Dalabyggð
Byggðarráð Dalabyggðar - 302
**1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023**
|Byggðarráð samþykkti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með áorðnum breytingum og beinir henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.|
Umræður urðu um afmarkað svæði fyrir hundagerði. Byggðarráð samþykkti að beina því til umhverfis- og skipulagsnefndar að gera tillögu að staðsetningu og fyrirkomulagi og senda til byggðarráðs.
[Fjárhagsáætlun 2023 - síðari umræða - unnið 9.12.2022.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=zbqoqD11ZEy6dgcXuKYnQ1&meetingid=UkMAwjuvkkiGMT007ssMg1)
[Erindi til sveitarstjórnar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=0smtuzXmgUaQ6QJ0wqrQSw1&meetingid=UkMAwjuvkkiGMT007ssMg1)
**2. 2211012 - Ósk um viðræður - lóðaframboð**
|Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og er tilbúið til að láta framkvæma óverulega breytingu á deiliskipulagi til þess að tvær byggingar, með fjórum íbúðum hvor, komist fyrir við enda Bakkahvamms. Sveitastjóra falið að halda utan um verkefnið og vera í sambandi við Eykt ehf. varðandi framgang þess.|
[06122022 Bréf.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=5K44zoRuWEO2aOn23QlqGw&meetingid=UkMAwjuvkkiGMT007ssMg1)
**3. 1702012 - Starfsmannamál 2022**
|Sveitarstjóri kynnti drög að skipuriti Dalabyggðar. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að vinna að málinu áfram í þeim anda sem rætt var um á fundinum.|
Rætt um ráðningarsamning sveitarstjóra samkvæmt endurskoðunarákvæði 1.desember ár hvert. Oddviti sveitarstjórnar sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð samþykkti fyrirliggjandi tillögu að breytingu. BÞ vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.