Grindavíkurbær
Öldungaráð - Fundur 11
23.11.2021 - Slóð
**11. Fundur í öldungaráði Grindavíkurbæjar, haldinn að Víkurbraut 27, þriðjudaginn 23. nóvember 2021, kl 15.00.**
Fundinn sátu: Sigurður Ágústsson, formaður, Fanný Laustsen, Margrét Gísladóttir varamaður, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir og Helgi Einarsson
Fundargerð ritaði: Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir
**1. Félagsaðstaða eldri borgara – hönnun og undirbúningur**
Umræður varðandi húsnæði vegna smíða, tálgunar og útskurðar fyrir eldri borgar. Slík tómstundariðja tekur töluvert pláss auk þess sem mikill hávaði og ryk fylgir henni því er heppilegt að hún sé starfrækt í sér rými s.s. ekki með almennu félagsstarfi eldri borgara. Núverandi húsnæði er í eigu skólans og er um 70 fm sem er of lítið og virðist ekki vera tryggt að geti verið til notkunar áfram þar sem skólinn gæti þurft að nýta húsnæði sitt.
Tillaga Öldungaráðs
Tómstundariðja sem þessi þyrfti að vera í tvískiptu 80-90 fm stóru rými þar sem vélar væru í sérrými – afburðarvel einangruðu og loftræstu. Þessum vélum fylgir hávaði, titringur og mikið ryk, því fer það ekki vel með annarri iðju. Vélarnar eru til og flestar í eigu þeirra sem nota þær og myndu fylgja þeim í nýja aðstöðu. Hitt rýmið væri þá vinnuaðstaða fyrir útskurð, tálgun og fleira með gluggum til loftræstingar.
Með tilliti til þess að áætlað er að byggja rúmlega 70 íbúðir fyrir 55 ára og eldri á svæðinu og fyrir eru fleiri íbúðir eldri borgara í næsta nágrenni- má gera ráð fyrir mikilli og góðri nýtingu á félagsaðstöðunni. Möguleikar á fjölbreyttu tómstundastarfi á svæðinu gera þessar íbúðir eftirsóknarverðar. Þeir sem geta sinnt áhugamálum sínum fram eftir aldri eru alla jafna glaðari og hraustari en hinir sem ekki geta það. Því væri það farsælast að þessari tómstundaiðju yrði fundinn framtíðarstaður í eða við félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð.
**2. Önnur mál**
Mikil ánægja er með starfsemi Kvikunnar og þá nýjung að bjóða eldri borgurum í kaffi og kleinur. Þetta framtak hafa íbúar verið duglegir að nýta sér ásamt öðrum viðburðum sem boðið hefur verið uppá.
Ekki fleira gert. Fundi slitið kl 15.50
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)