Grindavíkurbær
Bæjarstjórn - Fundur 522
30.11.2021 - Slóð
**522. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 30. nóvember 2021 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður og
Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
**1. Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar fyrir árið 2022 - 2111033**
Til máls tók: Sigurður Óli.
Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar fyrir árið 2022 er lögð fram til samþykktar.
Gildistaka 1. janúar 2022, nema annað sé tekið fram:
Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar
Gildistaka 1. janúar 2022, nema annað sé tekið fram 2022
02 Félagsþjónusta
Málefni aldraðra
Þrif, kr. klst. 1.450
Matur í Víðihlíð (þátttaka eldri borgara) 1.100
Matur í Víðihlíð, heimkeyrsta (þátttaka eldri borgara) 1.410
Námskeið: Þátttaka í Janusarverkefninu 3.270
04 Fræðslumál
Leikskólagjöld
Tímagjald, almennt gjald 3.850
Tímagjald, einstæðir foreldrar og námsmenn 2.900
Viðbótar 15 mín, fyrir 1.320
Viðbótar 15 mín, eftir 1.320
Afsláttarreglur, gilda með skólaseli og vistun hjá dagforeldri
Systkinaafsl. 2. barn 35%
Systkinaafsl. 3. barn 70%
Systkinaafsl. 4. barn og fleiri 100%
Afsláttur er af tímagjaldi, greitt er fyrir mat og hressingu
Séu báðir foreldrar í fullu námi greiða þau forgangsgjald
Hressing (morgun/síðdegi) 3.040
Hádegismatur 5.710
Niðurgreiðslur vegna vistunar barna hjá dagmæðrum
8 tíma vistun, almennt gjald (7.125 kr. pr. vistunarstund) 7.490
8 tíma vistun, einstæðir foreldrar (8.500 kr. pr. vistunarstund) 8.930
Grunnskóli
Skólamáltíðir, hluti foreldra af innkaupsverði 65%
Ávaxtastundir nemenda á mánuði 2.310
Samkomusalur, hálfur dagur 18.830
Samkomusalur, heill dagur 31.350
Skólastofur, hálfur dagur 8.800
Skólastofur, heill dagur 12.570
Gisting, pr mann 1.310
Skólasel
Gjaldflokkur 1.8.2022
Flokkur 1 (allir dagar til kl. 15:00) 14.680
Flokkur 2 (allir dagar til kl. 16:00) 21.500
Síðdegishressing 280
Hægt er að kaupa 15 mínútur aukalega á tímabilinu frá 14:00 - 16:00 . 180
Tíminn frá kl. 16:00 - 17:00 er á hærra gjaldi.
Afsláttarreglur, gilda með skólaseli og vistun hjá dagforeldri
Systkinaafsl. 2. barn 35%
Systkinaafsl. 3. barn 70%
Systkinaafsl. 4. barn og fleiri 100%
Tónlistarskólagjöld, gildistaka 1.8.2022
Fullt hljóðfæranám 82.530
Hálft hljóðfæranám 49.700
Fullt söngnám 96.010
Hálft söngnám 63.180
Fullt aukahljóðfæri 55.090
Hálft aukahljóðfæri 32.610
Blásarasveit 22.710
Hljóðfæragjald 1 10.500
Hljóðfæragjald 2 15.750
Hljóðfæranámskeið, hópur 21.940
Söngnámskeið, hópur 64.010
Fræðigreinar í grunnnámi (án hljóðfæranáms) 31.050
Systkinaafsláttur 2. barn 50%
systkinaafsláttur 3. barn 75%
05 Menningarmál
Bókasafn
Skírteini
Árgjald/aðildarskírteini (18-67 ára) 1.130
Börn og unglingar undir 18 ára aldri, 67 ára og eldri og öryrkjar greiða ekki fyrir skírteini
Nýtt skírteini fyrir glatað 610
Leiga á efni
Leiga á DVD 450
Leiga á tungumálanámskeiði 450
Leiga á margmiðlunarefni 450
Internet aðgangur 0
Dagsektir
Bækur og önnur gögn 90
Myndbönd og mynddiskar 110
Fræðsludiskar (14 daga útlán) 110
Dagsektahámark 11.900
Viðmiðunargjald fyrir glötuð og eyðilögð gögn
Bækur og hljóðbækur 3.600
Tungumálanámskeið 3.600
Myndbönd og mynddiskar 2.990
Tónlistardiskar 2.410
Tímarit yngri en 6 mánaða Innkaupsverð
Tímarit 7-24 mánaða Hálft innkaupsverð
Tímarit eldra en 24 mánaða
Annað
Ljósrit og útprentun A4, pr. blað 90
Ljósrit og útprentun A3, pr. blað 120
Ljósrit og útprentun A4, 50-100 bls. pr. blað 80
Ljósrit og útprentun A4, 100 bls. eða meira pr. blað 80
Taupokar 610
Millisafnalán 1.210
Kvikan
Aðgangseyrir 18 ára og eldri 0
Aðgangseyrir, hópar 0
Kynning og leiðsögn á opnunartíma:
Stutt kynning fyrir sýningu (pr gest) 530
Sérpöntuð leiðsögn, að lágmarki 5 gestir (pr. gest) 1.050
Kynning og leiðsögn utan opnunartíma:
Stutt kynning fyrir sýningu (pr. klst. grunngjald) 21.000
Sérpöntuð leiðsögn, 1-20 gestir (pr. 20 mín., grunngjald) 42.000
Leiga á sal á opnunartíma, heill dagur 10.500
Leiga á sal utan opnunartíma, kvöld 31.500
Leiga á sal utan opnunartíma, heill dagur 42.000
Aukaæfing vegna tónleika 5.250
Kaffi 300
Meðlæti 530
Fundakaffi (20 bollar í könnu) 5.250
10% þóknun af sölu annarra (vörur, veitingar eða viðburðir) 10%
Kvennó
Leigugjald húsnæðis pr klst 6.400
Hljóðkerfi
Sólarhringur 36.390
06 Íþrótta- og æskulýðsmál
Leikjanámskeið Fellur niður ef UMFG tekur að sér
Tveggja vikna námskeið 1/2 dagur 8.920
Leiklistarnámskeið, 1/2 dagur 8.920
Pössun milli 8-9 og 16-17, kr. barn 2.990
Systkinaafsláttur 2. barn 50%
systkinaafsláttur 3. barn 75%
Vinnuskóli
Sláttur fyrir aldraða og öryrkja 1.640
Enginn afsláttur veittur af garðslætti á árinu 2022.
Sláttur er ekki í boði fyrir húsfélög fjölbýlishúsa
Sundlaug
Stakt gjald barna 350
Stakt gjald fullorðinna 1.080
10 miða kort, börn 2.800
10 miða kort, fullorðnir 4.580
30 miða kort fullorðnir 10.940
Árskort, fullorðnir 24.300
Árskort fjölskyldu 36.440
Árskort barna 6 - 18 ára 2.980
Börn 0- 5 frítt
Aldraðir og öryrkjar 340
Fríkort send út til þeirra sem hafa lögheimili í Grindavík
Leiga á handklæðum 660
Leiga á sundfatnaði 660
Magnkaup árskorta
Íþróttamannvirki
Verð pr klst
Hópið 16.350
Íþróttahús:
Stóri salur, allur 7.750
Stóri salur, hálfur 4.140
50% álag vegna leikja 4.190
Litli salur 3.840
Skemmtanir pr. Klst. 15.220
Við bætast stefgjöld sem miðast við gestafjölda
13 Atvinnumál
Tjaldsvæði (ef Grindavíkurbær er með rekstur tjaldsvæðisins)
Gistinótt pr einstakling (Gistináttaskattur kr. 333 innifalinn í verði fyrsta gests) 2.050
Gistinótt pr hvern einstakling umfram fyrsta gest 1.720
Fjórða hver nótt frí
Yngri en 16 ára frítt
Húsbílareitur, frátekinn og frátekin rafm.tengill, pr. dag 550
Rafmagn 1.260
Tryggingagjald fyrir rafmagnskapli 5.440
Endurgreitt tryggingagjald rafm.kapals -4.900
Þvottavél 650
Þurrkari 650
Útleiga á þjónustuhúsi
Hálfur dagur 18.220
Heill dagur 30.330
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrána.
**2. Fasteignagjöld 2022 - 2107017**
Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur.
Álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2022 eru lagðar fram til samþykktar:
1. Fasteignaskattur
1.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,30% af fasteignamati húss og lóðar
1.2. Opinberar byggingar (b-liður) 1,32% af fasteignamati húss og lóðar
1.3. Annað húsnæði (c-liður) 1,45% af fasteignamati húss og lóðar
2. Lóðarleiga
2.1. Íbúðahúsalóðir 0,95% af fasteignamati lóðar
2.2. Lóðir v. opinberra bygginga 2,00% af fasteignamati lóðar
2.2. Lóðir v. annað húsnæði 1,60% af fasteignamati lóðar
3. Fráveitugjald
3.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,130% af fasteignamati húss og lóðar
3.2. Opinberar byggingar (b-liður) 0,25% af fasteignamati húss og lóðar
3.3. Annað húsnæði (c-liður) 0,20% af fasteignamati húss og lóðar
4. Vatnsgjald
4.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,055% af fasteignamati húss og lóðar
4.2. Opinberar byggingar (b-liður) 0,25% af fasteignamati húss og lóðar
4.3. Annað húsnæði (c-liður) 0,20% af fasteignamati húss og lóðar
4.4. Notkunargjald 18,90 kr/m3 vatns
5. Sorphreinsunargjald/Tunnuleiga
5.1. Íbúðarhúsnæði 18.631 kr. á tunnu pr. ár
6. Sorpeyðingargjald
6.1. Íbúðarhúsnæði 30.395 kr. á íbúð pr. ár
7. Rotþróargjald
7.1. Rotþróargjald 20.000 kr. á rotþró pr. ár
8. Fjöldi gjalddaga 10
1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8, 1/9, 1/10 og 1/11 2022
Heildarfjárhæð á einn gjalddaga 20.000
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar álagningarreglur.
**3. Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignagjöldum - Tekjuviðmið 2022 - 2111036**
Til máls tók: Sigurður Óli.
Lagt er til að tekjuviðmið hækki um 5% frá fyrra ári.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna.
**4. Fjárhagsáætlun 2022-2025 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2107043**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hallfríður, Guðmundur, Hjálmar, Helga Dís, Birgitta og bæjarstjóri.
Bókun
Rekstrarniðurstaða A-hluta árið 2022, fyrir fjármagnsliði og afskriftir, er áætluð 310 milljónir króna og er það 8,1% af heildartekjum. Í A- og B-hluta er rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir áætluð 509 milljónir króna og er það 12,0% af heildartekjum.
Áætluð rekstrarniðurstaða áranna 2022-2025 er þessi í milljónum króna:
2022 2023 2024 2025 Samtals
A-hluti 27 106 160 77 370
A- og B-hluti 86 147 192 112 537
Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A- og B-hluta eru áætlaðar í árslok 2022, 11.287 milljónir króna. Þar af er áætlað að handbært fé verði um 584 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 1.928 milljónir króna. Þar af er lífeyrisskuldbinding um 681 milljónir króna.
Langtímaskuldir eru áætlaðar um 795 milljónir króna í árslok 2022. Þar af eru langtímaskuldir við lánastofnanir 183 milljónir króna.
Skuldahlutfall Grindavíkurbæjar og stofnana sem hlutfall af heildartekjum er 45,5%.
Veltufé frá rekstri áranna 2022-2025 er eftirfarandi í milljónum króna:
2022 2023 2024 2025 Samtals
A-hluti 362 482 579 519 1.942
A- og B-hluti 528 635 724 669 2.556
Hlutfall veltufjár af heildartekjum A-hluta á árinu 2022 er áætlað 9,4%. Í saman-teknum reikningsskilum A- og B-hluta er það áætlað 12,5%.
Afborganir langtímalána eru að jafnaði um 9,8 milljón króna á árunum 2022-2025 sem gerir alls um 39,2 milljónir króna á þessu fjögurra ára tímabili.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum áranna 2022-2025 er þessi milljónum króna:
2022 2023 2024 2025 Samtals
A-hluti 513 946 663 293 2.415
A- og B-hluti 697 1.036 757 399 2.889
Fjármögnun framkvæmda og afborgana af langtímalánum, á þessu 4 ára tímabili, mun að mestu verða með veltufé þessara ára. Auk þess er gert ráð fyrir að handbært fé lækki um 532 milljónir kr. og verði 305 milljónir króna í árslok 2025.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árin 2022-2025.
**5. Ákvörðun um útsvarshlutfall á árinu 2022 - 2111084**
Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að útsvarshlutfall fyrir árið 2022 verði 14,40%.
**6. Þjónustugjaldskrá Grindavíkurhafnar 2022 - 2111078**
Til máls tók: Sigurður Óli.
Þjónustugjaldskrá Grindavíkurhafnar fyrir árið 2022 var samþykkt á fundi hafnarstjórnar 24. nóvember 2021.
Gjaldskráin er lögð fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá.
**7. S.S.S. - Fjárhagsáætlun 2022 - 2111087**
Til máls tók: Sigurður Óli.
Heildarframlög Grindavíkurbæjar eru um 73,387 millj. kr. eða um 12,42% af kostnaði og er það í samræmi við íbúafjölda.
Öll framlög hafa verið færð inn í tillögu að fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2022.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun.
**8. Hraunsvík - umsókn um byggingarleyfi - 2111039**
Til máls tók: Sigurður Óli.
Lögð fram byggingarleyfisumsókn frá Matorku vegna byggingar á stálgrindarhúsi yfir fiskeldisker á iðnaðarsvæðinu I5. Um er ræða nýtt hús fyrir fiskeldisker sem þegar eru komin niður. Byggingaráformin eru í samræmi við deiliskipulag fyrir I5.
Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin fyrir sitt leyti á fundi nr. 92 þann 22. nóvember 2021. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
Skipulagsnefnd vísaði erindinu til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
**9. Verbraut 1 - Umsókn um byggingarleyfi - 2111044**
Til máls tók: Sigurður Óli.
Lögð fram byggingarleyfisumsókn frá HP fasteignum fyrir nýbyggingu við núverandi hús á lóðinni Verbraut 1B. Sótt var um byggingarleyfi fyrir þessari stækkun þann 16. apríl 2019 og byggingaráform samþykkt í skipulagsnefnd þann 20. maí 2019 en þau áform náðu ekki fram að ganga. Byggingaráformin eru í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
Um er að ræða stækkun á iðnaðar- og geymslusvæði við Verbraut 3. Byggt verður við austurenda núverandi byggingar sem liggur að lóðarmörkum Verbrautar 1 og Verbrautar 3. Byggingin verður á einni hæð, samtals 600,3 m2.
Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á sérskilmála fyrir lóðina í gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin fyrir sitt leyti á fundi nr. 92 þann 22. nóvember 2021. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
Skipulagsnefnd vísaði erindinu til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
**10. Deiliskipulag Húsatóftir eldisstöð (I6) - 2110071**
Til máls tók: Sigurður Óli.
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi á Húsatóftum sem sett er fram á uppdrætti með greinagerð dagsett 11.11.2021. Lóðin er á skilgreindu iðnaðarsvæði, I6, á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 og er þar gert ráð fyrir starfsemi fiskeldis. Á lóðinni hefur verið starfrækt fiskeldisstöð um árabil. Fiskeldið á Húsatóftum er í eigu Matorku en landeigandi er Ríkissjóður Íslands. Langtímaleigusamningur er um lóðina á milli Ríkissjóðs og Matorku. Í næsta nágrenni, norðan við Nesveg, er Matorka með fiskeldi.
Á uppdrætti eru byggingareitir skilgreindir og eru núverandi byggingar innan byggingarreita. Nýir byggingarreitir eru skilgreindir fyrir bættum húsakosti og fiskeldiskerjum.
Erindið var tekið fyrir á 92. fundi skipulagsnefndar þann 22. nóvember 2021.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna og leita um hana umsagna.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
**11. Viðhald eignasjóðs - beiðni um viðauka - 2111070**
Til máls tók: Sigurður Óli.
Viðaukabeiðni vegna viðhalds á eignum eignasjóðs lögð fram.
Óskað er eftir hækkun á viðhaldi fasteigna bæjarins um 8.500.000 kr. skv. meðfylgjandi greinargerð.
Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á verkefninu "Víkurbraut 62, Breytingar á 3. hæð" um 8.500.000 kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
**12. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102009**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Hallfríður, Hjálmar, Páll Valur, bæjarstjóri, Helga Dís og Guðmundur.
Fundargerð 902. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 29. október 2021 lögð fram til kynningar.
**13. Bæjarráð Grindavíkur - 1596 - 2111001F **
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri, Helga Dís, Páll Valur, Hallfríður og Birgitta.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**14. Bæjarráð Grindavíkur - 1597 - 2111005F **
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Páll Valur, Hallfríður, bæjarstjóri, Helga Dís, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Birgitta.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**15. Bæjarráð Grindavíkur - 1598 - 2111009F **
Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, bæjarstjóri, Birgitta, Hallfríður, Páll Valur, Hjálmar, Guðmundur og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**16. Bæjarráð Grindavíkur - 1599 - 2111014F **
Til máls tóku: Hallfríður, Páll Valur, Guðmundur, Birgitta, Helga Dís, Hjálmar og Hallfríður.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**17. Skipulagsnefnd - 92 - 2111013F **
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Helga Dís, bæjarstjóri, Guðmundur, Birgitta, Hallfríður og Hjálmar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**18. Fræðslunefnd - 114 - 2110016F **
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Páll Valur, Guðmundur, Hjálmar, Helga Dís og Birgitta.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**19. Frístunda- og menningarnefnd - 109 - 2110018F **
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hallfríður, bæjarstjóri, Helga Dís, Birgitta, Guðmundur og Hjálmar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**20. Hafnarstjórn Grindavíkur - 479 - 2111017F **
Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Páll Valur, Guðmundur, Hallfríður, Hjálmar og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusvið.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)