Borgarbyggð
Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar - 51. fundur
= Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar =
Dagskrá
=== 1.Reikningar vegna smölunar ===
2212186
Farið yfir innheimtumál vegna smölunar heimalanda.
Fjallskilanefnd Brekku-og Svignaskarðsréttar samþykkir að senda reikninga vegna smölunar í samræmi við umræður á fundinum.
=== 2.Eftirleitir ===
2212187
Til fundarins koma Elvar Ólason og Þórhildur Þorsteinsdóttir.
Rætt um fyrirkomulag og tímasetningar leita í Norðurárdal og hvaða leiðir eru færar til að auka skilvirkni og hagkvæmni.
Rætt um fyrirkomulag og tímasetningar leita í Norðurárdal og hvaða leiðir eru færar til að auka skilvirkni og hagkvæmni.
Fjallskilanefnd Brekku-og Svignaskarðsréttar mun skoða hvaða leiðir eru færar og taka samtal við fjáreigendur í Norðurárdal og í Dalabyggð.
=== 3.Girðingamál ===
2212188
Til fundarins koma Elvar Ólason, Þórhildur Þorsteinsdóttir, Birgir Hauksson, Davíð Magnússon, og Kristbjörn Jónsson til að ræða um endurnýjun og viðhald Ystutungugirðingar.
Fjallskilanefnd Brekku-og Svignaskarðsréttar samþykkir að leita tilboða hjá girðingaverktökum vegna endurnýjunar á þeim köflum Ystutungugirðingar sem nauðsynlegt er að endurnýja. Unnin verður kostnaðaráætlun á nauðsynlegum úrbótum til næstu ára og lögð fyrir byggðarráð.
Fundi slitið - kl. 18:00.