Borgarbyggð
Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd - 42. fundur
= Atvinnu - markaðs - og menningarmálanefnd =
Dagskrá
=== 1.Skýrsla samskiptastjóra ===
2112089
Samskiptastjóri fer yfir þau mál sem eru á döfinni.
Nefndin þakkar fyrir yfirferðina á þeim verkefnum sem eru til meðferðar hjá samskiptastjóra.
=== 2.Starfs- og fjárhagsáætlun - Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd ===
2107033
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var staðfest á fundi sveitarstjórnar í desember.
Umræður um fjárhagsáætlunina í núverandi mynd.
Umræður um fjárhagsáætlunina í núverandi mynd.
Nefndin forgangsraðaði verkefnum í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun 2023.
Megináhersla í byrjun árs verður að leggja grunn að nýrri heimasíðu, gefa út upplýsingapakka fyrir nýja íbúa og huga að innkomu í Borgarbyggð.
Í vor verður páskaviðburður á vegum sveitarfélagsins, hugað verður að viðburðardagatali fyrir sumarið 2023, götukort fyrir allt sveitarfélagið, þýða heimasíðuna yfir á tvö tungumál og íbúasamráð aukið, til dæmis með fleiri súpufundum og samráði íbúa í fjárhagsáætlunargerð.
Megináhersla í byrjun árs verður að leggja grunn að nýrri heimasíðu, gefa út upplýsingapakka fyrir nýja íbúa og huga að innkomu í Borgarbyggð.
Í vor verður páskaviðburður á vegum sveitarfélagsins, hugað verður að viðburðardagatali fyrir sumarið 2023, götukort fyrir allt sveitarfélagið, þýða heimasíðuna yfir á tvö tungumál og íbúasamráð aukið, til dæmis með fleiri súpufundum og samráði íbúa í fjárhagsáætlunargerð.
=== 3.Upplýsinga- og lýðræðisstefna ===
1705198
Framlögð núgildandi upplýsinga- og lýðræðisstefna Borgarbyggðar.
Umræður um endurskoðun stefnunnar.
Umræður um endurskoðun stefnunnar.
Nefndin felur samskiptastjóra að skoða upplýsinga- og lýðræðisstefnu sveitarfélagins og koma með tillögur að úrbótum á næsta fundi.
=== 4.Atvinnumálastefna Borgarbyggðar ===
2212049
Nefndin ákvað á síðasta ári að hringda í framkvæmd atvinnumálastefnu fyrir Borgarbyggð. Nú liggur fyrir framlagt tilboð frá Páli S. Brynjarssyni fyrir hönd samtök sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 7. desember 2022.
Við endurskoðun nefndarinnar á staðfestri fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 er ljóst að ekki eru til fjárheimildir fyrir þessari vinnu á árinu. Nefndin leggur til að þessi umræða verður tekin upp þegar vinna við fjárhagsáætlun 2024 hefst í haust.
=== 5.Umsókn um samstarfssamninga vegna hátíða - Brákarhátíð 2023 ===
2212141
Framlögð umsókn frá Hollvinasamtökum Borgarness dags. 19. desember 2022.
Framlögð umsókn uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Á þessu ári er hægt að veita fjárhæð að upphæð 400.000 kr.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við Hollvinasamtök Borgarness og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við Hollvinasamtök Borgarness og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023.
=== 6.Umsókn um samstarfssamninga vegna hátíða - Varmalandsdagar ===
2212179
Framlögð umsókn frá Hollvinafélagi Varmalands dags. 27. desember 2022.
Framlögð umsókn uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Á þessu ári er hægt að veita fjárhæð að upphæð 400.000 kr.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forsvarmenn hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forsvarmenn hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023.
=== 7.Umsókn um samstarfssamninga vegna hátíða - Reykholtshátíð 2023 ===
2212175
Framlögð umsókn frá forsvarmanni Reykholtshátíðarinnar, Sigurði Bjarka Gunnarssyni dags. 26. desember 2022.
Framlögð umsókn uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Á þessu ári er hægt að veita fjárhæð að upphæð 400.000 kr.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forsvarmann hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forsvarmann hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023.
=== 8.Umsókn um samstarfssamninga vegna hátíða - Jólagleði á Hvanneyri 2023 ===
2212190
Framlögð umsókn frá Íbúasamtökum Hvanneyrar og nágrenni dags. 30. desember 2022.
Nefndin hafnar umsókninni þar sem hún uppfyllir ekki skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða í sveitarfélaginu.
=== 9.Umsókn um samstarfssamninga vegna hátíða - Hvanneyrarhátíð 2023 ===
2212189
Framlögð umsókn frá Íbúasamtökum Hvanneyrar og nágrenni dags. 30. desember 2022.
Framlögð umsókn uppfyllir skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Á þessu ári er hægt að veita fjárhæð að upphæð 400.000 kr.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forvarsmenn hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023.
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forvarsmenn hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023.
Fundi slitið - kl. 10:35.