Borgarbyggð
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 49. fundur
= Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar =
Dagskrá
=== 1.Breyting á aðalskipulagi - Breytt lega þjóðvegar við Borgarnes ===
2210045
Lögð er fram lýsing að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Breyting á Þjóðvegi 1 um Borgarnes og nýtt íbúðarsvæði, skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er að breyta legu Þjóðvegar 1 við þéttbýlið í Borgarnesi og skilgreina nýtt íbúðarsvæði, þar sem áætlað er að koma fyrir um 20-25 lóðum. Þéttbýlisuppdráttur verður stækkaður til samræmis við breytta legu þjóðvegar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Breytingu á þjóðvegi 1 um Borgarnes og nýtt íbúðarsvæði skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa.
=== 2.Umsókn um aðalskipulagsbreytingu - Niðurskógur-Húsafell 3 L134495 ===
2212165
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 í Niðurskógi í landi Húsafells skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er að breyta landnotkun, stækka frístundasvæði F127 um 2520 fm á kostnað O34, opið svæði til sérstakra nota. Aðkoma að frístundasvæðinu er frá Hálsasveitavegi (518) um frístundabyggðina í Húsafelli.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Niðurskóg í Húsafelli skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 3.Umsókn um deiliskipulag - Niðurskógur- Hraunbrekkur 34 L195348 ===
2212166
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Niðurskóg í landi Húsafells III. Breytingin tekur til lóðar við Hraunbrekkur 34 og felur í sér að byggingarreitur lóðarinnar er stækkaður og hliðrað til vesturs. Heimilað byggingarmagn er aukið úr 150 fm í 230 fm. Með breytingunni fellur áætlað frístundahús betur að landslagi og gróðurfari svæðisins. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða vegna stækkunar á frístundabyggðarsvæðinu vegna hliðrunar á byggingarreit Hraunbrekkna 34.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar með þeim fyrirvara að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar sem er gerð samhliða. Lagður var fram uppdráttur dags 22.12.2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 4.Umsókn um deiliskipulag - Niðurskógur ===
2212048
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Niðurskóg í landi Húsafells III. Breytingin tekur til lóðar við Oddskóg 3 og felur í sér að byggingarreitur lóðarinnar er stækkaður úr 225 fm í 348 fm, heimilað að reisa eitt frístundahús og eitt aukahús. Innan byggingarreits er heimilað að byggja eitt frístundahús allt að 150 fm og eitt aukahús allt að 45 fm. Einnig er gerð breyting á hámarks-mænis og vegghæð sem og á leyfilegum þakhalla.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur dags 06.12.2022. Málsmeðferð verði í samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 5.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 205 ===
2212020F
Fundargerð 205. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 205 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 205 Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
- 5.3 2212003
[Umsókn um stöðuleyfi - Bakkakot II gámur](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslur-byggingarfulltrua/18862#2212003)Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 205 Samþykkt
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 205 Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúi hefur móttekið umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd sbr. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð 112/2012.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 205 Erindið þarf að grenndarkynna skv. 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
=== 6.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 2 ===
2301003F
Fundargerð 2. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram.
- Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 2 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi sumarbústaðasvæðis á Signýjarstöðum. Breytingartillaga var sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 8.11.2022.
Breytingin tekur til breytinga á deiliskipulagi sumarbústaðasvæðis á Signýjarstöðum frá árinu 1998 sem staðfest var 2003 með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Árið 2010 var gerð breyting á deiliskipulaginu sem fór alla leið að undanskildu því að breytingin var ekki auglýst í B-deild og öðlaðist því ekki gildi.
Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
- Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 2 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynnt verði óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum Brókarstígs 26-30.
- 6.3 2212137
[Umsókn um stofnun lóða - Urriðaá L135950](/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/afgreidslufundur-skipulagsfulltrua/18864#2212137)Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 2 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar stofnun lóðanna 17 í landi Urriðaráar L135950. Lóðirnar verða settar í notkunarflokkinn Frístundabyggð.
- Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 2 Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 42.gr. skipulagslaga 123/2010.
Fundi slitið - kl. 09:00.