Borgarbyggð
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 2. fundur
= Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa =
Dagskrá
=== 1.Signýjarstaðir sumarhús - Breyting á deiliskipulagi - ===
2210088
Á 232. fundi sveitarstjórnar þann 10. nóvember 2022 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu á deiliskiplagi sumarbústaðasvæðis á Signýjarstöðum frá árinu 1998, dags. 8.11.2022.
Breytingin tekur til breytinga á deiliskipulagi sumarbústaðasvæðis á Signýjarstöðum frá árinu 1998 sem staðfest var 2003 með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Árið 2010 var gerð breyting á deiliskipulaginu sem fór alla leið að undanskildu því að breytingin var ekki auglýst í B-deild og öðlaðist því ekki gildi.
Kynnt var frá 21.11.2022-20.12.2022 fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Engar athugasemdir voru gerðar við breytinguna á kynningartíma.
Breytingin tekur til breytinga á deiliskipulagi sumarbústaðasvæðis á Signýjarstöðum frá árinu 1998 sem staðfest var 2003 með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Árið 2010 var gerð breyting á deiliskipulaginu sem fór alla leið að undanskildu því að breytingin var ekki auglýst í B-deild og öðlaðist því ekki gildi.
Kynnt var frá 21.11.2022-20.12.2022 fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Engar athugasemdir voru gerðar við breytinguna á kynningartíma.
=== 2.Urriðaárland L191286 - Brókarvatn - Óveruleg breyting DSK ===
2103165
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Urriðaá, frístundabyggð frá árinu 2000. Breytingin tekur til færslu á vatnsbóli í samræmi við staðsetningu á borholu, lóð afmörkuð að nýju og hnitsett. Vegur er lagfærður miðað við raunverulega staðsetningu hans og lóðastærðir og afmarkanir Brókarstígs 26, 27, 28 og 30 eru lagfærðar. Byggingarreitur lóðar 27, 28 og 30 eru færðir 10 m frá lóðamörkum. Snúningsplan er sett við Brókarstíg 29 og breytt staðsetning við lóð 26 og 28. Breytingin er talin óveruleg og haldast aðrir skilmálar deiliskipulagsins óbreyttir.
Uppdráttur dags. 15.12.2022.
Uppdráttur dags. 15.12.2022.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum Brókarstígs 26-30.
=== 3.Umsókn um stofnun lóða - Urriðaá L135950 ===
2212137
Óskað er eftir stofnun 17 nýrrar lóða, ein við Borgarstíg, átta við Klettastíg og átta við Birkistíg, í landinu Urriðaá L135950. Um er að ræða 9,4 ha deiliskipulagt frístundarsvæði. Lóðirnar eru frá 3778fm til 6875fm. Lóðirnar verða settar í notkunarflokkinn Frístundarbyggð.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðanna 17 í landi Urriðaráar L135950. Lóðirnar verða settar í notkunarflokkinn Frístundabyggð.
=== 4.Breyting á deiliskipulagi Borgarbrautar 55, 57 og 59, er varðar Borgarbraut 55 ===
2206254
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Borgarbrautar 55, 57 og 59, er varðar Borgarbraut 55, hefur verið auglýst samkvæmt 41.gr. skiplagslaga nr. 123/2010. Kynningartími var frá 9.11.22-22.12.22 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 27.06.2022 breytt 28.09.2022.
Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 27.06.2022 breytt 28.09.2022.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010.
Fundi slitið - kl. 13:30.
Breytingin tekur til breytinga á deiliskipulagi sumarbústaðasvæðis á Signýjarstöðum frá árinu 1998 sem staðfest var 2003 með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Árið 2010 var gerð breyting á deiliskipulaginu sem fór alla leið að undanskildu því að breytingin var ekki auglýst í B-deild og öðlaðist því ekki gildi.
Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.