Fjarðabyggð
Íþrótta- og tómstundanefnd - 110
**1. 1808078 - Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð**
|Fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd Fjarðabyggðar ákváðu að funda sameiginlega um fyrirliggjandi drög að áherslum í fræðslu- og frístundamálum Fjarðabyggðar fyrir árin 2023-2025. Drögin eru unnin af starfshópi sem skipaður var til verksins, en í honum sitja þrír fulltrúar fræðslunefndar og þrír fulltrúar íþrótta- og tómstundanefndar ásamt þremur starfsmönnum nefndanna. Að baki draga að áherslum liggur hugmyndavinna sem unnin var af starfsfólki fræðslu- og frístundastofnana í Fjarðabyggð, Fjarðaforeldrum, fulltrúum íþróttafélaga í Fjarðabyggð, fulltrúm eldriborgara og ungmennaráði. Drögin voru lögð fram til kynningar og rædd. Ákveðið að hafa opinn fund 9. janúar á Fáskrúðsfirði þar sem áherslur yrðu kynntar og hægt að gera athugasemdir og halda í kjölfarið sameiginlegan fund hjá nefndunum 11. janúar.|
**2. 2212075 - Kynning á verkefninu Hinsegin stuðningur í skólaumhverfinu**
|Formaður kynnti verkefnið Hinseginn stuðningur í skólaumhverfi og nefndin fagnar verkefninu og hvetur starfsmenn nefndarinnar að tileinka sér verkefnið. |
**3. 2107109 - Vallarvinnusamningur við KFF 2021 - 2023**
|Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndar að vinna málið áfram. |
**4. 2107110 - Auglýsingasamningur 2021-2023**
|Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að sínu leyti að forsendur samnings séu brostnar og vísar til bæjarráðs að heimila riftun samnings. |
**5. 2211069 - Heilsukort Fjarðabyggðar**
|Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna að sínu leyti og vísar til bæjarráðs. |
**6. 2212084 - Umsókn tónlistarskóla Fjarðabyggðar að frístundastyrk**
|Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir umsókn tónlistarskóla að frístundastyrk Fjarðabyggðar. |
**7. 2211140 - Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2022**
|Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs. Nefndin óskar eftir að kynntar séu tilnefningar fyrir alla nefndina á fyrsta fundi 2023. Í framhaldi af því kjósa íþróttamann ársins 2022 sem verður kynntur við vígslu nýs íþróttahúss á Reyðarfirði. |