annað sinn.
- 23.10 2211125
[Ráðning sviðsstjóra stjórnsýslusviðs](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2211125)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Lagt fram til kynningar.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Lagt fram til kynningar og verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi byggðarráðs að viku liðinni.
- 23.12 2205118
[Ábendingagátt](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2205118)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Byggðarráð þakkar Maríu Neves samskiptastjóra fyrir góða kynningu. Ábendingargáttin er til þess fallin að auðvelda íbúum að koma erindum á framfæri við sveitarfélagið. Byggðarráð bindur sömuleiðis vonir við að eftirfylgni ábendinga verði enn betri í framhaldinu. Ný ábendingargátt er mikilvægt skref í þróun stafrænnar stjórnsýslu.
- 23.13 2205062
[Holtavörðuheiðarlína 1, kynning á stöðu](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2205062)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Byggðarráð þakkar góða kynningu. Um er að ræða framkvæmd sem snertir hagsmuni íbúa víða í sveitarfélaginu og sveitarfélagið í heild. Mikilvægt er að vel sé staðið að samráði við aðila. Af kynningu að dæma leggur Landsnet mikla áherslu á slíkt samráð og hyggst gera það áfram í gegnum verkferlið. Fyrirhugaður er fundur með landeigendum, verkefnaráði og öðrum hagaðilum 5. desember n.k. á Hótel Hamri.
- 23.14 2210195
[Umsókn um lokunarstyrk.](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2210195)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Byggðarráð samþykkir beiðni Golfklúbbs Borgarness um 1,5 m.kr. lokunarstyrk að því tilskyldu að fullnægjandi gögn séu framlögð og felur sveitarstjóra að ljúka málinu.
- 23.15 1907031
[Jafnréttisáætlun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#1907031)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Samantekt lögð fram. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna frekari greiningu og kynna fyrir byggðarráði. Brynja Þorsteinsdóttir vék af fundi að afloknum þessum dagskrárlið og Thelma Harðardóttir kom í hennar stað.
- 23.16 2211075
[Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarf](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2211075)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Byggðarráð þakkar erindið en því miður er ekki svigrúm til þess að samþykkja styrkbeiðni að svo komnu máli.
Eðvarð Traustason vék af fundi að loknum þessum dagskrárlið.
- 23.17 2211094
[Krafa um smölun sauðfjár á Steindórsstöðum og Rauðsgili](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2211094)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Góðir búskaparhættir fela í sér að sauðfé er sett á afrétt eða sumarhaga eftir sauðburð. Afréttir eru smalaðir til rétta að hausti og síðan er gert ráð fyrir að heimalönd séu smöluð eftir það á skipulegan hátt. Þegar þessum haustverkum er lokið þá ber umráðamanni sauðfjár að viðhafa daglegt eftirlit og umhirðu um sauðfé sitt. Ábyrgð á þessu ferli liggur hjá umráðamönnum sauðfjár, landeigendum, sveitarfélagi og búfjáreftirlitsaðilum. Byggðarráð vísar til umhverfis- og landbúnaðarnefndar að skoða og skýra hlutverk allra aðila þ.e. sveitarfélags, búfjáreftirlits, landeiganda og umráðamanna sauðfjár og gera tillögur að úrbótum ef þurfa þykir. Þetta er mikið verkefni sem þarf að vinna vel en samt nauðsynlegt verk til að íbúar sveitarfélagsins geti búið í sátt og samlyndi til framtíðar og allir með sitt hlutverk á hreinu. Byggðarráð vekur athygli á að til stendur að endurskoða fjallskilasamþykkt Borgarbyggðar, Akraness, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Líkt og fram kemur í bókun frá 614. fundi byggðarráðs þá hefur umboðsmaður Alþingis mælst til þess að leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis er varða málaflokkinn verði endurskoðaðar. Borgarbyggð mun fylgjast grannt með niðurstöðu þeirrar vinnu. Sveitarfélagið reynir í hvívetna að fylgja lögum, reglum og leiðbeiningum, t.d. frá ráðuneyti um fyrirkomulag smölunar.
Á grundvelli fyrri fordæma telur byggðarráð varhugavert að íhlutast sérstaklega um smölun nema við sérstakar aðstæður. Þar sem langt er liðið árs og ljóst að niðurstaða vinnu umhverfis- og landbúnaðarnefndar eða ráðuneytis er ekki væntanleg í bráð þá mun Borgarbyggð íhlutast um að smalað verði fé í þetta sinn enda velferð dýra í húfi og við þessar aðstæður hefur sveitarfélagið heimild til íhlutunar.
- 23.18 2211143
[Áskorun frá eiganda jarðarinnar Króks um smölun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2211143)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Góðir búskaparhættir fela í sér að sauðfé er sett á afrétt eða sumarhaga eftir sauðburð. Afréttir eru smalaðir til rétta að hausti og síðan er gert ráð fyrir að heimalönd séu smöluð eftir það á skipulegan hátt. Þegar þessum haustverkum er lokið þá ber umráðamanni sauðfjár að viðhafa daglegt eftirlit og umhirðu um sauðfé sitt. Ábyrgð á þessu ferli liggur hjá umráðamönnum sauðfjár, landeigendum, sveitarfélagi og búfjáreftirlitsaðilum. Byggðarráð vísar til umhverfis- og landbúnaðarnefndar að skoða og skýra hlutverk allra aðila þ.e. sveitarfélags, búfjáreftirlits, landeiganda og umráðamanna sauðfjár og gera tillögur að úrbótum ef þurfa þykir. Þetta er mikið verkefni sem þarf að vinna vel en samt nauðsynlegt verk til að íbúar sveitarfélagsins geti búið í sátt og samlyndi til framtíðar og allir með sitt hlutverk á hreinu. Byggðarráð vekur athygli á að til stendur að endurskoða fjallskilasamþykkt Borgarbyggðar, Akraness, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Líkt og fram kemur í bókun frá 614. fundi byggðarráðs þá hefur umboðsmaður Alþingis mælst til þess að leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis er varða málaflokkinn verði endurskoðaðar. Borgarbyggð mun fylgjast grannt með niðurstöðu þeirrar vinnu. Sveitarfélagið reynir í hvívetna að fylgja lögum, reglum og leiðbeiningum, t.d. frá ráðuneyti um fyrirkomulag smölunar.
Á grundvelli fyrri fordæma telur byggðarráð varhugavert að íhlutast sérstaklega um smölun nema við sérstakar aðstæður. Þar sem langt er liðið árs og ljóst að niðurstaða vinnu umhverfis- og landbúnaðarnefndar eða ráðuneytis er ekki væntanleg í bráð þá mun Borgarbyggð íhlutast um að smalað verði fé í þetta sinn enda velferð dýra í húfi og við þessar aðstæður hefur sveitarfélagið heimild til íhlutunar.
- 23.19 2201097
[Umsagnarmál f. Alþingi 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2201097)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Tillaga til þingsályktunar framlögð.
- 23.20 2211104
[Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga í samráðsgátt](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2211104)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Tilkynning framlögð.
- 23.21 2211123
[Menntaskóli Borgarfjarðar fundagerðir 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18845#2211123)Byggðarráð Borgarbyggðar - 615 Fundargerðir framlagðar.
=== 24.Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 ===
2211029F
Sveitarstjórn Borgarbyggðar leggur eftirfarandi tillögu fyrir eigendafund Orkuveitu Reykjavíkur dags. 9. desember 2022.:
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hvetur eigendafund Orkuveitu Reykjavíkur til að beina því til stjórnar OR að leggja aukna áherslu á rannsóknir, framleiðslu og sölu á heitu og köldu vatni.
Mannfjöldaspár fyrir Ísland og áform um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á starfsvæði Orkuveitu Reykjavíkur kalla á aukna eftirspurn eftir heitu og köldu vatni. Tækifæri til nýsköpunar í atvinnulífi, svo sem í matvælaframleiðslu, heilsutengdri starfsemi og ferðaþjónustu velta á greiðu aðgengi að jarðhita og hreinu köldu vatni. Þá má ætla að beislun jarðhita gegni lykilhlutverki í orkuskiptum í húshitun.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar styður umræðu um skynsama nýtingu á jarðhita hér á landi en hvetur um leið til þess að enn kraftmeiri skref séu stigin í þá átt að tryggja nægt framboð til framtíðar.
Samþykkt samhljóða.
Guðveig Eyglóardóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á eigendafundi OR.
Samþykkt samhljóða.
- 24.1 2206062
[Fjárhagsáætlun 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18847#2206062)Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs ræddi breytingar sem gerðar hafa verið á forsendum fjárhagsáætlunar í framhaldi af síðasta fundi byggðarráðs og vinnufundum sveitarstjórnar. Miðað er við að jafnaði 7,5% hækkun gjaldskráa nema þar sem leiðir af breytingum á regluverki, svo sem í úrgangsmálum. Ljóst er að breyting á regluverki kallar á mikla kynningu fyrir íbúum landsins, ekki síst hvernig þeir geta stuðlað að lækkun eigin sorphirðugjalda. Enn er talsverð óvissa tengd útfærslu um land allt. Við vinnslu gjaldskrár var tekið mið af gjaldskrá þeirra sveitarfélaga sem þegar hafa tekið upp breytt fyrirkomulag. Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála sat fundinn við umræðu um gjaldskrá úrgangsmála.
Gert er ráð fyrir að álagningarprósenta fasteignaskatts verði óbreytt milli ára.
Fjárfestingaráætlun hefur verið lækkuð lítið eitt yfir tímabilið frá fyrri umræðu og stórir liðir hliðrast. Ekki verður þó hægt á hönnunarferli og miðað við að bregðast megi hratt við í fjárfestingum í samræmi við aðstæður.
- 24.2 2210116
[Gjaldskrá slökkviliðs 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18847#2210116)Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá Slökkviliðs Borgarbyggðar og vísar til fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar.
- 24.3 2208021
[Breyting á samþykktum Borgarbyggðar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18847#2208021)Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Byggðarráð samþykkir framlagðar breytingartillögur á samþykktum Borgarbyggðar og vísar til sveitarstjórnar til fyrri umræðu. Breytingartillögur sem gerðar eru á viðauka eru til þess fallnar að auka skilvirkni í afgreiðslu á skipulags- og byggingarmálum.
- 24.4 2207012
[Húsverðir í Borgarbyggð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18847#2207012)Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Byggðarráð tekur vel í framlagðar hugmyndir um skipan húsvarðamála í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra er falið að leggja til mótaðar hugmyndir til breytinga á fyrirkomulaginu eftir samráð við forstöðumenn.
- 24.5 2211226
[Viðræður við Tekta vegna lóðamála](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18847#2211226)Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Byggðarráði kynnt staða viðræðna og sveitarstjóra falið að ljúka málinu í samræmi við umræðu á fundi og leggja niðurstöðu fyrir byggðarráð.
- 24.6 2211232
[Krafa vegna Mávakletts 10](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18847#2211232)Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Byggðarráði kynnt staða málsins og sveitarstjóra falið að ljúka málinu í samræmi við umræðu á fundi og leggja niðurstöðu fyrir byggðarráð.
- 24.7 2111205
[Girðing fyrir landi Haukagils](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18847#2111205)Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Byggðarráð samþykkir að Fjallskilanefnd Þverárréttar taki þátt í endurgerð girðingarinnar í samræmi við framlagt erindi og vísar til fjárhagsáætlunar 2023.
- 24.8 2211231
[Formlegur eigendafundur OR 2. des 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18847#2211231)Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Formlegum eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið frestað til 9. desember. Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Byggðarráð samþykkir skilmálabreytingu á lánasamningi við Evrópska fjárfestingarbankann (EIB) nr. 85.062 að fjárhæð 70 m.EUR og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Byggðarráð fellst á að í drögum að eigendastefnu Faxaflóahafna felast að flestu leyti umbætur í stjórnarháttum félagsins. Þar má nefna í upplýsingagjöf, samskiptum og fyrirkomulagi ákvarðanatöku. Byggðarráð telur breytt fyrirkomulag stjórnarkjörs þó vera afturför m.t.t. hagsmuna minnstu hluthafa. Byggðarráð gerir ráð fyrir að í framhaldinu verði stigin frekari umbótaskref með hagsmuni eigenda í huga og vonast til að það samtal verði tekið áfram á vettvangi stjórnar og eigenda Faxaflóahafna. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita framlögð drög að eigendastefnu Faxaflóahafna með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Byggðarráð tekur undir að fagna beri þessum merkilega áfanga. Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við slökkviliðsstjóra um hvernig minnast bera áfangans með veglegum hætti.
- 24.12 2110065
[Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18847#2110065)Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Byggðarráð samþykkir þátttöku Borgarbyggðar í verkefni um sameiginlegt spjallmenni sveitarfélaga og vísar til fjárhagsáætlunar 2023.
- 24.13 2007049
[Málefni Hugheima](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18847#2007049)Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Byggðarráð samþykkir að skipa Evu Margréti Jónudóttur í stjórn Hugheima.
- 24.14 2110088
[Íþróttahús - Frumhönnun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18847#2110088)Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Byggðarráð samþykkir tillögu um skipan Bjarneyjar Bjarnadóttur (frkvst UMSB), Sigríðar Bjarnadóttur, Unnar Jónsdóttur og Sölva Gylfasonar sem fulltrúa UMSB og skipan Ingunnar Jóhannesdóttur, forstöðumanns íþróttamannvirkja, og Haraldar Más Stefánssonar fyrir hönd Grunnskólans í Borgarnesi. Ekki er greitt fyrir setu í notendaráði.
Bjarney Bjarnadóttur vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Flosi Sigurðsson og Eiríkur Ólafsson fóru af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
- 24.15 2211228
[Beiðni frá Samhug um stuðning vegna póstsendinga](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18847#2211228)Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Byggðarráð samþykkir beiðni Samhugs um að standa straum af kostnaði við útsendingu dreifibréfsins.
- Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Byggðarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd og felur sveitarstjóra að staðfesta og vísa til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.
- 24.17 2201097
[Umsagnarmál f. Alþingi 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18847#2201097)Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Málið lagt fram.
- 24.18 2202059
[Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18847#2202059)Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Fundargerð lögð fram
- 24.19 2202060
[Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/byggdarrad-borgarbyggdar/18847#2202060)Byggðarráð Borgarbyggðar - 616 Fundargerð lögð fram.
=== 25.Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 74 ===
2211002F
Fundargerð framlögð.
- 25.1 2206203
[Einkunnir - verkefni 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umsjonarnefnd-folkvangsins-i-einkunnum/18836#2206203)Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 74 Skógræktarfélagið hefur óskað eftir því að samkomulag um umhirðu í Einkunnum verði tekið til endurskoðunar. Stjórn félagsins mun taka saman tillögur um nýtt fyrirkomulag um samning í Einkunnum fyrir fund með nefndinni þann 9. janúar 2023.
Umsjónarnefnd Einkunna mun á sama tíma skoða mögulegar útfærslur á samstarfi um daglega umsjón og rekstur fólkvangsins.
- 25.2 2209193
[Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umsjonarnefnd-folkvangsins-i-einkunnum/18836#2209193)Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 74 Lagt fram.
- 25.3 2111053
[Afþreying í Einkunnum](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umsjonarnefnd-folkvangsins-i-einkunnum/18836#2111053)Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 74 Umsjónarnefnd telur mikilvægt að auka afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu og að Einkunnir sé ákjósanlegur staður til þess. Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir frekari gögnum, s.s. um mögulega samstarfsaðila og fleira. Þá er starfsmanni nefndarinnar falið að kanna hvort framkomnar hugmyndir geti fallið undir friðlýsingarskilmála fólkvangsins.
- 25.4 2211005
[Verkefnaáætlun 2023-2026](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umsjonarnefnd-folkvangsins-i-einkunnum/18836#2211005)Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 74 Umsjónarnefnd Einkunna felur starfsmanni að vinna áfram að verkefnaáætlun fólkvangsins í samræmi við umræður á fundinum.
- 25.5 2206062
[Fjárhagsáætlun 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umsjonarnefnd-folkvangsins-i-einkunnum/18836#2206062)Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum - 74 Lagt fram.
=== 26.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 39 ===
2211015F
Fundargerð framlögð.
Til máls tók SÓ.
Til máls tók SÓ.
- 26.1 2206070
[Umhverfisviðurkenningar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18842#2206070)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 39 Að lokinni skoðun og yfirferð um sveitarfélagið liggur fyrir hverjir hljóta umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar. Viðurkenningarnar verða veittar á fundi Umhverfis- og landbúnaðarnefndar þann 17. nóvember 2022.
=== 27.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 40 ===
2211001F
Fundargerð framlögð.
Til máls tók SÓ.
Til máls tók SÓ.
- 27.1 2206070
[Umhverfisviðurkenningar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18841#2206070)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 40 Fjölmargar tilnefningar bárust í öllum flokkum.
Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar:
Snyrtilegt bændabýli 2022: Gunnlaugsstaðir
Falleg lóð við íbúðarhúsnæði: Kjartansgata 20
Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði: Hótel Varmaland
Samfélagsviðurkenning umhverfis-og landbúnaðarnefndar: Steinunn Árnadóttir
- 27.2 2209240
[Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18841#2209240)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 40 Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir drög að verðfyrirspurnargögnum vegna snjómoksturs í dreifbýli með áorðnum breytingum og vísar málinu til byggðarráðs til umfjöllunar og samþykktar.
- 27.3 2206072
[Erindisbréf Umhverfis-og landbúnaðarnefndar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18841#2206072)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 40 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar málinu til sveitarstjórnar til endanlegrar samþykktar.
- 27.4 2206062
[Fjárhagsáætlun 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18841#2206062)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 40 Lagt fram.
- 27.5 2211078
[Gjaldskrár 2023 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18841#2211078)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 40 Erindinu er frestað, þar sem gögn liggja ekki fyrir.
- 27.6 2211079
[Hunda og kattahreinsun 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18841#2211079)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 40 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir að fyrirkomulag ormahreinsunar hunda-og katta í þéttbýli verði með sama hætti og undanfarin ár. Deildarstjóra falið að tímasetja og auglýsa á vefmiðlum sveitarfélagsins.
- 27.7 2210191
[Agenda 2030- Nordregio ráðstefna 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18841#2210191)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 40 Lagt fram.
- 27.8 2211086
[Starfsleyfi fyrir Sorpurðun Vesturlands](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18841#2211086)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 40 Lagt fram til kynningar.
- Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 40 Lagt fram.
=== 28.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 41 ===
2211020F
Fundargerð framlögð.
Til máls tóku SÓ og TDH.
Til máls tóku SÓ og TDH.
- 28.1 2211078
[Gjaldskrár 2023 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18848#2211078)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 41 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir gjaldskrár með áorðnum breytingum.
- 28.2 2211245
[Samtal við hestamannafélagið Borgfirðing](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18848#2211245)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 41 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd þakkar forsvarsmönnum hestamannafélagsins gott samtal. Nefndin óskar eftir að félagið sendi formlegt erindi þar sem fram koma mótaðar hugmyndir frá félaginu, sem nefndin getur tekið til afgreiðslu.
- 28.3 2210090
[Fyrirspurn vegna förgunar dýraleifa](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18848#2210090)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 41 Lagt fram.
- 28.4 2211253
[Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18848#2211253)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 41 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd gerir ráð fyrir að vinna við úttekt á málaflokknum sé umfangsmikil og kallar á talsverða gagnaöflun. Nefndin felur deildarstjóra umhverfis-og framkvæmdadeildar að hefja gagnaöflun og leggja fyrir næsta fund, í samræmi við umræður á fundinum.
- 28.5 2209240
[Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18848#2209240)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 41 Lagt fram.
- Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 41 Lagt fram.
- 28.7 2211251
[Útikennslustofa við Grunnskólann í Borgarnesi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/umhverfis-og-landbunadarnefnd/18848#2211251)Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 41 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd telur ekki ákjósanlegt að útikennslustofa verði færð í Skallagrímsgarð og tekur neikvætt í erindið. Í garðinum er ekki mikið pláss fyrir húsið, auk þess sem reynslan sýnir að athvarf sem þetta, á óupplýstu og fáförnu svæði, býður uppá óæskilega hegðun fólks. Ímynd Skallagrímsgarðs er mjög góð meðal heimamanna og gesta, og ekki þessi virði að taka áhættu í þeim efnum.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd samþykkir bókunina samhljóða en leggur til að erindinu verði vísað til byggðaráðs til afgreiðslu.
=== 29.Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 ===
2211026F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók DS.
Til máls tók DS.
- 29.1 2211095
[Álftárstekkur - Umsókn um stofnun lóða](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18849#2211095)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Álftárstekkur, stærð 369ha úr landinu Álftá L135989. Lóðin verður nýtt sem Landbúnaðarland.
- 29.2 2211202
[Hamrar L134722 - Umsókn um stofnun lóðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18849#2211202)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Hamrar 2, stærð 17,9ha úr landinu Hamrar L134722. Lóðin verður nýtt sem landbúnaðarland.
- 29.3 2211017
[Norðtunga 2b L215063 - Stækkun lóðar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18849#2211017)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun landspildunar sem mun síðar renna saman við Norðtungu 1b L215063, stærð 5,6ha úr landinu Norðtunga L134742. Lóðin verður nýtt sem Landbúnaðarland.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða breytingu á landnotkun 35 ha svæðis í landi Breiðabólsstaðar II skv. 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nefndin leggur einnig til að sveitarstjórn samþykki til auglýsingar framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.
Ekki er talið að það land sem mun breyta um landnotkun sé stærra en þörf krefur né hafi áhrif á aðlæg landbúnaðarsvæði.
- 29.8 2211233
[Breiðabólsstaður II L186488 - Deiliskipulag](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18849#2211233)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. 29.09.2022. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 29.9 2205134
[Galtarholt II - Breyting á deiliskipulagi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18849#2205134)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010. Breytingar voru gerðar með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.
- 29.10 2210293
[Galtarholt II - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18849#2210293)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags. DAGS. 23.11.2022. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 29.11 2211031
[Umsókn um framkvæmdaleyfi - vegur Drumbar L217105](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18849#2211031)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna breytingar á heimtengingu með vísan til framlagðra gagna.
- 29.12 2211059
[Mávaklettur 10 - Umsókn um byggingarleyfi](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18849#2211059)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að synja erindinu þar sem áætluð bygging gengur út fyrir byggingareit og færi yfir hámarksnýtingarhlutfall lóðar. Í breytingu er gerð var á aðalskipulagi varðandi lóðina er hámarksbyggingarmagn skilgreint og á lóðarblaði er byggingarreitur skilgreindur.
- 29.13 2211254
[Hraunsás III - Fyrirspurn um skipulagsmál - lnr 204514](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18849#2211254)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Skipulags- og byggingarnefnd telur að landið sem um ræðir sé viðkvæmt með tilliti til verndar sem skilgreind er á svæðinu og staðsetningar í nálægð við náttúruvætti. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í breytta landnotkun á svæðinu með þeim fyrirvara að uppbygging sé lágstemmd og fullt tillit sé tekið til ofangreindra þátta, í samræmi við framlögð gögn með fyrirspurninni.
- 29.14 2208021
[Breyting á samþykktum Borgarbyggðar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18849#2208021)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagðar tillögur að breytingum og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.
- 29.15 2111243
[Gjaldskrá Skipulags- og byggingardeildar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18849#2111243)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða gjaldskrá byggingarfulltrúa og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.
Samþykkt með meirihluta atkvæða.
Hjá sitja LS og FA.
- 29.16 2211011F
[Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 203](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18849#2211011F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Lögð er fram fundargerð 203. fundar byggingarfulltrúa
- 29.17 2211024F
[Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 1](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18849#2211024F)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Lögð er fram fundargerð 1. fundar skipulagsfulltrúa
- 29.18 2211235
[Qair - Kynning](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/skipulags-og-byggingarnefnd-borgarbyggdar/18849#2211235)Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 47 Skipulags- og byggingarnefnd þakkar góða kynningu.
=== 30.Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 41 ===
2211021F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók EMJ.
Til máls tók EMJ.
- 30.1 2112089
[Skýrsla samskiptastjóra](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18853#2112089)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 41 Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá samskiptastjóra.
- 30.2 2210271
[Stuðningur til þáttagerðar í Borgarbyggð - N4](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18853#2210271)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 41 Nefndin þakkar N4 fyrir framlagt erindi en telur sér ekki fært að samþykkja beiðnina að svo stöddu.
- 30.3 2202218
[Upplýsingaskilti við Digranesgötu](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18853#2202218)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 41 Nefndin þakkar Hafþóri fyrir framlagt erindi og samþykkir að veita Hollvinasamtökum Borgarness styrk að upphæð 200.000 kr.
- 30.4 2209147
[Aðventu- og þrettándahátíð 2022-2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18853#2209147)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 41 Nefndin felur samskiptastjóra að vinna að hátíðinni í samstarfi við UMSB og Björgunarsveitina Brák.
Nefndin samþykkir jafnframt að veita björgunarsveitinni styrk að upphæð 300.000 kr. fyrir hátíðina.
- 30.5 1910025
[Atvinnumál í Borgarbyggð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18853#1910025)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 41 Nefndin telur grundvöll fyrir því að skoða þessa hugmynd betur og felur samskiptastjóra að fá viðeigandi aðila að borðinu til að taka samtalið áfram.
Grænn iðngaður er heiti yfir atvinnusvæði sem inniheldur ólík fyrirtæki sem leitast við að ná betri nýtni auðlinda, hreinni framleiðslu, stuðla að samvinnu fyrirtækja, draga úr loftslagsbreytingum og mengun ásamt því að fylgja félagslegum stöðlum.
- 30.6 2211148
[Starfsáætlun Safnahúss Borgarfjarðar 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18853#2211148)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 41 Nefndin þakkar Þórunni fyrir komuna á fundinn.
Starfsáætlun Safnahússins fyrir árið 2023 er metnaðarfull og framsækin. Áætlað er að halda áfram að setja upp skemmtilegar sýningar í Hallsteinssalnum.
Auk þess er á dagskrá að auka við námskeið, ritsmiðjur og fyrirlestra. Myndamorgnar verða á sínum stað auk foreldramorgna.
- 30.7 2211149
[Gjaldskrá Safnahúss Borgarfjarðar 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/atvinnu-markads-og-menningarmalanefnd/18853#2211149)Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 41 Nefndin telur mikilvægt að innheimta gjald fyrir sölusýningar. Hér er átt við kostnað starfsmanns að aðstoða við uppsetningu sýningar og halda utan um þá vinnu sem felst í að hafa slíka sýningu uppi.
Nefndin samþykkir framlagða gjaldskrá með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
=== 31.Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 ===
2211032F
Fundargerðin framlögð.
Til máls tók GLE.
Til máls tók GLE.
- 31.2 1401005
[Reglur um fjárhagsaðstoð](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18854#1401005)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 Lagt er til að bætt verði við ákvæði í 11. gr reglna Borgarbyggðar um fjárhagsaðstoð, heimild til greiðslu desemberstyrks sem nemur 25% af grunnupphæð fjárhagsaðstoðar. Viðbótarákvæðið hljóði svo:
Heimilt er að veita desemberstyrk sem nemur 25% af grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar. Heimildin nær til þeirra sem fá greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu í desember og hafa fengið fjárhagsastoð tvo mánuði þar á undan.
Jafnframt verði gerð breyting á 13. gr, sem hljóði svo:
Ef umsækjandi á rétt á aðstoð skv. III kafla, 1. 2. 3. 4. 6. eða 8. mgr. 11. greinar eða 12.
greinar skulu starfsmenn félagsþjónustu afgreiða málið, skrá það og kynna síðan fyrir velferðarnefnd.
Samþykktir skulu ekki gerðar til lengri tíma en 3ja mánaða í senn.
Aðrar umsóknir um fjárhagsaðstoð skulu afgreiddar af velferðarnefnd.
- 31.3 1907031
[Jafnréttisáætlun](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18854#1907031)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 Farið yfir drög að uppfærðri jafnréttisáætlun fyrir árin 2022-2026. Félagsmálastjóra falið að klára áætlunina út frá leiðbeiningum Jafnréttisstofu.
- 31.4 1810084
[Kynjahlutfall í fastanefndum - upplýsingar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18854#1810084)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 Lagt fram til kynningar og umræðu.
- 31.5 2005194
[Stefna í málefnum fatlaðra](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18854#2005194)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 Elísabet Jónsdóttir starfsmaður í málefnum fatlaðra fór yfir tillögur að ramma fyrir stefnu í málefnum fatlaðra. Félagsmálastjóra og Elísabetu falið að fara yfir fyrirliggjandi gögn frá fyrri vinnslu að stefnumótun. Verkáætlun um vinnslu stefnunnar verði lögð fram á næsta fundi nefndarinnar.
- 31.6 2209252
[Samþætting þjónustu við aldraða](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18854#2209252)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 Kynnt hugmynd og markmið með samþættri þjónustu/miðstöð öldrunarþjónustu. Guðjón Brjánsson hefur verið fenginn sem ráðgjafi vegna verkefnisins. Formanni nefndar og félagamálastjóra falið að fá fund með Guðjóni og vinna áfram að þróun verkefnisins.
- 31.7 2212008
[Fyrirspurn um frítt í sund fyrir öll börn](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18854#2212008)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 Nefndin leggur til að börn með umönnunarkort og fylgdarmanneskja fái frítt í sundlaugar sveitarfélagsins óháð lögheimili. Erindinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
- 31.8 2211037
[Beiðni um framlag til Stígamóta 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18854#2211037)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 Framlögð umsókn Stígamóta um styrk til rekstrar fyrir árið 2023. Um er að ræða úrræði sem mikilvægt er að sé til staðar fyrir íbúa sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að erindið verði styrkt og vísar erindinu til Byggðarráðs.
- 31.9 2212030
[Gjaldskrár félagsþjónustu 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/velferdarnefnd-borgarbyggdar/18854#2212030)Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 132 Gjaldskrá félagsþjónustu lögð fram til kynningar.
=== 32.Fjallskilanefnd Hítardalsréttar - 33 ===
2212004F
Fundargerð framlögð.
- 32.1 2206062
[Fjárhagsáætlun 2023](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-hitardalsrettar/18852#2206062)Fjallskilanefnd Hítardalsréttar - 33 Farið yfir kostnaðaráætlun fyrir komandi ár.
- 32.2 2212023
[Framkvæmd fjallskila 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-hitardalsrettar/18852#2212023)Fjallskilanefnd Hítardalsréttar - 33 Farið var yfir haustið. Hvað gekk vel og hvað má betur fara.
- 32.3 2212024
[Ástand girðinga](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-hitardalsrettar/18852#2212024)Fjallskilanefnd Hítardalsréttar - 33 Ástand girðinga. Girðingar er í misjöfnu ásigkomulagi og þurfum við að fara að huga að því að endurnýja þær og girða nýjar.
- 32.4 2207039
[Ástand Hítardalsréttar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-hitardalsrettar/18852#2207039)Fjallskilanefnd Hítardalsréttar - 33 Nefndin skoðar mismunandi útfærslur á rétt og kostnað við gerð þeirra.
=== 33.Fjallskilanefnd Þverárréttar - 66 ===
2211010F
Fundargerð framlögð.
- 33.1 2211218
[Uppgjör ársins 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18851#2211218)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 66 Viðhald á girðingum í ár var um 2.500.000 krónur. Enn vantar nokkra reikninga vegna bæði girðinga- og matarkostnaðar til þess að loka uppgjöri.
- 33.2 2111205
[Girðing fyrir landi Haukagils](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18851#2111205)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 66 Erindið er sent til afgreiðslu í Byggðarráði.
- 33.3 2211219
[Atvik vegna veiðihunda](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18851#2211219)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 66 Fjallskilanefnd Þverárréttar ítrekar mikilvægi þess að veiðimenn fylgist með hundum sínum og hafi þá undir stjórn. Fjallskilanefnd sendir bréf til Skotveiðifélags Íslands og ítrekar mikilvægi þessa.
- 33.4 2211217
[Sameining við fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18851#2211217)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 66 Stefnt er að því að funda með fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar. Fundarboð verður sent á nefndina bráðlega.
=== 34.Fjallskilanefnd Þverárréttar - 65 ===
2211027F
Fundargerð framlögð.
- 34.1 2211214
[Vinna við girðingar 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18850#2211214)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 65 Regla þarf að komast á viðhald girðinga á Þverárréttarafrétti og fyrirkomulagi framkvæmda.
- 34.2 2211215
[Smalamennskur haustið 2022](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18850#2211215)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 65 Umræður um smalamennskur haustið 2022.
- 34.3 2211216
[Hrossahald í Þverárrétt](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18850#2211216)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 65 Réttin ber ekki lengur að í henni séu geymd hross vegna ástands hennar. Nefndin bannar hér eftir hrossahald og geymslu hrossa í réttinni til að varna frekari slysahættu eða tjóni.
- 34.4 2111201
[Þverárrétt](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18850#2111201)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 65 Nefndin mun taka saman verk- og kostnaðaráætlun við viðhaldsframkvæmdir fyrir næsta fund.
- 34.5 2211217
[Sameining við fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/fjallskilanefnd-thverarrettar/18850#2211217)Fjallskilanefnd Þverárréttar - 65 Nefndin hefur áhuga á að halda áfram umræðum um sameiningu. Boðað verður til fundar í vetur.
=== 35.Tillaga um aukafund sveitarstjórnar ===
2212043
Lögð er fram tillaga um aukafund hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar föstudaginn 23. desember kl. 11.00.
Sveitarstjórn samþykkir að aukafundur sveitartjórnar Borgarbyggðar verði föstudaginn 23. desember kl. 11:00.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Lögð var fram tillaga um að álagningu fasteignaskatts í Borgarbyggð 2023 verði:
0,35% af fasteignamati skv a-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga
1,32% af fasteignamati skv b-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga
1,39% af fasteignamati skv c-lið 3. gr laga um tekjustofna sveitarfélaga
Lögð var fram tillaga um að lóðarleiga í Borgarbyggð árið 2023 verði 1,5% af fasteignamati íbúðarhúsalóða og 2,0% af fasteignamati annarra lóða.
Tillagan var samþykkt með meirihluta atkvæða, hjá sitja LBÁ, LS, SG og TDH.
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá félagsþjónustu 2023
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs 2023
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2023
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá og reglum fyrir gámasvæði
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá Vatnsveitu Álftaneshrepps 2023
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í þéttbýli 2023
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir tæmingu rotþróa 2023
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa 2023
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir ljósritun 2023
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir mötuneyti í grunnskólum 2023
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir frístund 2023
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir leikskóla 2023
Lögð var fram tillaga að reglum um systkynaafslátt 2023.
Tillögurnar voru samþykktar með meirihluta atkvæða. Hjá sitja LBÁ, LS, SG og TDH.
Frestað var afgreiðslu á tillögu um gjaldskrá Tónlistarskóla Borgarfjarðar 2023 og henni vísað til frekari umfjöllunar í byggðarráði.
Til máls tók LBÁ.