Fjarðabyggð
Bæjarráð - 778
**1. 2108124 - Grænn orkugarður á Reyðarfirði**
|Framlagður sem trúnaðarmál endanlegur lóðaleigusamningur við CI ETF I Fjarðarorka HoldCo ehf. vegna vegna lóðar undir grænan orkugarð á Reyðarfirði.|
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
**2. 2211145 - Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð 2023**
|Fram lögð niðurstaða verðfyrirspurnar í akstur almenningssamgangna í Fjarðabyggð, tilraunaverkefni á árinu 2023. Eitt tilboð barst í verkefnið frá Ís Travel Austurland ehf.|
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Ís Travel og felur bæjarstjóra undirritun samnings þegar niðurstöður liggja fyrir varðandi tilboð í legg 2 í útboði. Samningur lagður fyrir bæjarráð til kynningar.
**3. 2210206 - Útsvar 2023**
|Tillaga að nýju álagninarhlutfalli útsvars 2023 lögð fram. Hámarksútsvar sveitarfélaga, sem ákveðið er í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sem er nú 14,52%, skal hækkað um 0,22% samhliða lækkun á tekjuskatti um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum.|
Bæjarráð samþykkir að útsvarshlutfall árið 2023 hækki sem nemi 0,22% og verði 14,74% sbr. ákvæði um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í samkomulagi ríkis og sveitarfélaga frá 16. desember 2022 og vísar staðfestingu útsvarshlutfalls til afgreiðslu bæjarstjórnar.