Húnaþing vestra
Skipulags- og umhverfisráð - 352.fundur
|
|
**Lindarvegur 12, umsókn um byggingarleyfi. - 2210015**
|
|
Guðrún Helga Magnúsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Lindarvegi 12 lnr. 226135, Hvammstanga.
|
|
*Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að grenndakynna byggingarleyfið fyrir lóðarhöfum við Lindarveg 10 skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.*
|
||
|
|
|
**Borðeyri, umsókn um stofnun vegsvæðis. - 2212003**
|
|
Vegagerðin óskar eftir því að stofnað verður vegsvæði úr landi Borðeyrarbæjar lnr. 142178, samkvæmt uppdrætti gerðum af Mannvit dags. 12. mars 2022. Stofnað vegsvæði fær heitið Borðeyrarbær vegsvæði.
|
|
*Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar undir *
vegsvæði sem fær heitið Borðeyrarbær vegsvæði.
|
||
|
|
|
**Laxárdalur 3, umsókn um stofnun vegsvæðis. - 2212004**
|
|
Vegagerðin óskar eftir því að stofnað verður vegsvæði úr landi Læxárdals 3 lnr. 142211,
samkvæmt uppdrætti gerðum af Mannvit dags. 12. mars 2022. Stofnað vegsvæði fær
heitið Kjörseyri 1 vegsvæði.
|
|
*Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar undir *
vegsvæði sem fær heitið Laxárdalur 3 vegsvæði.
|
||
|
|
|
**Stóra-Borg syðri land - umsókn um byggingarleyfi - 2211004**
|
|
Búr ehf sækir um byggingarleyfi fyrir frístundarhúsi og bátaskýli á Stóru-Borg syðri land lnr. 144572.
|
|
*Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarleyfið sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag frá 1994. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.*
|
||
|
|
|
**Auðunnarstaðir lóð, umsókn um stofnun lóðar. - 2212005**
|
|
Flaumur ehf. sækir um stofnun lóðar úr landi Auðunnarstaða, lnr. 144596, samkvæmt uppdrætti gerðum af Skúla Húni Hilmarssyni dags. 17. nóvember 2022. Stofnuð lóð fær heitið Auðunarstaðir lóð.
|
|
*Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar Auðunnarstaðir lóð.*
|
||
|
|
|
**Faxaslóð 4 - umsókn um byggingarleyfi. - 2301002**
|
|
Björk Þorsteinsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir 160 m² vélaskemmu á Faxaslóð 4 lnr. 144553.
|
|
*Skipulags- og umhverfisráð hafnar umsókn um byggingarleyfi fyrir 160 m² vélaskemmu, fyrir er 71 m² frístundarhús á lóðinni. Deiliskipulag heimilar einungis samanlagt 120 m² byggingarmagn á lóð samkvæmt 4.gr. greinagerðar skipulagssins.*