Grindavíkurbær
Bæjarstjórn - Fundur 521
26.10.2021 - Slóð
**521. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 26. október 2021 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður. Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson,varamaður.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
**1. Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024 - Endurskoðun - 2109140**
Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja óskar eftir umsögn um verk- og matslýsingu vegna endurskoðunar á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við verk- og matslýsinguna á fundi þann 21. október 2021. Afgreiðslu skipulagsnefndar var vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
**2. Deiliskipulagsbreyting - Orkuvinnslusvæði á Reykjanesi - 2012024**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Páll Valur, Hjálmar og bæjarstjóri.
Greinagerð og skipulagsuppdráttur deiliskipulagsbreytingar orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi lögð fram. Skipulagsnefnd samþykkti að deiliskipulagstillagan verði send í auglýsingu í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 á fundi þann 21. október 2021. Skiplagsnefnd vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
**3. Deiliskipulag við Þorbjörn - 2110060**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, bæjarstjóri, Páll Valur, Hallfríður og Birgitta.
Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir Þorbjörn og svæðið í kring lögð fram. Málsmeðferð verður í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og að um hana verði leitað umsagna hjá umsagnaraðilum og hún kynnt almenningi. Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
**4. Reglur um lóðarúthlutanir- breyting - 2109032**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Birgitta, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri, Páll Valur og Hjálmar.
Lagðar eru fram tillögur að breytingum á reglum um lóðarúthlutanir hjá Grindavíkurbæ. Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi þann 21. október 2021 og samþykkti breytingar á lóðarúthlutunarreglunum. Skipulagnefnd vísaði erindinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.
**5. Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar - golfvöllur, stígur og hreinsivirki - 2110076**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður og Hjálmar.
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna golfvallar, stígs vestan við Grindavík og hreinsivirkis við Eyjabakka lögð fram. Kynning og samráð um skipulagslýsingu fyrir skipulagstillöguna hefur farið fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá hefur kynning á skipulagstillögunni farið fram í samræmi við bókun skipulagsnefndar á fundi þann 21. október sl. þar sem samþykkt var að kynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagalaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða skipulagstillöguna. Í samræmi við 3. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þá er sviðsstjóra falið að senda skipulagstillöguna til athugunar hjá Skipulagsstofnun. Ef engar athugasemdir berast frá Skipulagsstofnun þá er sviðsstjóra falið að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
**6. Umsókn um byggingarleyfi - Víkurhóp 63 - 2110059**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Hjálmar, Birgitta og bæjarstjóri.
Eignarhaldsfélagið Normi sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu fjölbýlishúss við Víkurhóp 63. Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin fyrir sitt leyti á fundi þann 21. október 2021 og vísaði erindinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
**7. Norðurhóp 64 - Umsókn um byggingarleyfi - 2110054**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Páll Valur, Hjálmar og bæjarstjóri.
H.H. Smíði ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi við Norðurhóp 64. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti á fundi þann 21. október 2021 og var erindinu vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
**8. Búðir - Breyting á byggingarleyfi - 2109102**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður og Hjálmar.
Grenndarkynning vegna breytingar á byggingarleyfi við Búðir lauk 21. október 2021. Engar athugasemdir bárust. Álit Minjastofnunar liggur fyrir án athugasemda. Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin á fundi þann 21. október sl. og vísaði erindinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
**9. Umsókn um byggingarleyfi - Fálkahlíð 2 (Nýr leikskóli) - 2110077**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður og Birgitta. Grindavíkurbær sækir um byggingarleyfi fyrir nýjan leikskóla í Hlíðarhverfi við Fálkahlíð 2. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sex deilda leikskóla á fundi þann 21. október 2021. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
**10. Skjalastefna Grindavíkur - 2106003**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Hallfríður og Páll Valur.
Skjalastefna Grindavíkurbæjar lögð fram til samþykktar. Bæjarráð samþykkti framlagða skjalastefnu og vísaði henni til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða skjalastefnuna.
**11. Umsóknir um starfsstyrki á frístunda- og menningarsviði 2022 - 2106082**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Páll Valur, Hjálmar, Birgitta, bæjarstjóri, Guðmundur, Sævar og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Drög að samstarfssamningum á frístunda- og menningarsviði við eftirtalda aðila lögð fram til samþykktar:
Félag eldri borgara í Grindavík. Golfklúbbur Grindavíkur. Grindavíkurskip. Hestamafélagið Brimfaxi. Íþróttafélagið Nes. Knattspyrnudeild UMFG. Knattspyrnufélagið GG. Kvenfélag Grindavíkur. Kvennakór Grindavíkur. Minja- og sögufélag Grindavíkur. Slysavarnardeildin Þórkatla. Unglingadeildin Hafbjörg.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða samninga.
**12. Þjónustumiðstöð - beiðni um viðauka 2021 - 2110011**
Til máls tók: Sigurður Óli.
Lögð fram beiðni um viðauka vegna viðhalds skólabifreiða að fjárhæð kr. 2.250.000 og kr. 3.000.000 á verkefni 32-1150515, Gatnakerfi: Gangbrautarljós í eignfærðri fjárfestingu 2021. Lagt er til að viðaukarnir verði fjármagnaðir með hækkun á áætlun staðgreiðslu, lykill 00010-0021 um kr. 5.250.000. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
**13. Fjárhagsáætlun 2022-2025 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2107043**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur, Hjálmar, Birgitta, Páll Valur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri og Sævar.
Forseti leggur til að áætluninni verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 30. nóvember næstkomandi.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu forseta.
**Fundargerðir ** **14. Samband íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102009**
Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Hallfríður, Guðmundur, Birgitta, Sævar, Páll Valur og Hjálmar.
Fundargerð 901. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 24. september 2021 er lögð fram til kynningar.
**15. Bæjarráð Grindavíkur - 1593 - 2110002F**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur, Birgitta og bæjarstjóri.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**16. Bæjarráð Grindavíkur - 1594 - 2110004F**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Páll Valur, Hallfríður, Sævar, Birgitta og Hjálmar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**17. Bæjarráð Grindavíkur - 1595 - 2110009F**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri, Hallfríður, Páll Valur, Hjálmar, Sævar og Birgitta.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**18. Skipulagsnefnd - 91 - 2110008F**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hallfríður, Guðmundur, Birgitta, Hjálmar og bæjarstjóri.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**19. Fræðslunefnd - 113 - 2110003F**
Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Guðmundur, Birgitta, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hallfríður, Hjálmar, Páll Valur og Sævar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**20. Frístunda- og menningarnefnd - 108 - 2110001F**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Páll Valur, Birgitta, bæjarstjóri og Hallfríður.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**21. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 54 - 2110007F**
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Páll Valur, Birgitta, Hjálmar og bæjarstjóri.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)