Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar - 234. fundur
= Sveitarstjórn Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar á þjónustu við fatlað fólk ===
2212068
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur fyrir hönd sveitarfélaganna komist að samkomulagi við ríkissjóð um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk, dags. 16.12. 2022. Í samkomulaginu felst að hámarksútsvar sveitarfélaga, sem er nú 14,52%, skal hækkað um 0,22% samhliða lækkun á tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum og munu heildarálögur á skattgreiðendur því ekki hækka. Gert er ráð fyrir að hækkun hámarksútsvars renni í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og þaðan til sveitarfélaga til fjármögnunar á málaflokki fatlaðs fólks. Hér er því lagt til að útsvarshlutfall Borgarbyggðar árið 2023 verði 14,74% eða 0,22 prósentustigum hærra en áður hafði verið samþykkt. Er þetta gert til að tryggja að sveitarfélagið komi skaðlaust frá því að þetta sama hlutfall verði tekið af heildarútsvarsálagningu sveitarfélagsins og látið renna í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Tillaga er að sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykki að álagningarprósenta útsvars á árinu 2023 verði 14,74% af tekjum.
Tillaga er að sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykki að álagningarprósenta útsvars á árinu 2023 verði 14,74% af tekjum.
=== 2.Breytingar í barnaverndarþjónustu sveitarfélaga ===
2212026
Afgreiðsla frá 617. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög um umdæmisráð barnaverndar hjá sveitarfélögum á landsbyggðinni og felur sveitarstjóra að samþykkja og greiða atkvæði um samninginn í samræmi við umræður á fundinum, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir framlögð samningsdrög um umdæmisráð barnaverndar hjá sveitarfélögum á landsbyggðinni og felur sveitarstjóra að samþykkja og undirrita samninginn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
=== 3.Breyting á samþykktum Borgarbyggðar 2022 ===
2208021
Afgreiðsla 233. fundar sveitarstjórnar Borgarbyggðar: "Forseti ber upp þá tillögu að vísa tillögum til breytinga á samþykktum um stjórn Borgarbyggðar til síðari umræðu."
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á samþykktum um stjórn Borgarbyggðar við síðari umræðu, að áorðnum breytingum sem hafa verið gerðar milli umræðna og felur sveitarstjóra að senda þær til ráðuneytis til birtingar.
=== 4.Dílatangi í Borgarnesi, tillaga að deiliskipulagi ===
2003217
Afgreiðsla 48. fundar skipulags- og byggingarnefndar:
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu um nýtt deiliskipulag á Dílatanga, skv. framlögðum uppfærðum uppdrætti og greinargerð deiliskipulags fyrir Dílatanga skv. 42. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að svara ábendingum Skipulagsstofnunar sbr. 5. og 6. málsl. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga."
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu um nýtt deiliskipulag á Dílatanga, skv. framlögðum uppfærðum uppdrætti og greinargerð deiliskipulags fyrir Dílatanga skv. 42. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að svara ábendingum Skipulagsstofnunar sbr. 5. og 6. málsl. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga."
Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu um nýtt deiliskipulag á Dílatanga skv. framlögðum uppfærðum uppdrætti og greinargerð deiliskipulags fyrir Dílatanga skv. 42. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að svara ábendingum Skipulagsstofnunar sbr. 5. og 6. málsl. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Samþykkt samhljóða.