Húnaþing vestra
Fræðsluráð - 233. fundur
**Dagskrá:** **1. Drög að reglum um skólaakstur, ábendingar úr opnu samráði.**
Ábendingar bárust um akstur leikskólabarna, sakavottorð og forföll bílstjóra. Fræðsluráð þakkar fyrir góðar ábendingar og leggur til að breytingar í samræmi við umræður á fundinum verði lagðar fyrir byggðarráð.
**2. Ný menntastefna Húnaþings vestra.**
Fræðsluráð fagnar nýrri menntastefnu Húnaþings vestra og vísar henni til byggðarráðs.
**3. Drög að reglum um ráðgjöf um líðan og sálfræðiþjónustu, ábendingar úr opnu samráði.**
Engar ábendingar bárust. Fræðsluráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja reglurnar.
**4. Starfsáætlun fræðsluráðs.**
Starfsáætlun fræðsluráðs sett upp til vors. Fræðsluráð samþykkir samhljóða að fundur ráðsins sem er áætlaður 6. apríl nk., verði 30. mars vegna lögbundins frídags.
**5. Breytingar á barnaverndarþjónustu frá 1. janúar 2023.**
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs greindi frá skipulagi Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands sem tók til starfa 1. janúar 2023.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:39