Hveragerðisbær
Menningar-íþrótta og frístundanefnd
= Menningar-íþrótta og frístundanefnd =
Dagskrá
Formaður stjórnaði fundi og leitaði eftir athugasemdum um fundarboð en engar komu fram.
=== 1.Úthlutun listamannaíbúðarinnar Varmahlíð ===
2212033
Menningar og frístundafulltrúi kynnti umsóknir um dvöl listamanna í listamannahúsi bæjarins, Varmahlíð fyrir árið 2023.
Nefndin fór yfir umsóknir og samþykkti hvaða listamenn fá að dvelja í Varmahlíð árið 2023.
=== 2.Íþróttamaður ársins - kjör ===
2212032
Formaður og menningar og frístundafulltrúi kynntu samantekt um afrek íþróttamanna sem eru með lögheimili í Hveragerði.
Nefndin ákvað hvaða íþróttamenn hljóta viðurkenningar og hvaða íþróttamaður hlýtur nafnbótina íþróttamaður Hveragerðis 2022.
=== 3.Umsókn í afreks- og styrktarsjóð ===
2212034
Ein umsókn barst í afreks og styrktarsjóð.
Umsóknin er frá afreksíþróttamanni sem stundar lyftingar og crossfit. Umsóknin var samþykkt.
Í lok fundar þakkaði Jóhanna M. Hjartardóttir menningar og frístundafulltrúi fundarmönnum fyrir gott samstarf og óskaði nefndarmönnum farsældar í störfum sínum. Jóhanna lætur af störfum eftir rúmlega 14 ára starf hjá Hveragerðisbæ.
Sömuleiðis þakka fulltrúar míf nefndar Jóhönnu fyrir gott samstarf í nefndinni og störf fyrir bæjarfélagið síðustu ár. Henni er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Fundargerð lesin og samþykkt
Sömuleiðis þakka fulltrúar míf nefndar Jóhönnu fyrir gott samstarf í nefndinni og störf fyrir bæjarfélagið síðustu ár. Henni er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Fundargerð lesin og samþykkt
Fundi slitið - kl. 17:00.
Getum við bætt efni síðunnar?