Akraneskaupstaður
Skipulags- og umhverfisráð
[s. 433 1000](tel:4331000) [Vefir Akraneskaupstaðar](#)
= Skipulags- og umhverfisráð =
Dagskrá
=== 1.Miðbær Akraness ===
2212058
Málefni miðbæjar Akraness. Fulltrúar Miðbæjarsamtakanna Akratorgs tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Önnu Guðrúnu, Ólafi Páli og Bjarnheiði fyrir kynningu á samtökunum og góðar umræður. Ráðið mun kappkosta að eiga gott og uppbyggilegt samstarf við samtökin.
=== 2.Fasteignaviðhald 2022 - eignasjóður ===
2212057
Viðhaldsverkefni árins 2023 kynnt af Ásbirni Egilissyni og Alfreð Alfreðssyni.
Farið yfir áætlun viðhaldsverkefna 2023. Ráðið þakkar Ásbirni og Alfreð fyrir frábæra kynningu.
=== 3.Suðurgata 34 bílskúr breyting í gestahús - umsókn um byggingarleyfi. ===
2205137
Umsókn Lón Fasteigna ehf. um að breyta bílskúr í íbúð. Húsnæði er á óskipulögðu svæði.
Breytingin var grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 frá 9. nóvember til og með 8. desember 2022.
Engar athugasemdir bárust.
Breytingin var grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 frá 9. nóvember til og með 8. desember 2022.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áfrom um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu og minnisblað skipulagsfulltrúa.
=== 4.Samþykkt um hænsnahald á Akranesi ===
2211193
Hænsnahald á Akranesi.
Steinar Adolfsson sat fundinn undir þessum lið.
Steinar Adolfsson sat fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir reglurnar um hæsnahald á Akranesi með tilteknum athugasemndum varðandi 1.gr.
Steinar Adolfsson víkur af fundi.
Steinar Adolfsson víkur af fundi.
Næsti fundur Skipulags- og umhverfisráðs verður haldinn 5. Janúar 2023.
Fundi slitið - kl. 20:30.