Grindavíkurbær
Skipulagsnefnd - Fundur 95
31.01.2022 - Slóð
**95. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 31. janúar 2022 og hófst hann kl. 16:15.**
Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður, Unnar Á Magnússon, varamaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varamaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Dagskrá:
**1. Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar: Gossvæði og sæstrengur - 2109096**
Umsagnir og athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna lagðar fram.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
**2. Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar - golfvöllur, stígur og hreinsivirki - 2110076**
Umsagnir og athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna lagðar fram.
Breyta þarf afmörkun á íþróttasvæðinu þannig að gamla æfingasvæðið og brautir 13 og 14 verði innan svæðisins.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
**3. Hverfisskipulag Stíga- og Vallahverfis í Grindavík - 2106112**
Uppfærð vinnslutillaga hverfisskipulags fyrir Stíga- og Vallarhverfi, greinargerð og uppdráttur, lögð fram.
Sviðsstjóra falið að setja vinnslutillöguna í kynningu fyrir umsagnaraðilum og íbúum hverfisins.
**4. Deiliskipulagsbreyting - Svartsengi - 2201096**
HS orka óskar eftir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Svartsengis, iðnaðarsvæði og svæði undir verslun og þjónustu.
Efni breytingartillögu er eftirfarandi:
- Byggingarreitur fyrir kæliturn við austurhlið kæliturns OV6 er felldur út. Byggingarreitur fyrir kæliturn Orkuvers 7 (OV7), við vesturhlið núverandi kæliturn OV6, er stækkaður og verður hann 4.590 m2. Innan byggingarreits er nú gert ráð fyrir kæliturni ásamt þró og dælustöð. Skilmálar um hámarkshæð er 17m er óbreytt og leyfilegt byggingarmagn kæliturna verður óbreytt, sbr. skilmálatöflu.
- Nýr byggingarreitur 20x20m er afmarkaður fyrir nýtt tengivirki þar sem kælasamstæða OV4 stendur nú en gert er ráð fyrir að víki samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Grunnflötur tengivirkis er um 8x19m. Þakhæð tengivirkis er allt að 6 m. Byggingin samanstendur af steyptum kjarna og rofasal sem er stálgrindarhús, einangrað og klætt með málmklæðningu. Stærð byggingarreits miðar við að mögulegt verði að snúa tengivirkinu á þann veg sem hentar best.
Skipulagnefnd heimilar umsækjenda að fara í umbeðna deiliskipulagsbreytingu og að það verði gert í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sviðsstjóra falið að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða þ.e. Northern Light Inn, Bláa Lóninu og CRI.
Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi:
Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
**5. Deiliskipulagsbreyting - Arnarhlíð 8 - 2201082**
Albert L. Albertsson óskar eftir að deiliskipulagi við Arnarhlíð 8 verði breytt, þ.e. byggingarreitur stækkaður um 3 m2 og formi hans breytt.
Skipulagnefnd heimilar umsækjenda að fara umbeðna deiliskipulagsbreytingu og að það verði gert í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sviðsstjóra falið að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhafa við Arnarhlíð 7.
Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi:
Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
**6. Umsókn um byggingarleyfi - Staðarhraun 1 - 2201056**
Árni Páll Jónsson og Karítas Viðarsdóttir sækja um leyfi til að byggja eina hæð ofan á núverandi hús við Staðarhraun 1.
Lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Samkvæmt 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.9.12 skipulagsreglugerðar skal fara fram grenndarkynning á byggingaráformunum á ódeiliskipulögðum svæðum.
Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhöfum að Staðarhrauni 2-10 og Víkurbraut 29, 50, 52 og 54.
**7. Umsókn um gististað - Víkurbraut 22 - 2201057**
Sótt er um leyfi til að hafa gistingu í flokki II, tegund C við Víkurbraut 22.
Í greinagerð aðalskipulags Grindavíkur segir m.a í kafla 2.1.1:
„...Umsóknir um nýja gististaði í flokki II, tegund c innan íbúðarbyggðar skal skipulagsnefnd sérstaklega fjalla um og skal leyfi til reksturs vera háð ákvörðun nefndarinnar. Við mat á umsókn skal skipulagsnefnd líta til þess að kröfur um bílastæði séu uppfylltar, horfa skal til staðsetningar innan íbúðarbyggðar og aðkomu. Umsóknir sem þessar skulu ávallt grenndarkynntar fyrir nágrönnum....“.
Sviðsstjóra falið að grennarkynnina áformin fyrir lóðarhöfum við Víkurbraut 15,17,18, 19 og 20.
**8. Umsókn um byggingarleyfi - Mánagata 19 - 2201059**
Ágústa Gísladóttir sækir um leyfi til að byggja 5,2 m2 sólskála framan við bílskúrshurð við Mánagötu 19.
Lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Samkvæmt 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.9.12 skipulagsreglugerðar skal fara fram grenndarkynning á byggingaráformunum á ódeiliskipulögðum svæðum.
Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhöfum við Mánagötu 17 og 21.
**9. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknarholu - 2201095**
Matorka sækir um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknarholu vestan við eldisstöðvar í Húsatóftum.
Framkvæmdaraðili hefur leitað umsagna frá Orkustofnun og landeiganda (Ríkiseignum). Viðbrögð þeirra liggja fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir að heimila borun á rannsóknarholu á norðaustur hluta þessa svæðis sem óskað er eftir.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að umsækjandi vinni framkvæmdina í samráði við Golfklúbb Grindavíkur. Þá þarf að óska heimildar hjá Vegagerðinni lendi holan innan vegahelgunarsvæðis Nesvegar.
Fullnaðarafgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)