Dalabyggð
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 228
**1. 2211020 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2023**
| Frá 301. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til varðandi álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2023:|
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars 2023 verði 14,52%.
Álagningarhlutfall fasteignaskatts:
a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga.
b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
Afsláttur af fasteignaskatti ellilífeyrisþega og öryrkja sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 og reglur Dalabyggðar hækkar sem nemur breytingu á launavísitölu milli áranna 2020 og 2021 (desembervísitala) og upphæðir síðan námundaðar niður að næsta þúsundi.
Samþykkt samhljóða
Frá 301. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til varðandi gjaldskrá fyrir geymslu að Fjósum fyrir árið 2023:
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að útihús að Fjósum verði sett í söluferli ásamt afmarkaðri lóð þar í kring.
Samþykkt samhljóða
Gjaldskrá fyrir geymslu að Fjósum gildi þangað til. Gjaldskrá tekur breytingum samkv. byggingarvísitölu í september ár hvert (grunnur 2009). Byggingarvísitala í september 2022 er 174,1.
Samþykkt samhljóða
Frá 301. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til varðandi gjaldskrá félagsheimila fyrir 2023:
Árblik verði tekið út úr gjaldskrá þar sem það er komið í útleigu til rekstraraðila. Tjaldsvæði við félagsheimili tekin út úr gjaldskrá þar sem sveitarfélagið á ekki að vera í samkeppnisrekstri. Stór salur með eldhúsi (s.s. án þess minni) tekin út úr gjaldskrá þar sem ekki er hægt að nýta eða leigja út litla sal á meðan stóri salur er í notkun með eldhúsinu.
Að öðru leiti taki gjaldskrá félagsheimila fyrir 2023 mið af 5,4% hækkun.
Samþykkt samhljóða
Frá 301. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til varðandi gjaldskrá Auðarskóla fyrir 2023:
Hálftímagjald vegna seinkunar skólabíla á miðvikudögum verði tekið út þar sem það á ekki lengur við m.v. skólastarf.
Að öðru leiti taki gjaldskrá Auðarskóla 2023 mið af 5,4% hækkun.
Samþykkt samhljóða
Frá 301. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til varðandi gjaldskrá um leigu beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar fyrir 2023:
Gjaldskrá beitar- og ræktunarlands 2023 taki mið af 5,4% hækkun.
Samþykkt samhljóða
Frá 301. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til varðandi gjaldskrá hafna Dalabyggðar fyrir 2023:
Gjaldskrá hafna 2023 taki mið af 5,4% hækkun.
Samþykkt samhljóða
Frá 301. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til varðandi gjaldskrá hundahalds í Dalabyggð fyrir 2023:
Gjaldskrá fyrir hundahald 2023 taki mið af 5,4% hækkun.
Samþykkt samhljóða
Frá 301. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til varðandi gjaldskrá fráveitu í Dalabyggð fyrir 2023:
Gjaldskrá fráveitna 2023 taki mið af 5,4% hækkun.
Samþykkt samhljóða
Frá 301. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til varðandi gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps 2023:
Gjaldskrá vegna sorps 2023 hækki um 30%.
Samþykkt samhljóða
Frá 301. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til varðandi gjaldskrá Héraðsbókasafns Dalabyggðar fyrir 2023:
Lagt til að árskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu verði íbúum gjaldfrjáls en sektargjald og millilánasafn haldi og taki mið af 5,4% hækkun.
Samþykkt samhljóða
Lagt til að gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar fyrir árið 2023 taki mið af 5,4% hækkun fyrir utan gjöld í 4. gr. þar sem heimæðagjald breytist 1. janúar ár hvert og tekur mið af vísitölu byggingarkostnaðar 1. desember 2022 sem er 176,0 stig. Hækkun gjalda í 4. gr. verði í samræmi við hækkun vísitölu frá fyrra ári.
Samþykkt samhljóða
Lagt til að gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, byggingarheimildar-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld í Dalabyggð fyrir árið 2023 uppfærist 1. janúar 2023 í samræmi við ákvæði 6. gr. og taki mið af vísitölu byggingarkostnaðar 1. desember 2022 sem er 176,0 stig.
Samþykkt samhljóða
Lagt til að gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð 2023 taki mið af 5,4% hækkun.
Samþykkt samhljóða
Lagt til að gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar fyrir árið 2023 taki mið af 5,4% hækkun.
Samþykkt samhljóða
Lagt til að í gjaldskrá Silfurtúns fyrir árið 2023 hækki húsaleiga, þjónustugjald og fæði fyrir leigjendur um 5,4% en gjald í mötuneyti að öðru leyti hækki í samræmi við innkaupaverð þjónustu.
Samþykkt samhljóða
[Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2023 - tilb..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=svp2t8oLc0aM6ptsW6CMw&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
[Gjaldskrár Fjósar 2023 - tilb..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=jcPyMOOa7kybI8iaHz0MA&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
[Gjaldskrá félagsheimila 2023 - tilb..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=xo67Qm5K9kaXV39ndIanoQ&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
[Gjaldskrá Auðarskóli 2023 - tilb.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=sMfeuKmsIkSUzgb2ivXRA&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
[Gjaldskrá - Leiga beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar 2023 - tilb.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=boMkDDejRkCNKdVf4cfv1g&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
[Gjaldskrá hafnir Dalabyggðar 2023 - tilb..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=S1fggOz8BU2xe2wsjwsQcA&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
[GJALDSKRÁ fyrir hundahald 2023 - tilb..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=llBJKctVREiq43uid01U3A&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
[GJALDSKRÁ fráveitu í Dalabyggð 2023 - tilb..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=IGvpshwoj0eCIij3zIJBlA&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
[GJALDSKRÁ fyrir hirðingu-móttöku og eyðingu sorps 2023 - tilb..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=ZASGGzhZFkmoubswweiEtQ&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
[Bókasafn Dalabyggðar - gjaldskrá 2023 - tilb.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=mt2pAw5pzEqSiql0TQ4qGA&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
[Gjaldskrá vatnsveitu 2023 - tilb..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=hr0QA1598E6bDIAc47lhHg&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
[GJALDSKRÁ fyrir byggingarleyfis 2023 - tilb..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=B8q7X7PmBkWaJe370wJnlw&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
[Gjaldskrá Slökkvilis Dalabyggðar 2022 - tilb..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=jnzNvXg_Gkq31z9K1JDZJw&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
[Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð 2023 - tilb..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=DhAgUbyCEUepBkIn4t3xw&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
[Gjaldskrá fyrir dvalarh. Silfurtún 2023 - tilb..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=X6_AefruWkWQWYnpMkbNIQ&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
**2. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023 - 2026, seinni umræða.**
|Til máls tóku: Björn Bjarki, Skúli, Ingibjörg og Björn Bjarki (öðru sinni).|
Fjárhagsáætlun 2023, ásamt þriggja ára áætlun 2024-26, samþykkt samhljóða.
[Fjárhagsáætlun 2023-2026.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=zciU8uiYh0WX39dx_DbFQ1&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
[Greinargerð með fjárhagsáætlun 2023-2026.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=2g68olOtt0qipXch2L_6Vg1&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
|Björn Bjarki víkur af fundi undir dagskrárliðnum.|
**3. 1702012 - Starfsmannamál 2022**
|Sveitarstjórn staðfestir bókun byggðarráðs.|
Samþykkt samhljóða
|Björn Bjarki kemur aftur til fundar.|
**4. 2210011 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki VIII (8)**
|Til máls tók: Björn Bjarki.|
Viðauki VIII samþykktur samhljóða.
[Viðauki VIII - lagt fram í sv.stj.15.12.2022.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=ivPDUam3VUugQqxhqoDaWw1&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
**5. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar 2020 - 2032**
|Lagt til að afgreiðslu verði frestað.|
Samþykkt samhljóða.
**6. 2206017 - Samantekt um stöðu sauðfjárræktar**
|Ingibjörg las upp tillögu að bókun:|
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á matvælaráðherra að virða það samkomulag sem gert var við undirritun búvörusamninga í febrúar 2016 og fresta fyrirhugaðri niðurtröppun greiðslumarks hjá sauðfjárbændum til 1. janúar 2024. Markmið samningsins um aukna verðmætasköpun greinarinnar hafa alls ekki gengið eftir sem var megin forsenda niðurtröppunar samkvæmt því samkomulagi.
Greinargerð:
Árið 2021 voru rúmlega 24.000 vetrarfóðraðar kindur í Dalabyggð en í skýrslu Byggðastofnunnar sem unnin var fyrir Innviðaráðuneytið fyrr á þessu ár kemur fram að sauðfjárrækt sé hlutfallslega mikilvægust á landinu í Dalabyggð en 5,3 sauðfjárbú (>300 kindur) eru á hverja 100 íbúa sveitarfélagins. 70% skólabarna í grunnskóladeild Auðarskóla koma úr dreifbýlinu utan Búðardals. Flest börnin úr dreifbýli koma frá heimilum þar sem sauðfjárrækt er undirstaða í atvinnutekjum heimils.
Nokkur endurnýjun hefur verið á sauðfjárbúum í sveitarfélaginu uppá síðkasti og ábúendur fjárfest í greiðslumarki sem nú á að trappa niður þannig að hluti ríkisstuðnings mun flytja úr Dalabyggð í önnur sveitarfélög þar sem atvinnugreinin er minna mikilvæg en í Dalabyggð.
Samkvæmt skýrslum um rekstur sauðfjárbúa undanfarin ár hefur greiðslumark mikil áhrif á rekstrarhæfni þeirra. Best reknu búin hafa meiri afurðir eftir hverjar kind sem leiðir til lægra kolefnisspors á dilkakjötsframleiðsluna. Að draga úr vægi greiðslumarks sauðfjárbænda gengur því gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi ásamt því að ganga gegn markmið búvörulaga nr. 99/1993 um að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta.
Sveitarstjórn Dalabyggðar ítrekar hvatningu til ráðherra og vonar að matvælaráðherra taki áskoruninni vel og gefi sauðfjárbændum tækifæri til að kynna aðstæður og forsendur í sínum rekstri þegar að fyrirhugaðri heimsókn ráðherrans í Dalina verður á nýju ári. Samtal um málefni sauðfjárræktar á forsendum möguleika til aukinnar verðmætasköpunar verður að verða og það er von Dalamanna að ráðherrann komi vel undirbúin til viðræðna um málefni landbúnaðarins þegar heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika.
Til máls tók: Eyjólfur.
Bókun samþykkt samhljóða.
**7. 2207018 - Samstarfsverkefni Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar um skipulags- og byggingamál.**
|Til máls tóku: Björn Bjarki og Skúli.|
Tillaga um að vinna áfram að greiningu valkosta í minnisblaði samþykkt samhljóða.
[Minnisblað 8.12.2022 skipulags- og byggingamál.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=wgNG6nKeZU2Wek6o4O1WCQ1&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
**8. 2211043 - Miðbraut 11 eignaskiptayfirlýsing**
|Samþykkt samhljóða|
**9. 2212001 - Umsókn um fasteignastyrk**
|Samþykkt samhljóða að veita Hestamannafélaginu Glað styrk vegna fasteignagjalda. Félagið á 60,5% í Nesodda ehf.|
**10. 2212002 - Leyfi og umsögn vegna brennu, flugeldasölu og flugeldarsýningar 2022**
|Sveitarstjórn veitir fyrir hönd Dalabyggðar sem landeiganda leyfi fyrir brennu og flugeldasýningu.|
Til máls tók: Skúli.
Samþykkt samhljóða
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við leyfisumsóknir fyrir flugeldasýningu, flugeldasölu og brennu á gamlárskvöld.
Samþykkt samhljóða
**11. 2212007 - Umboð vegna kjarasamninga**
|Samþykkt samhljóða|
**12. 2209009 - Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni**
|Til máls tók: Björn Bjarki|
Sveitarstjóra falið að undirrita samning um umdæmisráð barnaverndar hvort sem ákveðið verði að ganga til samninga á grundvelli hins nýja samnings, nefnd leið 1, eða samningsins sem lagður var fram á 225. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða
**13. 2211044 - Umsókn um vegsvæði í landi Gunnarsstaða**
|Samþykkt samhljóða|
**14. 2211039 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna bílastæða, endurbætur á heimreið og göngustígum**
|Samþykkt samhljóða|
**21. 2111005F - Dalaveitur ehf - 40**
**21.1. 2101015 - Ísland ljóstengt 2021**
Tvær heimtaugar eru staðfestar. Lagningu annarrar er u.þ.b. lokið og hin mun klárast í næstu viku.
**21.2. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025**
Gjaldskrá 2022 samþykkt samhljóða.
**15. 2211001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 301**
|Samþykkt samhljóða|
**15.1. 2211012 - Ósk um viðræður - lóðaframboð**
Lagt til að formaður byggðarráðs og sveitarstjóri taki samtal við Eykt varðandi erindið.
Samþykkt samhljóða.
**15.2. 2206033 - Jafnréttisáætlun**
Lagt til að fastanefndir taki drög að nýrri jafnréttisáætlun Dalabyggðar til umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða.
**15.3. 2211003 - Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd**
Lagt til að Guðlaug Kristinsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar, verði fulltrúi sveitarfélagsins í vatnasvæðanefnd og felur sveitarstjóra að óska eftir samstarfi við nágrannasveitarfélögin Strandabyggð og Reykhólahrepp um tilnefningar að öðru leiti.
Samþykkt samhljóða.
**15.4. 2210004 - Breytingar á förgun dýrahræja 2022**
Lagt til að sveitarstjóri óski eftir fundi með Sorpurðun Vesturlands varðandi förgun dýrahræja og kynni niðurstöðu þess samtals fyrir sveitarstjórn í desember.
Samþykkt samhljóða.
**15.5. 2010008 - Frón fasteignamiðlun - innheimtubréf**
Samþykkt að hafna framlagðri kröfu og leita þjónustu lögfræðings við úrlausn málsins.
Samþykkt samhljóða.
**15.6. 2202026 - Framkvæmdir 2022**
Byggðarráð vísar til þess að þar sem um innkaup undir innlendum viðmiðunarfjárhæðum er að ræða skv. 24. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup, þá eiga ákvæði um útboðsskyldu ekki við.
Þar sem ekki er um útboð að ræða í fyrrgreindum tilvikum þá eiga reglur laga um framkvæmd útboða ekki við.
**15.7. 2211016 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags**
**15.8. 2210034 - Framkvæmdir á höfn í Búðardal**
Lagt til að keyptur verði krani á höfnina í Búðardal og gert ráð fyrir því í viðauka sem og fjárhagsáætlun næsta árs.
Umsjónarmanni framkvæmda og verkstjóra falið að vinna áfram að málinu með sveitarstjóra.
Samþykkt samhljóða.
**15.9. 2210011 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki VIII (8)**
Lækkun í heildina upp á 18.583.000 kr.- og á móti hækkun upp á 18.103.000 kr.-
Breyting á fjárfestingum eru 850.000 kr.- til lækkunar.
**15.10. 2211006 - Beitar- og ræktunarland 2023**
Samþykkt að þeir sem hafa haft tilgreind svæði til umráða frá síðustu auglýsingu, þ.e. ræktunarland, fái framlengingu fram á haustmánuði 2023 og eftir það verði samningstímabil miðað við að samningum ljúki að hausti.
Samþykkt samhljóða.
**15.11. 2211017 - Ósk um áframhaldandi samstarf um rekstur Eiríksstaða**
Byggðarráði barst erindi vegna reksturs á Eiríksstöðum sem felst í því að rekstraraðilar óska eftir framlengingu á samningi.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
**15.12. 2211018 - Erindi vegna reksturs Vínlandsseturs**
Byggðarráði barst erindi vegna reksturs Vínlandsseturs.
Erindið er ekki birt vegna viðskiptahagsmuna en rætt var um mögulegar breytingar á rekstri setursins.
**15.13. 2211010 - Erindi frá ADHD Samtökunum**
Byggðarráð þakkar erindið en sér ekki fært á að verða við því að þessu sinni.
**15.14. 2211013 - Styrkbeiðni frá Ólafsdalsfélaginu 2023**
Byggðarráð þakkar erindið en sér ekki fært á að verða við því að þessu sinni.
**15.15. 2211011 - Erindi vegna ljósabúnaðar í Dalabúð**
**15.16. 2211020 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2023**
Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2023
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars 2023 verði 14,52% og álagningarhlutfall fasteignaskatts
a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga.
b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
Afsláttur af fasteignaskatti ellilífeyrisþega og öryrkja sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 og reglur Dalabyggðar hækkar sem nemur breytingu á launavísitölu milli áranna 2020 og 2021 (desembervísitala) og upphæðir síðan námundaðar niður að næsta þúsundi.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrár Fjósar 2023
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að útihús að Fjósum verði sett í söluferli ásamt afmarkaðri lóð þar í kring.
Gjaldskrá fyrir Fjósar 2023 gildi þangað til.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá vatnsveitu 2023
Umræðu um gjaldskrá frestað þar sem byggingarvísitala liggur ekki fyrir.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð 2023
Umræðu um gjaldskrá frestað þar til búið er að eiga fund með Sorpurðun Vesturlands.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá félagsheimila 2023
Árblik verði tekið út úr gjaldskrá, tjaldsvæði við félagsheimili verði tekin út úr gjaldskrá, stór salur með eldhúsi (án litla sals) í Dalabúð verði tekið út úr gjaldskrá.
Samþykkt samhljóða.
Varðandi almenna útleigu fyrir smærri fundi í Dalabúð, er því vísað til umræðu á næsta fundi byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá félagsheimila fyrir 2023 taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá Auðarskóli 2023
Lagt til að fella út hálftímagjald vegna seinkunar skólabíla á miðvikudögum.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá Auðarskóla 2023 taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá - Leiga beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar 2023
Gjaldskrá beitar- og ræktunarlands 2023 taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá Dalaveitur ehf 2023
Gjaldskrá Dalaveitna 2023 taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- framkvæmda- skipulags- og þjónustugjöld í Dalabyggð 2023
Umræðu um gjaldskrá frestað þar sem byggingarvísitala liggur ekki fyrir.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá hafnir Dalabyggðar 2023
Gjaldskrá hafna 2023 taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá fyrir hundahald 2023
Gjaldskrá fyrir hundahald 2023 taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá fráveitu í Dalabyggð 2023
Gjaldskrá fráveitna 2023 taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps 2023
Gjaldskrá vegna sorps 2023 hækki um 30%.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá fyrir Silfurtún 2023
Gjaldskrá Silfurtúns 2023 taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.
Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá Bókasafn Dalabyggðar 2023
Lagt til að árskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu verði íbúum gjaldfrjáls en sektargjald og millilánasafn haldi sér og taki mið af 5,4% hækkun á gjaldskrám.
Samþykkt samhljóða.
**15.17. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023**
Lagt til að gert verði ráð fyrir vilyrði fyrir veitingu á stofnframlagi til tveggja íbúða 2023 og fjögurra íbúða 2024.
Áætlað er að stofnframlag Dalabyggðar geti numið 7.000.000 kr. árið 2023 og um 14.000.000 kr. árið 2024 m.v. stærðir og fjölda íbúða.
Samþykkt samhljóða.
**15.18. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf.**
Sveitarstjóra falið að ræða við aðra eignaraðila varðandi úrlausn málsins.
Samþykkt samhljóða.
**16. 2212010F - Byggðarráð Dalabyggðar - 302**
|Samþykkt samhljóða|
**16.1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023**
Byggðarráð samþykkti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með áorðnum breytingum og beinir henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Umræður urðu um afmarkað svæði fyrir hundagerði. Byggðarráð samþykkti að beina því til umhverfis- og skipulagsnefndar að gera tillögu að staðsetningu og fyrirkomulagi og senda til byggðarráðs.
**16.2. 2211012 - Ósk um viðræður - lóðaframboð**
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og er tilbúið til að láta framkvæma óverulega breytingu á deiliskipulagi til þess að tvær byggingar, með fjórum íbúðum hvor, komist fyrir við enda Bakkahvamms. Sveitastjóra falið að halda utan um verkefnið og vera í sambandi við Eykt ehf. varðandi framgang þess.
**16.3. 1702012 - Starfsmannamál 2022**
Sveitarstjóri kynnti drög að skipuriti Dalabyggðar. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að vinna að málinu áfram í þeim anda sem rætt var um á fundinum.
Rætt um ráðningarsamning sveitarstjóra samkvæmt endurskoðunarákvæði 1.desember ár hvert. Oddviti sveitarstjórnar sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð samþykkti fyrirliggjandi tillögu að breytingu. BÞ vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
**17. 2209011F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 64**
|Samþykkt samhljóða|
**17.1. 2211014 - Samningur við Samskiptamiðstöðina**
Drög að samningi við Samskiptamiðstöðina um vinnslu barnaverndarmála fyrir Dalabyggð kynnt.
Félagsmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að ganga til samninga við Samskiptamiðstöðina.
Samþykkt samhljóða
**17.2. 2211015 - Samstarf um félagsþjónustu**
Sveitarstjóri sagði nefndinni frá samtölum sem hafa átt sér stað við sveitarstjóra Reykhólahrepps og Strandabyggðar varðandi samstarf um félagsþjónustu sveitarfélaganna.
Nefndin líst vel á fyrirhugað samstarf og leggur til við sveitarstjórn að formgera samstarf um félagsþjónustu þessara sveitarfélaga. Horft verði til þess að ein sameiginleg velferðarnefnd/félagsmálanefnd starfi fyrir svæðið.
Samþykkt samhljóða.
**18. 2208007F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 33**
|Til máls tóku: Garðar og Björn Bjarki.|
Samþykkt samhljóða
**18.1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023**
Búið er að taka tillit til ábendinga atvinnumálanefndar við gerð fjárhagsáætlun 2023-2026.
**18.2. 2208004 - Vegamál**
Rætt um framkvæmdir í Dalabyggð sem er lokið, sem eru í vinnslu og þær sem eru á leiðinni í útboð.
Nefndin þakkar Sæmundi fyrir góða yfirferð.
Í dag eru einungis 9 sveitarfélög á landinu sem eru með lengra vegakerfi en Dalabyggð og ekkert þeirra með jafn hátt hlutfall malarvega innan sinna marka.
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar bendir á að nærri 370 km á starfssvæði Vegagerðarinnar í Búðardal eru malarvegir. Það er ljóst að vinna þarf að því að fækka þessum kílómetrum.
Atvinnumálanefnd telur brýnt að fjármagn fáist í framkvæmdir á héraðsvegum. Má nefna að í Dalabyggð eru 85 km (þar af 75 km af malarvegi) af héraðsvegum sem ekki hafa fengið fjárveitingu frá árinu 2007.
Í viðmiðunarreglum um snjómokstur í Dalabyggð er talað um mokstur tvo daga í viku (mánudag og föstudag). Reynsla síðustu ára sýnir að það er ekki nóg, færa þarf mokstur upp í þrjá daga í viku og taka samtal við Vegagerðina þar um.
Í ljósi ofangreinds og með vísan til ályktana sveitarstjórnar um vegamál, vill atvinnumálanefnd beina því til sveitarstjórnar að Dalabyggð fari í vinnu við að gera tillögu að forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu.
**18.3. 2211029 - Eiríksstaðir 2022**
Dagskrárlið frestað til næsta fundar vegna forfalla.
**18.4. 2211030 - Tjaldsvæðið í Búðardal 2022**
Carolin og Skjöldur fara yfir rekstur síðasta árs og áætlanir fyrir 2023.
Komið er að því að drena svæði á tjaldsvæðinu og leggja púða þar sem svæðið er orðið illa farið. Rekstraraðilar hafa gætt að því að hvíla svæði eftir þörfum og ástandi en fátt eftir sem gæti bætt ástandið annað en framkvæmdir.
Skoða þarf hurðir á þjónustuhúsi, hvort núverandi læsingar henti eða hvort hægt sé að skipta þeim út.
Setja þarf upp lýsingu við þjónustuhús og kanna lýsingu við ruslaílát.
Fjarlægja ruslaílát sem ekki tilheyrir flokkunarkerfi á tjaldsvæði ásamt því að endurskoða fyrirkomulag sorphirðu við breytingar um áramót, í samstarfi við rekstraraðila.
**18.5. 2201039 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2022**
Lagt fram til kynningar.
**19. 2211010F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 115**
|Samþykkt samhljóða|
**19.1. 2010009 - Framhaldsnám í Dalabyggð**
Fræðslunefnd þakkar þeim Hrafnhildi og Braga kærlega fyrir góðar kynningar á sínum skólum.
Það er ljóst að það er mikil gróska í framhaldsmenntun á Vesturlandi og tækifæri til staðar fyrir Dalabyggð til að koma á samstarfi við framhaldsskólana með einum eða öðrum hætti.
Samþykkt að skoða málin frekar á milli funda fræðslunefndar til hvaða skóla verði horft hvað varðar næstu skref sem og að kanna hvort það sé mögulegt að ná stuðningi við verkefnið frá ríkisvaldinu og/eða úr öðrum áttum.
**20. 2211003F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 116**
|Til máls tók: Ingibjörg.|
Samþykkt samhljóða
**20.1. 2010009 - Framhaldsskólanám í Dalabyggð**
Rætt um, sem næstu skref, að ná samtali við núverandi nemendur á elsta stigi í Auðarskóla og einnig við nemendur sem hafa hafið nám í framhaldsskóla nýverið til þess að átta sig betur á viðhorfum þessa hóps.
Formanni fræðslunefndar, skólastjóra ásamt umsjónarkennurum á elsta stigi Auðarskóla falið að halda utan um næstu skref þessa verkefnis og kynna á næsta fundi fræðslunefndar.
**20.2. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023**
Sveitarstjóri fór yfir þá þætti sem snúa að fræðslumálunum í fjárhagsáætlun Dalabyggðar á árinu 2023. Gjaldskrárhækkanir eru hóflegar í þeim gjaldskrám sem snúa að þjónustu í fræðslugeiranum.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að tekið verði tillit til frístundaaksturs allt árið 2023.
Fræðslunefnd vill hvetja til, þegar vonandi framkvæmdir við íþróttamannvirki hefjast, að hugað verði að umhverfi þeirra mannvirkja og skólans hvað lóðaframkvæmdir varðar og horft verði heildstætt að framkvæmdir og viðhald þeirra lóða sem um ræðir.
**20.3. 2210027 - Skólastarf Auðarskóli 2022-2023**
Rætt um skólastarfið það sem af er vetri og stöðu einstakra mála.
Framlögð og rædd drög að reglum um skólasókn í Auðarskóla, fræðslunefnd samþykkti að vinna málið áfram og leggja fram til samþykktar á næsta fundi fræðslunefndar.
Framlögð og rædd drög að reglum um móttöku fósturbarna. Fræðslunefnd samþykkti að vinna málið áfram og leggja fram til samþykktar á næsta fundi fræðsluefndar
Niðurstöður Skólapúlskönnunar fyrir 2.-5.bekk yfirfarin.
Innra mat Auðarskóla 2021-2022 lagt fram og kynnt. Sjá fylgiskjal við fundargerð.
**20.4. 2210028 - Starfsáætlun Auðarskóla 2022-2023**
Starfsáætlun Auðarskóla fyrir skólaárið 2022- 2023 samþykkt.
**20.5. 1809023 - Skólastefna Dalabyggðar**
Farið yfir stöðu vinnunnar og stefnt að því að stöðuskýrsla verði kynnt á næsta fundi fræðslunefndar í janúar.
**20.6. 1509018 - Félagsmiðstöðin Hreysið**
Rætt um tillögu að uppfærðum reglum fyrir félagsmiðstöðina ungmenna. Efnislega samþykkir fræðslunefnd reglurnar og felur tómstundafulltrúa að yfirfara málfar og framsetningu einstakra liða. Einnig samþykkir fræðslunefnd að efna til skoðunarkönnunar meðal notenda félagsmiðstöðvar um heiti á félagsmiðstöðinni. Að framangreindu loknu þá taki fræðslunefnd reglurnar til afgreiðslu og í kjölfarið sendi til sveitarstjórnar.
Rætt um þörf á að verklagsreglum varðandi stuðning á viðburðum á vegum félagsmiðstöðvar. Fræðslunefnd felur tómstundafulltrúa að afla gagna frá öðrum sveitarfélögum/félagsmiðstöðvum varðandi það hvort og hvernig staðið er að málum varðandi sérstakan stuðning og/eða gæslu á viðburðum á vegum félagsmiðstöðvarinnar.
Viðbótarstarf í félagsmiðstöð. Í ljósi þess að tillaga er um aukið starfshlutfall þá felur fræðslunefnd tómstundafulltrúa, í samstarfi við skólastjóra, falið að undirbúa auglýsingu um starfið.
**20.7. 2211009 - Ungmennaráð 2022-2023**
Fram eru komin fjögur framboð í tvö laus sæti í ungmennaráði sem fræsðlunefnd skipar í.
Þau Jón Egill Jóhannsson og Guðrún Blöndal lýstu vanhæfi viðafgreiðslu þessa máls og viku af fundi.
Fræðslunefnd samþykkti að bjóða þeim Matthíasi og Kristínu þau lausu sæti í umgmennaráði sem skipa á í nú. Tómstundafulltrúa falið að tilkynna þeim sem kost á sér gáfu um niðurstöðuna og huga að næsta fundi ungmennaráðs.
**20.8. 2210002 - Samstarfssamningur við UDN - uppfærsla 2022**
Rætt um samning á milli UDN og Dalabyggðar. Núgildandi samningur rennur út um næstu áramót. Sveitarstjóri kynnti stöðu vinnunnar og að stefnt sé að því að undirrita endurnýjaðan og uppfærðan samning við UDN.
Sumarið 2023 og sumarstarf barna og ungmenna. Rætt um hvernig sumarstarfi þessa hóps væri best fyrirkomið. Fræðslunefnd samþykkir að kalla til samtals um fyrirkomulag sumarstarfs 2023 fulltrúa Íþróttafélagsins Undra, Hestamannafélagsins Glaðs, Skátafélagsins Stíganda með fulltrúa Dalabyggðar. Sveitarstjóra falið í samstarfi við tómstundafulltrúa að kalla til fundar um verkefnið í janúar 2023.
**20.9. 2205025 - Frístundaakstur**
Formaður Íþróttafélagsins Undra fór yfir hvernig verkefnið hefur farið af stað. Mjög ánægjuleg þróun hefur átt sér stað og fjöldi iðkenda hefur aukist. Ljóst er að fjöldi iðkenda leiðir til þess að fá þarf aukabíl, eða stærri bíl, í ákveðnar ferðir og unnið er að lausn á því. Einnig þarf að huga að því að hvernig best sé staðið að því að aðstoða yngstu nemendur Auðarskóla sem þjónustuna nota út í bílinn sem flytur þau út að Laugum.
**20.10. 2206030 - Erindisbréf fræðslunefndar**
**20.11. 2211004 - Fræðslusamningur**
Fræðslunefnd þakkar erindið. Auðarskóli hefur tekið inn í sína lífsleiknikennslu málefni hinsegin fólks. Samþykkt að fela skólastjóra að kanna hvernig best sé staðið að fræðslu sem þessari á komandi skólaári.
**22. 2211012F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 133**
|Samþykkt samhljóða|
**22.1. 2211039 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna bílastæða, endurbætur á heimreið og göngustígum**
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið.
**22.2. 2203002 - Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal**
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að eiga samskipti við Skipulagsstofnun varðandi næstu skref í ferli málsins.
**22.3. 2211038 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi í Búðardal**
Þann 26. október 2022 lagði eigandi Brekkuhvamms 12 inn erindi sem sýnir að gildandi deiliskipulag er ekki rétt. Samkvæmt þeim gögnum sem hann hefur í höndum kemur fram að deiliskipulags uppdráttur stangast á við eignarétt hans. Það sem þarf að fjarlægja eru núverandi lóðamerkingar á lóð Brekkuhvamms 12 og 12a.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að taka umræddar lóðir út af skipulagi.
Þann 18. nóvember 2022 bað eigandi Bakkahvamms 13 um að stækka byggingarreit þannig að frá húsi að lóðamörkum séu 5m í stað 6m og færa bílastæði frá austurhluta yfir í vesturhluta.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fara í grenndarkynningu vegna þessa.
Samkvæmt athugasemdum Minjastofnunar um tóft við Bakkahvamm 17 er mögulega gamall mókofi við lóðina.
Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að viðkomandi lóð verði ekki úthlutað að svo stöddu og horft verði til skipulags götunnar við endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins.
Ljóst er að endurskoða þarf gildandi deiliskipulag í enda Bakkahvamms og Efstahvamms, umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fresta umræðu um það verkefni að sinni.
**22.4. 2211041 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnisvinnslu í landi Erpsstaða**
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls og felur skipulagsfulltrúa að ræða við Vegagerðina um stöðu mála.
**22.5. 2111026 - Sorphirða í Dölum**
Umhverfis- og skipulagsnefnd er sammála um að fylgjast vel með þróun mála og mun taka málið til umræðu í upphafi árs 2023.
**22.6. 2211040 - Hróðnýjarstaðir - Umsókn um byggingu smávindmyllu**
Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins þar sem málið á sér ekki stað í núgildandi aðalskipulagi.
**22.7. 2211044 - Umsókn um vegsvæði í landi Gunnarsstaða**
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir skráninguna.
**23. 2211011F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 66**
|Til máls tók: Þuríður.|
Samþykkt samhljóða
**23.1. 2201044 - Rekstur Silfurtúns 2022**
Framlögð staða á rekstri Silfurtúns fyrstu 10 mánuði ársins 2022. Rætt um hlutverk og verkefni formanns stjórnar í því tilliti, rætt um að framlengja samkomulag við formann stjórnar um dagsdaglegt skipulag heimilisins a.m.k. út fyrsta ársfjórðung ársins 2023. Sveitarstjóra falið að ganga frá samkomulagi þar að lútandi við formann, Þuríður vék af fundi meðan þessi þáttur var ræddur.
Einnig rætt um starfsmannahald og vaktaskipan, formanni stjórnar og sveitarstjóra falið að vinna málin áfram.
Rætt um stöðu einstakra þátta og framkvæmda.
Formaður stjórnar sagði frá heimsókn Lionsklúbbsins sem kom á Silfurtún og setti upp jólaskraut sunnudaginn 4. desember, stjórn Silfurtúns þakkar Lionsfélögum fyrir velvild í garð heimilisins.
**23.2. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023**
Farið yfir þær forsendur sem unnið hefur verið eftir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Ekki er enn ljóst hvernig daggjöld þróast á milli fjárlagaára. Samþykkt að fela formanni stjórnar og sveitarstjóra að ræða við Sjúkratryggingar Íslands um þann daggjaldagrunn sem heimilinu verði greitt samkvæmt á árinu 2023.
Áformað er að halda áfram endurbótum á herbergjum heimilismanna á árinu 2023 og fylgt er viðhaldsáætlun þar um.
**23.3. 2211037 - Samþætting þjónustu við aldraða í Dalabyggð**
Samþykkt að fela sveitarstjóra að undirrita samkomulagið f.h. Dalabyggðar.
Stjórn Silfurtúns felur þeim Þuríði Sigurðardóttur og Bjarka Þorsteinssyni að vera fulltrúar Dalabyggðar í vinnunni framundan.
Einnig var formanni stjórnar og sveitarstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi þeirra áhrifa sem verkefnið mun hafa á starfssemi og starfsmannahald á Silfurtúni.
Samþykkt samhljóða.
**23.4. 2209008 - Úttekt embættis landlæknis**
**23.5. 2211020 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2023**
Formanni stjórnar og sveitarstjóra falið að samræma gjaldskrár og stilla af þannig að ekki sé verið að greiða með einstaka þáttum hennar. Tillaga verði í kjölfarið lögð til afgreiðslu sveitarstjórnar á fundi þann 15. desember n.k.
**23.6. 2204015 - Skýrsla frá Vinnueftirlitinu um Silfurtún**
Unnið hefur verið að ýmsum úrbótum og hefur Vinnueftirlitið verið upplýst um stöðu einstakra þátta.
**24. 2201004 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses 2022**
|Til kynningar|
[Fundur stjórnar Bakkahvamms 15092022.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=wXi42siLwUuB5PnAM8NA&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
**25. 2201006 - Fundargerðir Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. 2022**
|Til kynningar|
[Fjárfestingafélagið Hvammur ehf 15_11_2022.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=8phVzP9FRkyanFsJ7gzPsg&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
**26. 2201004 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses 2022**
|Til kynningar|
[Fundur stjórnar Bakkahvamms 28112022.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=qdxzRKA_80eM3SbEwUdJDA&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
**27. 2201008 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2022**
|Til kynningar|
[Fundur-208.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=pnpfufLn0WXdroEMhEfsw1&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
**28. 2201003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2022**
|Til kynningar|
[stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 915.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=INkMrpu_U267A8km0YaUA&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
**29. 2201011 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2022**
|Til kynningar|
[179_2022_1207_Samþykkt fundargerð.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=Q8BBZdHGNUyaPWfvzYBvhQ&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
**30. 2201039 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2022**
|Lagt til að sveitarstjóra verði veitt heimild til að senda inn umsögn um ákveðin mál.?!?????|
Samþykkt samhljóða
[DRÖG AÐ GRÆNBÓK um sveitarstjórnarmál.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=GrvEYg7b8UC8POgpf3FduA&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)
**31. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.**
|Til máls tók: Björn Bjarki.|
Til kynningar
[Skýrsla sveitarstjóra á fundi 228.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=hU1O0rgX30inYN8lbfHIfQ1&meetingid=KRSeNiUwCkyJsQtoTqKRg1)