Grindavíkurbær
Skipulagsnefnd - Fundur 96
14.02.2022 - Slóð
**96. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 14. febrúar 2022 og hófst hann kl. 16:15.**
Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður,
Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Dagskrá:
**1. Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar: Gossvæði og sæstrengur - 2109096**
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir frá Eflu Verkfræðistofu sat fundinn undir dagskrárliðnum.
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 að lokinni auglýsingu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir ráð fyrir framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru í landi Hrauns og Ísólfsskála, til að bæta aðgengi að gosstöðvum í Geldingadölum og breytingu á landi Hraunsvíkur fyrir aðkomu sæstrengs og athafnasvæði fyrir aðstöðuhús og varaaflsstöð. Nánar um tillöguna er vísað til kynningargagna á heimasíðu sveitarfélagsins. Alls bárust 12 umsagnir/athugasemdir innan athugasemdafrests þar sem athugasemdir eru gerðar við skipulag stíga á svæðinu og framkvæmdir innan vatnsverndarsvæðis auk ábendinga um náttúruminjar og leyfismál.
Athugasemdir lagðar fram.
Lögð fram tillaga að greinargerð þar sem fram koma svör Grindavíkur við þeim athugasemdum sem borist hafa. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða greinargerð með breytingum í samræmi við umræðu á fundinum. Skipulagsnefnd samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á flokkun stíga á svæðinu:
-Útivistastígur inn Meradali verður reiðleið.
-Útivistastígur frá Bjalla inn að Nátthaga verður göngu- og hjólaleið.
-Útivistastígar vestan Fagradals- og Borgarfjalls verði göngu- og hjólaleiðir.
Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að svara þeim umsögnum/athugasemdum sem bárust og uppfæra tillögu í samræmi við umræður á fundinum og breytingar á flokkun stíga.
**2. Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar - golfvöllur, stígur og hreinsivirki - 2110076**
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir frá Eflu Verkfræðistofu sat fundinn undir dagskrárliðnum.
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 að lokinni auglýsingu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir ráð fyrir hreinsivirki fyrir skólp á hafnarsvæðinu við Eyjabakka og frárennslislögn frá henni til suðurs á Hópsnesi og út í sjó. Þá er í tillögunni bætt við göngu- og reiðhjólastíg frá íbúðarsvæðum vestast í Grindavík inn á stíg með fram Nesvegi. Í tillögunni er jafnframt sett fram stækkun golfvallar við Húsatóftir í Grindavík. Nánar um tillöguna er vísað til kynningargagna á heimasíðu sveitarfélagsins. Alls bárust 6 umsagnir innan athugasemdafrests þar sem ábendingar komu fram um náttúruminjar, grjótvörn og leyfismál.
Athugasemdir lagðar fram. Lögð fram tillaga að greinargerð þar sem fram koma svör Grindavíkur við þeim umsögnum sem borist hafa. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða greinargerð með breytingum í samræmi við umræðu á fundinum. Til viðbótar gerir skipulagsnefnd eftirfarandi breytingar á tillögunni.
Sviðsstjóra falið að auglýsa tillöguna aftur vegna þeirra breytinga sem gerðar eru á tillögunni.
**3. Deiliskipulagsbreyting - Skipulagsmörk orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi - 2202048**
HS orka leggur til óverulega breytingu, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á deiliskipulagi á Reykjanesi, sem felst í að skipta skipulagssvæðinu í tvo hluta. Eftir breytingu verða í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir í stað einnar, þ.e. annars vegar fyrir orkuvinnslusvæði innan Grindavíkurbæjar og hins vegar Reykjanesbæjar. Stefna og skilmálar eru þeir sömu og eru í deiliskipulagi orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi í Grindavíkurbæ, dags. október 2021, sem hefur hlotið kynningu skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. Fallið er frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillöguna og vísar til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
**4. Deiliskipulagsbreyting - Orkuvinnslusvæði á Reykjanesi - 2012024**
Tillaga að deiliskipulagi fyrri orkuvinnslusvæðið á Reykjanesi í Grindavík hefur verð kynnt í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Tillaga að svörum við umsögnum lagðar fram sem skipulagsnefnd samþykkir. Sviðsstjóra falið að svara umsagnaraðilum.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillöguna og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.
**5. Áform um stækkun og endurbætur á Miðgarði 3 - 2201018**
Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Miðgarð 3 lögð fram.
Sviðsstjóra falið að grenndarkynna skipulagstillöguna fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Skipulagstillagan er send til hafnarstjórnar til umsagnar.
Umsækjanda er bent á að lagfæra framlagðan uppdrátt m.a. m.t.t. lóðamarka og byggingarreits á fyrir grenndarkynningu.
**6. Breyting á deiliskipulagi - Víkurhóp 63 - 2202047**
Máli frestað að beiðni umsækjanda.
**7. Umsókn um byggingarleyfi - Leynisbrún 4 - 2202049**
Guðmundur Pálsson vék af fundi við afgreiðslu og umfjöllun málsins.
Lárus Guðmundsson sækir um byggingarleyfi vegna stækkunar á Leynisbrún 4. Stækkun inniheldur bílskúr, geymslu, þvottahús, stofu, tvö herbergi og baðherbergi. Lögð er fram umsókn ásamt teikningum.
Sviðstjóra falið að grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhöfum við Leynisbrún 2,6,8,14 og 16 og Leynisbraut 7,9 og 11.
**8. Hlíðarhverfi - Hæðarkótar botnplötu - 2202050**
Skipulagsfulltrúi óskar eftir því að skipulagsnefnd ákveði hvort og þá hvaða svigrúm lóðarhafar á hæðarkóta botnplötu í Hlíðarhverfi hafa.
Skipulagsnefnd samþykkir að svigrúm frá hæðarkóta botnplötu á lóðarblaði sé plús/mínus 20 cm. Allar slíkar beiðnir skulu berast til skipulagsfulltrúa til samþykkis. Kostnaður vegna þessa (t.d. uppfærsla lóðarblaða, skráningar o.fl.) fellur á lóðarhafa. Hæðarkótar á lóðamörkum breytast ekki.
Sé óskað eftir breytingum á hæðarkóta umfram það sem þessi bókun segir til um skal senda erindi til umfjöllunar skipulagsnefndar.
**9. Breytingar á hæðarkótum við Lóuhlíð 4-16 og 18-30 - 2202051**
Málinu frestað og sviðsstjóra falið að afla frekari gagna.
**10. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 57 - 2202007F **
Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarmála nr. 57 lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)