Kaldrananeshreppur
Sveitarstjórnarfundur 14. desember 2022
==
==
[ Sveitarstjórnarfundur 14. desember 2022](/stjornsyslan/fundargereir/514-sveitarstjornarfundur-14-desember-2022)
- Details
- Fimmtudagur, 15 desember 2022 11:45
Miðvikudaginn 14. desember 2022 kom sveitarstjórn Kaldrananeshrepps saman til 8. fundar kjörtímabilsins á skrifstofu hreppsins í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.
Fundinn sátu þau Finnur Ólafsson, Halldór Logi Friðgeirsson, Ísabella Benediktsdóttir, Hildur Aradóttir og Arnlín Óladóttir.
Oddviti setti fund kl. 20:00.
Hildur Aradóttir ritar fundargerð á tölvu.
Oddviti leitar afbrigða og tekur fyrir sölu á ljósleiðara hreppsins.
**Dagskrá 8. fundar:**
- Fundargerð 7. sveitarstjórnarfundar 01.12.2022
- Fundargerðir nefnda
- Aðrir fundir
- Fjárhagsáætlun 2023 – Seinni umræða
- Fjárhagsáætlun 2023 og fjögra ára áætlun 2023-2026 – Seinni umræða
- Ábyrgð vegna lántöku fyrir Sorpsamlagið
- Ábyrgð vegna lántöku fyrir Sorpsamlagið – Viðauki I
- Beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Samþykkt Kaldrananeshrepps
- Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga fiskveiðiárið 2022 – 2023
- Rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu
- Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
- Bréf frá Innviðaráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu
- Beiðni Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Sala á ljósleiðara Kaldrananeshrepps
Fundargerð:
Fundargerð 7. sveitarstjórnarfundar 01.12.2022.Oddviti gerði grein fyrir afgreiðslu mála frá síðasta fundi.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerðir nefndaEngar fundargerðir lágu fyrir. Aðrir fundir
- 49. fundur Velferðarnefndar Stranda- og Reykhólahrepps, 23.11.2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir.
Fjárhagsáætlun 2023 – Seinni umræða
- Tillaga að tekjustofnum 2023
- Útsvar: 14,52% af útsvarsstofni eða hámarks útsvarsálagning sem heimilt er samkvæmt lögum.
- Fasteignaskattur
- Íbúðarhús og útihús í sveitum: 0,5% af fasteignamati húss og lóðar.
- Opinberar byggingar: 1,32% af fasteignamati húss og lóðar .
- Aðrar fasteignir: 1,4% af fasteignamati húss og lóðar.
Elli- og örorkulífeyrisþegar með lögheimili og búsetu í Kaldrananeshreppi njóta 75% afsláttar af fasteignaskatti ef árstekjur fara ekki yfir 4.500.000 kr.- hjá einstaklingi og 6.400.000 kr.- hjá hjónum samkvæmt nýjasta skattframtali. Þar með talið eignir og fjármagnstekjur.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 5. þ.e.: 1. feb, 1. apr, 1. júní, 1. ágúst og 1. október.
- Lóðarleiga í Drangsneslandi: Lóðarleiga verði 1,3% af fasteignamati lóðar.
Samþykkt samhljóða.
- Tillaga að gjaldskrám 2023
- Gjaldskrá Drangsnesvatnsveitu:
Sveitarstjórn ákveður að notenda- og eingreiðslugjöld hækki um 6% ásamt því að hámarksgjald verði 30.000kr.- og lágmarksgjald hækki í 20.000kr.-
- Gjaldskrá fyrir fráveitur í Kaldrananeshreppi:
Sveitarstjórn ákveður að notenda- og eingreiðslugjöld hækki um 10% ásamt því að hámarksgjald verði 30.000kr.- og lágmarksgjald hækki í 20.000kr.-
- Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Kaldrananeshreppi.
Sveitarstjórn ákveður að notenda- og eingreiðslugjöld hækki um 10%.
- Gjaldskrárhækkun Hitaveitu Drangsness:
Sveitarstjórn ákveður að vatnsgjald um vatnsmæli fyrir rúmmetra vatns hækki um 4%, notendagjöld hækki um 6% og eingreiðslugjöld hækki um 10%.
- Gjaldskrá Drangsneshafnar:
Sveitarstjórn ákveður að notenda- og eingreiðslugjöld hækki um 6%.
- Gjaldskrá vegna skipulags og byggingargjalda:
Oddviti leggur fram tillögu um að gjöld vegna þjónustu byggingarfulltrúa verði í samræmi við gjaldskrár þeirra sveitarfélaga sem nýta sér þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa Stranda- Dala- og Reykhóla. Tillagan borin upp og samþykkt.
- Ýmsar gjaldskrár og þjónustugjöld sem innheimt eru af Kaldrananeshreppi.
Oddviti leggur til að þjónustugjöld hækki um 6%.
Samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun 2023 og fjögurra ára áætlun 2023-2026 – Seinni umræðaFjárhagsáætlun 2023 og fjögurra ára áætlun 2023-2026 rædd.
Fjárhæðir í þúsundum króna
A hluti A og B hluti
Rekstrarniðurstaða 2023 4.584 -172
Handbært fé frá rekstri 4.744 7.104
Fjárfestingar nettó 38.000 101.000
Tekin ný langtímalán 0 0
Handbært fé í árslok 40.036 40.036
Fjárhagsáætlun rædd.
Oddviti gerir grein fyrir rekstrarliðum sveitarfélagsins og fyrirhuguðum fjárfestingum ásamt fjármögnun.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
Ábyrgð vegna lántöku fyrir Sorpsamlagið Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita Sorpsamlagi Strandasýslu sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Sorpsamlagi Strandasýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 45.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum.
Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Sorpsamlagi Strandasýslu. Sveitarstjórnin veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum.
Er lánið tekið til fjármögnunar á kaupum á sorpbíl og tækjum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Sorpsamlags Strandasýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Sorpsamlagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut í Sorpsamlagi Strandasýslu til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Finn Ólafssyni, oddvita, kt. 301284-2179, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Kaldrananeshrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
Borið upp og samþykkt.
Ábyrgð vegna lántöku fyrir Sorpsamlagið – Viðauki ISveitarstjórn gerði grein fyrir viðauka 1 við ábyrgð vegna lántöku fyrir Sorpsamlagið en þar er gert grein fyrir einfaldri ábyrgð og hverju sveitarfélaginu skal veðsetja í.
Viðauki 1 lagður fram til staðfestingar.
Borið upp og samþykkt.
Beiðni Sambands íslenskra sveitarfélagaSamband íslenskra sveitarfélaga fer með fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd þeirra sveitarfélaga sem til þess veita umboð sitt og rennur gildistími allra kjarasamninga út á næsta ári.
Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir endurnýjuðu fullnaðarumboði til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Kaldrananeshrepps.
Beiðni lögð fram til kynningar.
Oddvita falið að undirrita endurnýjað kjarasamningsumboð f.h. Kaldrananeshrepps.
Borið upp og samþykkt.
Samþykkt KaldrananeshreppsSamþykkt Kaldrananeshrepps tekin til yfirferðar og aðlöguð að þeim breytingum sem verða á barnaverndarlögum nr. 80/2002 en barnaverndarnefndir sveitarfélaga verða lagðar niður. Þess í stað reka sveitarfélög barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar.
Breytingar á B.4. lið í 40. gr. um fastanefndir,aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að í Samþykkt Kaldrananeshrepps lagðar fram til kynningar.
Borið upp og samþykkt.
Úthlutun byggðakvóta til byggðarframlaga fiskveiðiárið 2022 – 2023Matvælaráðherra hefur, samkvæmt reglugerð nr. 1018/2022 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2022 - 2023 úthlutað sveitarfélaginu 1.6% af heildarúthlutun.
Úthlutun byggðakvóta lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn ákveður að halda óbreyttu fyrirkomulagi frá fyrra ári.
Oddvita falið að senda rökstuðning þess efnis inn til ráðuneytis.
Borið upp og samþykkt.
Rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísuKaldrananeshreppi barst um miðjan september sl. drög að samningi um umdæmisráð barnaverndar sem unnið hefur verið að í samvinnu við önnur sveitarfélög, ráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga. Að auki barst erindisbréf valnefndar og viðauki við samning vegna stofnunar og starfsemi umdæmisráðs barnaverndar.
Nú liggja fyrir tveir samningar frá valnefnd, fyrri samningur sem lagður var fyrir sveitarstjórn þann 19. september sl. (Leið 2) og núverandi samningur (Leið 1)sem lagður hefur verið fram með breytingum.
Samningar frá valnefnd Umdæmisráðs lagðir fram til kynningar.
Oddvita falið að undirrita núverandi samning f.h. Kaldrananeshrepps.
Borið upp og samþykkt.
Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélagsKaldrananeshreppi barst umsókn þar sem óskað er eftir því að nemandi með lögheimili í hreppnum fái að sækja nám í öðrum hverfisskóla fram að næsta skólaári. Sveitarfélagið mun í kjölfar þess greiða þann kostnað sem kemur til vegna skólavistunarinnar.
Umsókn lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn samþykkir að verða við umsókninni og mun greiða þann kostnað við skólavist í öðrum skóla fram að næsta skólaári.
Þjónustufulltrúa falið að bregðast við.
Borið upp og samþykkt samhljóða.
Bréf frá Innviðaráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinuHreppnum barst bréf vegna barnaverndarþjónustu og umdæmisráða frá Innviðaráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Í bréfinu er fjallað um þær breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002 sem koma til framkvæmda 1. janúar 2023 og komið á framfæri leiðbeiningar til sveitarstjórna.
Bréf lagt fram til kynningar.
Beiðni Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélagaBreytingar á skipulagi barnaverndar taka gildi 1. janúar 2023 og verða barnaverndarnefndir sveitarfélaga lagðar niður en í stað þess reka sveitarfélög barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar.
Eru sveitarfélög sem huga að því að sækja um undanþágu hvött til þess að gera það sem fyrst til Mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Beiðni lögð fram til kynningar.
Sala á ljósleiðarakerfi KaldrananeshreppsOddviti leggur fram kaupsamning fyrir ljósleiðarakerfi hreppsins upp á 22.250.000kr.- við Mílu hf.
Kaupsamningur lagður fram til kynningar.
Sveitarstjórn ákveður að ganga að tilboðinu og felur oddvita að ganga frá samningi.
Borið upp og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið klukkan 22:22