Grindavíkurbær
Bæjarráð - Fundur 1601
11.01.2022 - Slóð
**1601. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 11. janúar 2022 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
**1. Fjárfesting 2022 - Stúka og tafla í nýjan íþróttasal - 2201007**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Á fjárfestingaráætlun ársins 2022 er gert ráð fyrir stúku og skjám í nýjan íþróttasal. Undirbúningur þessara verkefna er i gangi. Lögð fram hugmynd, ásamt kostnaðaráætlun, um að koma fyrir veggsvölum fyrir ofan stúkuna ásamt fjölmiðlastúku ofan við ritaraborð.
Bæjarráð samþykkir framlagðar hugmyndir.
**2. Samstarf um undirbúning vegna breytinga á úrgangsmeðhöndlun - 2112470**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagt fram bréf frá SSS, dags. 17.12.2021 varðandi starfshóp á vegum Kölku í þeim tilgangi að greina þær breytingar sem kunna að verða á nærsamfélaginu í kjölfar laga sem tóku gildi 1. janúar sl. Þess er óskað að Grindavíkurbær skipi fulltrúa í starfshópinn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skipa í starfshópinn.
**3. Björgunarmiðstöð í Grindavík - hugmyndavinna - 2112412**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagður fram tölvupóstur frá björgunarsveitinni Þorbirni varðandi hugmyndir um sameiginlega björgunarmiðstöð í Grindavík.
Bæjarráð tekur vel í hugmyndina og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.
**4. Fisktækniskóli Íslands - fjárframlög frá ríkinu - 2112064**
Skólinn hefur fengið aukið fjárframlag til reksturs á fjárlögum 2022. Bæjarráð fagnar því að skólinn sé kominn með betri rekstrargrundvöll með auknu fjárframlagi frá ríkinu. Næstu skref eru að koma húsnæðismálum skólans í góðan farveg. Horft er til nýrrar viðbyggingar við Kvikuna að Hafnargötu 12a sem myndi tryggja skólanum húsnæði til framtíðar í Grindavík.
**5. Rekstrarleyfi gististaðar í flokki IIG - Ingibjörg Jakobsdóttir - 2110035**
Fyrir liggja umsagnir frá HES, Slökkviliði Grindavíkur og byggingarfulltrúanum í Grindavík.
Bæjarráð samþykkir veitingu leyfisins með þeim fyrirvara sem Slökkvilið Grindavíkur setur um útistandandi úrbætur og fresti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:55.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)