Mosfellsbær
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 487
==== 16. desember 2022 kl. 10:00, ====
í Kjarna
== Fundinn sátu ==
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
== Fundargerð ritaði ==
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Grenibyggð 22-24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==
[202211363](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202211363#ouuij4xr-uezqfr6k1pudw1)
Dagný Tómasdóttir Grenibyggð 22 sækir um leyfi til breytinga útlits, innra skipulags og skráningar parhúss á lóðinni Grenibyggð nr. 22-24, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
== 2. Helgadalsvegur 60 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ==
[202107128](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202107128#ouuij4xr-uezqfr6k1pudw1)
Jens Páll Hafsteinsson Köldulind 6 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Helgadalsvegur nr. 60, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 82,2 m², gróðurhús 32,8 m² bílgeymsla 150,0 m², 974,9 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.