Kópavogsbær
Bæjarráð - 3110. fundur
Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 1.2106195 - Barnasáttmálinn 2021-2024 ===
Frá verkefnastjóra lýðheilsumála, dags. 05.12.2022, lagt fram stöðumat og aðgerðaráætlun. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs á aðgerðaráætlun tengdri verkefninu barnvænt sveitarfélag.
Gestir
- Anna Elísabet Ólafsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 2.1906388 - Heilsuefling eldri borgara ===
Sviðsstjóri menntasviðs kynnir tillögur að tilfærslu verkefnisins Virkni og vellíðan yfir til Kópavogsbæjar frá íþróttafélögum.
Gestir
- Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar - mæting: 08:49
- Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:49
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 3.2212099 - Menntasvið -ráðning leikskólastjóra Kópasteins ===
Frá menntasviði, lögð fram tillaga að ráðningu í stöðu leikskólastjóra Kópasteins.
Gestir
- Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:06
- Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar - mæting: 09:06
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 4.22114511 - Menntasvið-Starfshópur um starfsumhverfi leikskóla ===
Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 15.11.2022, lögð fram tillaga að stofnun starfshóps um skipulag og starfsumhverfi leikskóla Kópavogsbæjar.
01.12.2022 - Bæjarráð frestar erindinu.
Gestir
- Sigurlaug Bjarnadóttir, deildarstjóri leikskóladeildar - mæting: 09:15
- Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 5.2209686 - Breytingar á bæjarmálasamþykkt ===
Frá bæjarstjóra, dags. 6. desember 2022, lögð fram tillaga um stofnun starfshóps um breytingu á bæjarmálasamþykkt.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 6.2212125 - Samþykkt um valdaframsal til barnaverndarþjónustu ===
Drög að samþykkt um valdaframsal frá sveitarstjórn til barnaverndarþjónustu, dags. 06.12.22 lögð fram til samþykktar.
Gestir
- Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 10:33
- Auður Kolbrá Birgisdóttir lögfræðingur - mæting: 10:33
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 7.2212113 - Digranesvegur 5 - Viðræður um kaup á fasteign ===
Frá bæjarlögmanni og sviðstjóra umhverfissviðs, dags. 05.12.2022, lögð fram tillaga að kaupum á fasteign.
Gestir
- Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 10:37
- Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:37
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 8.2208767 - Austurkór 34. Afturköllun lóðar. ===
Frá bæjarlögmanni, dags. 30.11.2022, lögð fram beiðni um endurupptöku máls.
Gestir
- Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 11:01
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 9.2212072 - Útboð - Ræsting - Roðasalir ===
Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 05.12.2022, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út innkaup á ræstingarþjónustu í Roðasölum.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 10.22114902 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um kynjahlutföll nefnda og ráða bæjarstjórnar Kópavogs ===
Frá lögfræðideild, dags. 28. nóvember, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa frá 21.11.2022.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 11.2210784 - Gullsmári 9 - umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts ===
Frá lögfræðideild, dags. 2. desember, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Félags eldri borgara um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 248.256,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 12.2205734 - Hlíðasmári 14 - umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts ===
Frá lögfræðideild, dags. 2. desember, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Lionsumdæmisins á Íslandi um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 269.128,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Ýmis erindi
=== 13.22115572 - Boccia Gjábakka óskar eftir styrk til keppnisferðar innanlands 2023 ===
Frá Boccia liði FEBK Gjábakka, dags. 16.11.2022, lögð fram umsókn um styrk til keppnisferðar innanlands í Boccia.
Ýmis erindi
=== 14.2112006 - Breytt skipulag barnaverndar hjá sveitarfélögum ===
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 05.12.2022, lagt fram minnisblað um breytta skipan barnaverndar.
Ýmis erindi
=== 15.2209199 - Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins ===
Frá SSH, dags. 06.12.2022, lagt fram minnisblað vegna stofnunar Áfangastaðastofu.
Ýmis erindi
=== 16.2212254 - Markaðsstofa Kópavogs - kynning ===
Kynning á starfsemi Markaðsstofu Kópavogs.
Gestir
- Björn Jónsson framkvæmdastjóri markaðsstofu - mæting: 11:17
Fundargerðir nefnda
=== 17.22115569 - Fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.11.2022 ===
Fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.11.2022
Fundargerðir nefnda
=== 18.2212032 - Starfs- og fjárhagsáætlun SSH 2023 ===
Frá SSH, dags. 01.12.2022, lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun SSH 2023. Óskað er eftir samþykkt bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
=== 19.2211024F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 357. fundur frá 25.11.2022 ===
Fundargerðir nefnda
=== 20.2212003F - Menntaráð - 106. fundur frá 06.12.2022 ===
Fundargerð í þremur liðum.
Fundargerðir nefnda
=== 21.2211025F - Skipulagsráð - 133. fundur frá 05.12.2022 ===
Fundargerð í 16 liðum.
-
21.4
22114320
Huldubraut 28. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 133
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
-
21.8
22067538
Bakkabraut 9-23, reitur 8. Breytt deiliskipulag og byggingaráform.
Niðurstaða Skipulagsráð - 133
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með fimm atkvæðum. Uppfærð byggingaráform skulu lögð fyrir skipulagsráð til samþykktar áður en sótt er um byggingarleyfi.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
-
21.13
22115500
Digranesheiði 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 133
Skipulagsráð hafnar erindinu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Erindi frá bæjarfulltrúum
=== 22.2212127 - Fyrirspurn frá Bergljótu Kristinsdóttur bæjarfulltrúa um íbúðir í félagslegu húsnæðiskerfi Kópavogs ===
Frá bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttur, dags. 6. desember 2022, lögð fram fyrirspurn um íbúðir í félagslegu húsnæðiskerfi Kópavogs.
Fundi slitið - kl. 12:09.