Vopnafjarðarhreppur
Fjölskylduráð - 5
== Fundur nr. 5 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilið Mikligarður kl. 11:30
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð
LBS
Linda Björk StefánsdóttirNefndarmaður
HA
Heiðbjört AntonsdóttirNefndarmaður
ÞH
Þráinn HjálmarssonNefndarmaður
AI
Arnar IngólfssonNefndarmaður
JHH
Jenný Heiða HallgrímsdóttirNefndarmaður
ÓÁ
Ólafur ÁsbjörnssonNefndarmaður
IÁJ
Ingibjörg Ásta JakobsdóttirÁheyrnarfulltrúi foreldra
KRS
Katla Rán SvavarsdóttirÁheyrnarfulltrúi starfsfólks
ÞS
Þórhildur SigurðardóttirVerkefnastjóri frístunda-, æskulýðs- og fjölmenningarmála
Fundur var haldinn í fjölskylduráði þriðjudaginn 13. desember 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 11:30.
Sandra sagði frá hugmyndum á bak við minnisblaðið.
Fjölskylduráð leggur til að þetta verði gert til reynslu árið 2023. Samþykkt samhljóða.
Bókun: Fjölskylduráð vill benda á að verið er að brjóta á kjarasamningum starfsmanna leikskólans og foreldrar barna vilja að börnin þeirra fái sem besta kennslu á leikskólanum. Þegar leikskólakennarar fá ekki sinn undirbúning lendir það þannig að faglegt starf verður undir og það er ekki eitthvað sem við viljum. Leikskólanum ber að fara eftir aðalnámskrá og það hefur verið mjög erfitt í haust vegna vinnustyttingar og mikilla veikinda bæði hjá starfsmönnum og börnum starfsmanna. Leikskólakennarar vilja geta unnið sitt faglega starf áfram eins og verið hefur síðustu ár sem hefur verið mjög gott. Faglegt starf skilar sér til barnanna og þau koma betur undirbúin í grunnskólann, mjög mikilvægt er að unnið sé með snemmtæka íhlutun í leikskólanum.
Hafdís Bára kom og kynnt minnisblaðið.
Fjölskylduráð leggur til að boðið verði upp á bætta þjónustu
varðandi akstur fyrir eldri borgara og fatlaða.
Fjölskylduráð leggur til að þetta verið unnið nánar og kostnaður athugaður.
Hafdís Bára beðin um að vinna málið nánar. Samþykkt samhljóða.
Hér fyrir neðan má sjá vísan í Lög um málefni aldraðra.
**1. gr.** * Markmið þessara laga er að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þörf og ástand hins aldraða.* * Einnig er markmið laganna að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf.* * Við framkvæmd laganna skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur.* **41 gr.** Aldraðir eiga rétt á almennri þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum þessum en að öðru leyti fer um málefni þeirra eftir sérlögum um málefni.
Þórhildur starfsmaður fjölskylduráð sagði frá samtali sem hún átti við félagsþjónustu Múlaþings þar sem starfsmaður félagsþjónustunnarr mælir með að sveitarfélagið sé með eigið öldungaráð. Seta í öldungaráði Múlaþings er ekki launuð!
[https://www.mulathing.is/static/files/erindisbref/oldunarads.pdf](https://www.mulathing.is/static/files/erindisbref/oldunarads.pdf)
Fjölskylduráð hvetur til þess að stofnað verði öldrunarráð Vopnafjarðarhrepp með tilvísan í í 6. gr. laga um málefni aldraðra. Samþykkt og sent til sveitastjórnar.
Fundi slitið kl 12:50 Fundargerð samþykkt samhljóða.