Kópavogsbær
Skipulagsráð - 134. fundur
Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 28. október 2022, þar sem umsókn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings f.h. lóðarhafa um breytingar á lóðinni nr. 29 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús á lóðinni verður rifið og nýbygging á tveimur hæðum með þremur íbúðum reist í þess stað. Heildarstærð nýbyggingarinnar er áætluð 446 m². Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum á suðurhluta lóðarinnar ásamt stakstæðri hjóla- og vagnageymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni eykst úr 0,12 í 0,42.
Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 3. október 2022. Skýringarmyndir 29. ágúst 2022.
Á fundi skipulagsráðs 14. nóvember 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 16, 16A, 18, 18A, 20, 20A, 22A, 22B, 25, 27, 31 og 33, Löngubrekku 39, 41, 43, 45 og 47.
Kynnningartíma lauk 16. desember 2022, engar athugasemdir bárust.