Borgarbyggð
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 48. fundur
= Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Skógarkot - L219170 - skipting lands ===
2106034
Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Skógarkot 5, úr landinu Skógarkot L219170. Um er að ræða 5 ha land. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land.
Notkunarflokkurinn Annað land veitir ekki frekari heimildir fyrir húsum á jörðinni/landinu.
Notkunarflokkurinn Annað land veitir ekki frekari heimildir fyrir húsum á jörðinni/landinu.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Skógarkot 5, stærð 5ha úr landinu Skógarkot L219170. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land en taka ber fram að lóðinni fylgja ekki heimildir til uppbyggingar skv. núgildandi skipulagsskilmálum.
=== 2.Skógarkot - L219170 - skipting lands ===
2106034
Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Skógarkot 4, úr landinu Skógarkot L219170. Um er að ræða 5 ha land. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land.
Notkunarflokkurinn Annað land veitir ekki frekari heimildir fyrir húsum á jörðinni/landinu.
Notkunarflokkurinn Annað land veitir ekki frekari heimildir fyrir húsum á jörðinni/landinu.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Skógarkot 4, stærð 5 ha úr landinu Skógarkot L219170. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land en taka ber fram að lóðinni fylgja ekki heimildir til uppbyggingar skv. núgildandi skipulagsskilmálum.
=== 3.Skógarkot - L219170 - skipting lands ===
2106034
Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Skógarkot 3, úr landinu Skógarkot L219170. Um er að ræða 5 ha land. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land.
Notkunarflokkurinn Annað land veitir ekki frekari heimildir fyrir húsum á jörðinni/landinu.
Notkunarflokkurinn Annað land veitir ekki frekari heimildir fyrir húsum á jörðinni/landinu.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Skógarkot 3, stærð 5ha úr landinu Skógarkot L219170. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land en taka ber fram að lóðinni fylgja ekki heimildir til uppbyggingar skv. núgildandi skipulagsskilmálum.
=== 4.Skógarkot - L219170 - skipting lands ===
2106034
Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Skógarkot 2, úr landinu Skógarkot L219170. Um er að ræða 3,5ha land. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land.
Notkunarflokkurinn Annað land veitir ekki frekari heimildir fyrir húsum á jörðinni/landinu.
Notkunarflokkurinn Annað land veitir ekki frekari heimildir fyrir húsum á jörðinni/landinu.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Skógarkot 2, stærð 3,5ha úr landinu Skógarkot L219170. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Annað land en taka ber fram að lóðinni fylgja ekki heimildir til uppbyggingar skv. núgildandi skipulagsskilmálum.
=== 5.Millispilda Trönubakki L135028 - Stofnun lóðar ===
2212027
DRÖG Óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Millispilda Trönubakki, úr landinu Ferjubakki 1 L135028. Um er að ræða 15140m2 land sem mun síðar renna saman við lóðina Trönubakki 4. Lóðin verður sett í notkunarflokkinn Frístundarbyggð.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðarinnar Millispilda Trönubakki, stærð 15140fm úr landinu Ferjubakki 1 L135028. Lóðin verður nýtt sem frístundabyggð.
=== 6.Dílatangi í Borgarnesi, tillaga að deiliskipulagi ===
2003217
Þann 13. september 2022 var Skipulagsstofnun send til yfirferðar deiliskipulag fyrir Dílatanga í Borgarnesi sbr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Stofnunin skilaði áliti sínu þann 21. október 2022 þar sem hún taldi sig ekki geta tekið afstöðu til efnis og/eða forms deiliskipulagsins vegna nokkurra atriða sbr. 3. ml. 1. mgr. 42. gr. laganna.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða tillögu um nýtt deiliskipulag á Dílatanga, skv. framlögðum uppfærðum uppdrætti og greinargerð deiliskipulags fyrir Dílatanga skv. 42. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að svara ábendingum Skipulagsstofnunar sbr. 5. og 6. málsl. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
=== 7.Grjóteyri 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ===
2208074
Á 231. fundi sveitarstjórnar þann 12, október 2022 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á sumarhúsi á Grjóteyri 2 L198898. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 13. október til og með 11. nóvember 2022. Óskað var umsagnar Umhverfisstofnunar vegna þess að hluti Grjóteyrar liggur innan RAMSAR verndarsvæðisins Andakíll. Ein athugasemd barst á kynningartíma sem er framlögð ásamt svarbréfi frá málsaðila.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.
=== 8.Ásvegur 12 L174790 - Umsókn um byggingarleyfi ===
2210173
Á 232. fundi sveitarstjórnar þann 10. nóvember 2022 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á 146,1 fm íbúðarhúsi á lóðinni Ásvegur 12 L174790. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 11. nóvember til og með 12. desember 2022. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 9.Umsókn um framkvæmdaleyfi - ljósastaurar við göngustíga ===
2211008
Á 232. fundi sveitarstjórnar þann 10. nóvember 2022 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd vegna ljósastaura við göngustíg að grunnskólanum á Hvanneyri. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Kynningartíminn var frá 15. nóvember til og með 14. desember 2022. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar skipulagsfulltrúa að taka til afgreiðslu framkvæmdaleyfi þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundi slitið - kl. 12:00.