Grindavíkurbær
Skipulagsnefnd - Fundur 94
10.01.2022 - Slóð
**94. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 10. janúar 2022 og hófst hann kl. 17:00.**
Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður,
Björgvin Björgvinsson, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá mál með afbrigðum sem síðasta mál.
Áform um stækkun og endurbætur á Miðgarði 3 - 2201018
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
**1. Hverfisskipulag Stíga- og Vallahverfis í Grindavík - 2106112**
Erla Bryndís Kristjánsdóttir frá Verkís sat fundinn undir dagskrárliðnum.
Farið yfir greinargerð og deiliskipulagsuppdrátt og gerðar smávægilegar breytingar.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
**2. Deiliskipulagsbreyting - Orkuvinnslusvæði á Reykjanesi - 2012024**
Máli frestað þar sem umsagnir bárust ekki frá Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands.
**3. Umsókn um byggingarleyfi - Félagsaðstaða eldri borgara við Víðihlíð - 2201014**
Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð. Teikningar arkitekts lagðar fram.
Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
**4. Eldvörp Aðgengi - 2102119**
Óskað er framkvæmdaleyfis fyrir framkvæmdum við Eldvörp. Verkefnið er unnið í samvinnu við Geopark. Umsögn Umhverfisstofnunar og samþykki Ríkiseigna og HS orku liggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti og vísar erindinu til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.
**5. Sjóvarnargarður við golfvöll - 2201016**
Í sjávarflóði þann 6.janúar sl. varð golfvöllurinn við Húsatóftir, vestan Grindavíkur, fyrir tjóni af völdum grjóts sem dreifðist viða um völlinn niður við sjó. Sambærilegur atburður átti sér stað í febrúar 2020.
Bókun:
Skipulagsnefnd hvetur Vegagerðina til þess að gera úttekt á sjóvarnargörðunum m.a. við golfvöllinn og gera þær úrbætur sem þarf til að lágmarka tjón komi til sambærilegs atburðar aftur.
Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að ræða við Vegagerðina.
**6. Áform um stækkun og endurbætur á Miðgarði 3 - 2201018**
Vísir hf. óskar eftir heimild til að hefja vinnu við að breyta deiliskipulagi við Miðgarð 3 vegna stækkunar á fiskvinnsluhúsnæði.
Skipulagsnefnd heimilar Vísi hf. að hefja vinnu við deiliskipulagsbreytingu við Miðgarð 3. Vinnan skal unnin í samráði við Hafnarstjórn.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
**7. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 56 - 2201006F **
Fundargerð afgreiðslunefndar nr. 56 lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)