Grindavíkurbær
Frístunda- og menningarnefnd - Fundur 109
08.11.2021 - Slóð
**109. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 3. nóvember 2021 og hófst hann kl. 16:00. **
Fundinn sátu: Garðar Alfreðsson, aðalmaður, Þórunn Erlingsdóttir, aðalmaður, Alexander Veigar Þórarinsson, aðalmaður, Irmý Rós Þorsteinsdóttir, formaður, Sigríður Etna Marinósdóttir, aðalmaður og Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Fundargerð ritaði: Eggert Sólberg Jónsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Dagskrá:
**1. Rafíþróttadeild UMFG - 2110105 **
Framkvæmdastjóri UMFG sat fundinn undir þessum lið.
Aðalstjórn UMFG óskar eftir aðkomu Grindavíkurbæjar að nefnd sem hefði það markmið að kanna kosti og galla þess að stofna rafíþróttadeild innan UMFG. Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til að Þórunn Erlingsdóttir og forstöðumaður Þrumunnar verði fulltrúar Grindavíkurbæjar í nefndinni.
**2. Framtíð sundlaugarsvæðis - 2110014 **
Framkvæmdastjóri UMFG sat fundinn undir þessum lið. Farið yfir þarfagreiningu vegna framtíðaruppbyggingar sundlaugarsvæðis frá 2019 og skýrslu um skipulag sundlaugarsvæðis frá 2013. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að unnið verði að hönnun sundlaugamannvirkja samhliða deiliskipulagningu íþróttasvæðisins.
**3. Íþróttafólk Grindavíkur 2021 - 2110123 **
Framkvæmdastjóri UMFG sat fundinn undir þessum lið. Rætt um fyrirkomulag kjörs og útnefningu á íþróttafólki Grindavíkur 2021. Frístunda- og menningarnefnd hefur möguleika á að tilnefna einstaklinga með lögheimili í Grindavík sem skarað hafa fram úr í íþróttum og utan íþróttafélaga í Grindavík. Nefndin mun ekki nýta rétt sinn til að tilnefna í ár.
**4. Fjárhagsáætlun 2022 - Frístunda- og menningarsvið - 2109002 **
Fjárhagsáætlun frístunda- og menningarsviðs 2022 lögð fram eins og hún lítur út eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
**5. Nikótínpúðar í íþróttamannvirkjum - 2110116 **
Lagt fram erindi frá forstöðumanni íþróttamannvirkja vegna nikótínpúðanotkunar gesta. Notkun nikótínpúða er vandamál í íþróttamannvirkjunum og fylgir mikill sóðaskapur. Nefndin bendir á að forstöðumenn hafa heimild til að setja reglur í sínum stofnunum en styður tillögu forstöðumanns íþróttamannvirkja að banna notkun púðanna á íþróttasvæðinu.
**6. Ungt fólk 2021 - 2110008 **
Niðurstöður Ungs fólks 2021, könnunar á líðan og högum ungs fólks í Grindavík lögð fram. Könnunin var lögð fyrir í febrúar 2021.
**7. Styrkir vegna íþróttaafreka 2021 - 2107030 **
Frístunda- og menningarnefnd staðfestir eftirfarandi styrkúthlutanir vegna íþróttaafreka:
Alex Máni Pétursson: 25.000 kr.
Alexander Veigar Þorvaldsson: 25.000 kr.
Tómas Breki Bjarnason: 25.000 kr.
**8. Lýðheilsuteymi - 5 - 2110014F **
Fundargerð 5. fundar lýðheilsuteymis Grindavíkurbæjar lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17:50.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)