Skagafjörður
Landbúnaðarnefnd
= Landbúnaðarnefnd =
Dagskrá
=== 1.Samþykkt um búfjárhald ===
2210256
Málið áður á 5. fundi landbúnaðarnefndar þann 17. nóvember 2022. Lögð fram drög að breytingum á samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði. Málið rætt, áfram í skoðun.
=== 2.Úthlutun til fjallskilanefnda 2023 ===
2211228
Lagðar fram áætlanir fjallskilasjóða fyrir árið 2023. Landbúnaðarnefnd hefur til ráðstöfunar á fjárhagsáætlun 2023 fyrir deild 13210, samtals 8 mkr. til að veita í framlög til fjallskilasjóðanna. Nefndin mun kalla eftir frekari upplýsingum hjá fjallskilanefndum.
=== 3.Eftirleitir á Staðarafrétt ===
2212180
Tekið fyrir erindi frá fjallskilanefnd Staðarhrepps um greiðslu vegna vinnu við eftirleitir í Staðarfjöllum. Nefndin samþykkir að greiða innsendan reikning.
=== 4.Umsókn um búfjárleyfi ===
2212069
Lögð fram umsókn frá Efemíu G. Björnsdóttur, Freyjugötu 3, Sauðárkróki um leyfi til að halda 10 hænur við heimili hennar. Nefndin samþykkir umsókn um búfjárleyfi.
=== 5.Skálárrétt ===
2211352
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. nóvember 2022 frá Magnúsi Péturssyni landeiganda Skálár til fjallskilastjóra fjallskiladeildar Hrolleifsdals. Varðar erindið hvort rífa eigi réttina eða endurbyggja að hluta. Í núverandi fjallskilareglugerð Skagafjarðar er Skálárrétt skilgreind sem skilarétt. Nefndin óskar eftir viðræðum við landeiganda Skálár og fjallskiladeild Hrollleifsdals.
=== 6.Sullaveiki í sauðfé ===
2212138
Ormahreinsun sveitahunda rædd. Nefndin áréttar mikilvægi ormahreinsunar einu sinni á ári.
=== 7.Fjallskilasamþykkt Skagafjarðar ===
2208249
Málið áður á dagskrá 4. fundar landbúnaðarnefndar þann 17. október 2022. Fjallskilasamþykktin rædd.
=== 8.Viðgerð Deildardalsréttar hinnar fornu ===
2211271
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi styrkumsókn til Minjastofnunar fyrir hönd Fjallskilasjóðs Deildardals vegna viðgerðar á grjóthlaðinni rétt við Tungufjallssporðinn.
=== 9.Styrkvegasjóðsverk 2022, Kolbeinsdalsvegur ===
2210263
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við lagfæringu á afréttarvegi að Kolbeinsdalsafrétt. Styrkur að fjárhæð 1,8 mkr.fékkst úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar til verksins.
=== 10.Styrkvegasjóðsverk 2022, Unadalsvegur ===
2210262
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við lagfæringu á afréttarvegi að Unadalsafrétt. Styrkur að fjárhæð 800 þkr.fékkst úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar til verksins.
=== 11.Styrkvegasjóðsverk 2022, Hofsafrétt ===
2210265
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við lagfæringu á afréttarvegi að Keldudal á Hofsafrétt. Styrkur að fjárhæð 2,0 mkr.fékkst úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar til verksins.
=== 12.Styrkvegasjóðsverk 2022, Molduxaskarðsvegur ===
2210266
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við lagfæringu á afréttarvegi að Molduxaskarði. Styrkur að fjárhæð 400 þkr.fékkst úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar til verksins.
Fundi slitið - kl. 11:15.