Vesturbyggð
Bæjarstjórn - 378
= Bæjarstjórn #378 =
Fundur haldinn í fjarfundi, 28. desember 2022 og hófst hann kl. 12:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
- Einar Helgason (EH) varamaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
== Almenn erindi ==
=== 1. Hækkun útsvarsálagningar - fjármögnun þjónustu við fatlað fólk ===
Lagðir eru fram tölvupóstar Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Samtaka íslenskra sveitarfélaga frá 16. desember 2022 og 19. desember 2022 ásamt samkomulagi, dags. 16. desember 2022, um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk, sem undirritað er af fulltrúum ríkisins annars vegar og fulltrúum sveitarfélaganna hins vegar.
Í samkomulaginu er kveðið á um hækkun hámarksútsvars sveitarfélaga um 0,22% samhliða samsvarandi lækkun á tekjuskatti. Skattbyrði einstaklinga breytist því ekki með þessari aðgerð. Hækkun útsvarsins er greidd beint til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem greiðir útsvarið áfram til Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks á grundvelli þeirra laga og reglna sem gilda um framlög sjóðsins til málaflokksins.
Til máls tók: Forseti
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16. desember 2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16. desember 2022, samþykkir bæjarstjórn Vesturbyggðar að álagningarhlutfall úsvars fyrir 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir framlagða tillögu samhjóða.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15**
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 378. fundar miðvikudaginn 28. desember kl. 12:00. Fundurinn fór fram í fjarfundi.
Jón Árnason forseti bæjarstjórnar setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir boðaði forföll í hennar stað situr fundinn Einar Helgason. Þar sem um fjarfund er að ræða er fundurinn ekki opinn almenningi en upptaka frá fundinum verður sett inn á heimasíðu Vesturbyggðar eins fljótt og unnt er.