Grindavíkurbær
Frístunda- og menningarnefnd - Fundur 110
08.12.2021 - Slóð
**110. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í Gjánni, miðvikudaginn 8. desember 2021 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu:
Garðar Alfreðsson, aðalmaður, Þórunn Erlingsdóttir, aðalmaður, Alexander Veigar Þórarinsson, aðalmaður, Irmý Rós Þorsteinsdóttir, formaður, Inga Fanney Rúnarsdóttir, varamaður, Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Fundargerð ritaði: Eggert Sólberg Jónsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Dagskrá:
**1. Leiksvæði í Grindavík - 2108028**
Í kjölfar 107. fundar nefndarinnar voru send erindi á stjórnendur leik- og grunnskóla í Grindavík þar sem þeim gafst kostur á að koma skoðunum sínum á leiksvæðum í Grindavík á framfæri. Einnig var sett í loftið opin netkönnun þar sem íbúar gátu sagt sitt álit.
Erindi frá nemendum Grunnskóla Grindavíkur og stjórnendum á leikskólanum Laut lögð fram. Einnig voru lagðar fram niðurstöður opinnar vefkönnunar. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
**2. Gestastofa Reykjanes jarðvangs - 2111028**
Farið yfir hugmyndir um gestastofu Reykjanes jarðvangs í Kvikunni. Nefndin lýsir yfir mikill óánægju með að ekki sé gert ráð fyrir meira fjármagni í uppbyggingu gestastofu í Grindavík á næsta ári og tekur undir bókun bæjarráðs frá 23. nóvember sl.
3. Ljósmyndasafn Kristins Benediktsson - 2112022
Grindavíkurbæ stendur til boða að kaupa aðgang að ljósmyndasafni Kristins Benediktssonar. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
**4. Fjárhagsáætlun 2022 - Frístunda- og menningarsvið - 2109002**
Fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2022 var samþykkt í bæjarstjórn 30. nóvember sl. Farið var yfir helstu framkvæmdir sem framundan eru á frístunda- og menningarsviði.
**5. Íþróttafólk Grindavíkur 2021 - 2110123**
Rætt um fyrirkomulag á útnefningu íþróttafólks Grindavíkur í ljósi samkomutakmarkana.
Að loknum umræðum um fyrirkomulag útnefningarinnar fór fram val á íþróttafólki Grindavíkur 2021. Á fundinn mættu fulltrúar úr aðalstjórn UMFG, þau Klara Bjarnadóttir, Bjarni Már Svavarsson, Kjartan Adolfsson, Ásgerður Karlsdóttir og Gunnlaugur Hreinsson.
Einnig sátu fundinn Valgerður Söring Valmundsdóttir og Jón Júlíus Karlsson fyrir hönd þeirra deilda UMFG og félaga sem tilnefndu íþróttafólk, þjálfara og lið í kjörinu.
Bjarni Már lýsti sig vanhæfan til að taka þátt í kjöri á íþróttamanni Grindavíkur og vék af fundi. Jón Júlíus Karlsson tók sæti hans á fundinum á meðan.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)