Grindavíkurbær
Frístunda- og menningarnefnd - Fundur 111
19.01.2022 - Slóð
**111. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 19. janúar 2022 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu:
Garðar Alfreðsson, aðalmaður, Þórunn Erlingsdóttir í gegnum fjarfundabúnað, aðalmaður, Alexander Veigar Þórarinsson, aðalmaður, Irmý Rós Þorsteinsdóttir í gegnum fjarfundabúnað, formaður, Sigríður Etna Marinósdóttir í gegnum fjarfundabúnað, aðalmaður og Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Fundargerð ritaði: Eggert Sólberg Jónsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Dagskrá:
**1. Deiliskipulag íþróttasvæðis - 2106087**
Framkvæmdastjóri UMFG sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Frumdrög að breyttu deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið við Austurveg lögð fram.
**2. Íþróttafólk Grindavíkur 2021 - 2110123**
Framkvæmdastjóri UMFG sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Farið yfir hvernig til tókst með kjör og útnefningu á íþróttafólki Grindavíkur 2021.
Aðalstjórn UMFG leggur til að kjörið verði áfram leynilegt en niðurstaðan verði kynnt kjörnefnd á kjörfundi. Kjörnefnd hafi þá möguleika á að endurtaka kosninguna að því gefnu að 2/3 hluti fundarmanna samþykki það.
Nefndin samþykkir að taka tillöguna fyrir á næsta fundi.
**3. Íþrótta- og frístundastefna Grindavíkurbæjar - 2201025**
Endurskoða þarf íþrótta- og frístundastefnu Grindavíkurbæjar.
Nefndin felur sviðsstjóra að hefja undirbúning að endurskoðun íþrótta- og frístundastefnu Grindavíkurbæjar.
**4. Styrkir vegna íþróttaafreka 2021 - 2107030**
Frístunda- og menningarnefnd staðfestir eftirfarandi styrkúthlutanir vegna íþróttaafreka:
A lið Pílufélags Grindavíkur: 450.000 kr.
Matthías Örn Friðriksson: 45.000 kr.
**5. Leiksvæði í Grindavík - 2108028**
Drög að framtíðarsýn fyrir leiksvæði í Grindavík lögð fram. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
**6. Samþykkt fyrir frístunda- og menningarnefnd - Endurskoðun 2022 - 2201024**
Drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir frístunda- og menningarnefnd lögð fram. Nefndin samþykkir samþykktirnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.
**7. Endurskoðun menningarstefnu Grindavíkurbæjar - 2104081**
Drög að menningarstefnu Grindavíkurbæjar tekin fyrir að nýju. Nefndin samþykkir breytingar á drögunum fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.
**8. Dagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2022 - 2201046**
Ekki hafa verið skipulagðir viðburðir í menningarhúsunum Grindavíkurbæjar næstu vikur vegna mikillar óvissu um sóttvarnir og samkomutakmarkanir.
**9. Sjóarinn síkáti 2022 - 2201045**
Gert er ráð fyrir að Sjóarinn síkáti fari fram 10.12. júní nk. Mikil óvissa er hvernig skipulagi hátíðarinnar verður háttað.
Nefndin leggur áherslu á að skipuleggja fjölskyldudagskrá á laugardegi en sunnudagurinn verði hátíðlegri. Ekki er gert ráð fyrir dagskrá á föstudagskvöldi eins og verið hefur.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)