Hveragerðisbær
Bæjarstjórn
= Bæjarstjórn =
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
=== 1.Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnun þjónustu við fatlað fólk. ===
2212060
Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir bæjarstjórn Hveragerðis að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.
Enginn tók til máls.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir bæjarstjórn Hveragerðis að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.
Enginn tók til máls.
Tillagan samþykkt samhljóða.
=== 2.Samningur um rekstur umdæmisráðs Landsbyggða ===
2212059
Lagður fram samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar Landsbyggða og verklagsreglur um framkvæmd umdæmisráðs.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn og verklagsreglurnar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:06.
Getum við bætt efni síðunnar?