Grindavíkurbær
Skipulagsnefnd - Fundur 111
**111. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 19. desember 2022 og hófst hann kl. 16:15.**
**Fundinn sátu:** Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. **Fundargerð ritaði:** Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 4. mál: Glæsivellir 21A - breyting á hverfisskipulag - 2210068.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
**1. Víkurbraut 25 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2211028**
Fulltrúar Mílu komust ekki á fundinn vegna veðurs. Erindi frestað til fundar skipulagsnefndar í janúar.
**2. Breyting á deiliskipulagi - Spóahlíð 3 - 2212005**
Tekin er fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Spóahlíð 3. Grenndarkynningu er lokið án athugasemda.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna. Í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagfulltrúa er falið að afgreiða deiliskipulagstillöguna í samræmi við skipulagslög.
Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
**3. Fyrirspurn til skipulagsnefnd vegna Spóahlíðar 22-30 - 2212041**
Smiðshöggið ehf. óskar eftir að fá að fjölga húsum í raðhúsalengju við Spóahlíð 22-30 um eitt. Í stað 5 húsa 9m breitt hvert þá er óskað eftir að fá að reisa 6 hús, 7,5m hvert.
Skipulagsnefnd vill ekki breyta því skipulagi sem er á raðhúsalóðunum við Spóahlíð. Erindinu er því hafnað.
**4. Glæsivellir 21a - breyting á hverfisskipulag - 2210068**
Grenndarkynningu er lokið og bárust þrjár athugasemdir frá aðliggjandi lóðarhöfum.
Skipulagsnefnd hafnar því að breyta hverfisskipulaginu á þann hátt sem óskað er eftir að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem bárust.
**5. Staður laxeldisstöð - Umsókn um byggingarleyfi - 2212054**
Samherji fiskeldi ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir seiðahúsi við bleikjueldið á Stað. Skipulagsnefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag.
Þar sem byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu þá er um fullnaðarafgreiðslu skipulagsnefndar að ræða með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022.
Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
**6. Hafnargata 20-22 20R - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2212021**
Hrannar Jón Emilsson vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Þorbjörn hf. sækir um byggingarleyfi fyrir geymslu við núverandi húsnæði fyrirtækisins við Hafnargötu 22. Skipulagsnefnd staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag.
Þar sem byggingaráformin eru í samræmi við skipulag á svæðinu þá er um fullnaðarafgreiðslu skipulagsnefndar að ræða með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022.
Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
**7. Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 68 - 2212017F**
Fundargerð byggingar- og skipulagsmála nr. 68 lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.
Bæjarráð / 21. desember 2022
[Fundur 1631](/v/26169)
Skipulagsnefnd / 20. desember 2022
[Fundur 111](/v/26165)
Fræðslunefnd / 19. desember 2022
[Fundur 125](/v/26162)
Bæjarstjórn / 14. desember 2022
[Fundur 534](/v/26145)
Hafnarstjórn / 13. desember 2022
[Fundur 487](/v/26144)
Skipulagsnefnd / 7. desember 2022
[Fundur 110](/v/26136)
Bæjarráð / 7. desember 2022
[Fundur 1630](/v/26135)
Bæjarstjórn / 1. desember 2022
[Fundur 533](/v/26129)
Bæjarráð / 23. nóvember 2022
[Fundur 1629](/v/26114)
Skipulagsnefnd / 22. nóvember 2022
[Fundur 109](/v/26113)
Bæjarráð / 16. nóvember 2022
[Fundur 1628](/v/26093)
Bæjarráð / 10. nóvember 2022
[Fundur 1627](/v/26080)
Skipulagsnefnd / 8. nóvember 2022
[Fundur 108](/v/26076)
Frístunda- og menningarnefnd / 3. nóvember 2022
[Fundur 120](/v/26069)
Bæjarráð / 2. nóvember 2022
[Fundur 1626](/v/26066)
Fræðslunefnd / 27. október 2022
[Fundur 124](/v/26057)
Bæjarstjórn / 26. október 2022
[Fundur 532](/v/26054)
Bæjarráð / 19. október 2022
[Fundur 1625](/v/26039)
Hafnarstjórn / 13. október 2022
[Fundur 485](/v/26034)
Bæjarráð / 12. október 2022
[Fundur 1624](/v/26029)
Bæjarráð / 11. október 2022
[Fundur 1623](/v/26028)
Skipulagsnefnd / 11. október 2022
[Fundur 107](/v/26026)
Skipulagsnefnd / 6. október 2022
[Fundur 106](/v/26022)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. október 2022
[Fundur 119](/v/26021)
Bæjarstjórn / 3. október 2022
[Fundur 531](/v/26007)