Húnaþing vestra
Byggðarráð - 1162. fundur
**Afgreiðslur:** **1. 2212023 Bréf frá mennta- og barnamálaráðherra** vegna innleiðingar nýrra laga um barnaverndarþjónustu. Lagt fram til kynningar. **2. 2212039 Tjaldsvæðið Borðeyri, skýrsla ársins 2022** lögð fram til kynningar. Byggðarráð þakkar umsjónarmönnum tjaldsvæðisins greinargóðar upplýsingar. **3. 2212045 Umsókn um lóðina Grundartún 8.** Lögð fram umsókn frá Elíasi Guðmundssyni, kt. 150649-3159 um lóðina Grundartún 8. Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Grundartúns 8 til Elíasar Guðmundssonar. **4. 2212051 Erindi frá Leikflokki Húnaþings vestra vegna afnota af Félagsheimilinu Hvammstanga**. Óskar leikflokkurinn afnota af félagsheimilinu vegna æfinga og sýninga á söngleiknum Himinn og jörð á tímabilinu 2. janúar til 11. apríl 2023. Einnig lögð fram kostnaðaráætlun verkefnisins. Byggðarráð samþykkir beiðnina í samræmi við samning sveitarfélagsins og Leikflokksins og með þeim skilmálum sem tilgreindir eru í beiðninni.
Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs kom til fundar við ráðið kl. 14:18.
**5. Útboðsgögn vegna ræstinga. **Sigurður Þór fer yfir framlögð útboðsgögn vegna ræstinga. Byggðarráð samþykkir framlögð drög og felur sviðsstjóra auglýsingu þeirra. *Sigurður Þór Ágústsson vék af fundi kl. 14:52.* **6. Húsnæðisáætlun Húnaþings vestra.** Lögð fram uppfærð húsnæðisáætlun Húnaþings vestra fyrir árin 2023 til 2032. Byggðarráð samþykkir áætlunina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. **7. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:** **a. 2212026 Skólanefnd FNV frá 7. nóvember 2022.** **b. 2212033 916. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. desember 2022.** **c. 2212043 87. fundur stjórnar SSNV frá 6. desember 2022.** **8. Umsagnarbeiðnir:** **a. 2212041 Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, 538. mál. Umsagnarfrestur til 10. janúar 2023.** **b. 2212042 Frumvarp til laga um breytingu á stjórn fiskveiða, 537. mál. Umsagnarfrestur til 10. janúar 2023.** **c. 2212044 Drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila. Umsagnarfrestur til 2. janúar 2023.**
Ekki þykir ástæða til umsagnar um framangreind mál.
**Bætt á dagskrá:**
**9. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarbók.**
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:06