Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 619. fundur
= Byggðarráð Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Ráðning sviðsstjóra stjórnsýslusviðs ===
2211125
Lögð fram tillaga frá sveitarstjóra um ráðningu nýs sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
=== 2.Tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti 2023 ===
2212183
Lögð fram tillaga um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2023.
Lögð er til 7,7% hækkun frá fyrra ári sem er í takt við hækkun ellilífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins á milli áranna 2021 og 2022.
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undiir þessum lið.
Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undiir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 12:25.
Byggðarráð Borgarbyggðar hafði ekki beina aðkomu að ráðningarferlinu venju samkvæmt heldur sáu sérfræðingar Hagvangs um ferlið ásamt teymi sem samanstóð af sveitarstjóra, mannauðsstjóra og fulltrúa úr sveitarstjórn Sigrúnu Ólafsdóttur. Var það hlutverk hópsins að sjá um faglegt ráðningarferli, taka þátt í viðtölum við umsækjendur og leggja mat á hæfni þeirra.
Samtals bárust 12 umsóknir um starfið. Niðurstaða þessa ferlis var sú að Lilja Björg Ágústsdóttir var metin hæfust umsækjenda og því leggur sveitarstjóri til við byggðarráð að henni verði boðið starfið.
Lilja Björg Ágústsdóttir er menntaður grunnskólakennari og lögmaður. Hún hefur síðustu ár starfað m.a. sem grunnskólakennari, lögmaður og nú síðast sem lögfræðingur á velferðar og mannréttindarsviði hjá Akraneskaupstað. Lilja hefur víðtæka þekkingu á málefnum sveitarfélagsins og langa reynslu af sveitarstjórnamálum en hún hefur m.a setið í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá árinu 2018 og gegnt starfi sveitarstjóra Borgarbyggðar um nokkurra mánaða skeið á árunum 2019 - 2020. Lilja hefur einnig gengt margskonar trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið m.a. sem formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, fulltrúi í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórn Símenntunar Vesturlands.
Í ráðningarferlinu kom fram að ef til ráðningar kæmi þá myndi Lilja segja sig úr sveitarstjórn Borgarbyggðar og frá öllum pólitískum störfum sem falla undir starfskyldur kjörins fulltrúa.