Mosfellsbær
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 234
==== 10. janúar 2023 kl. 07:00, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) áheyrnarfulltrúi
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Ölvir Karlsson (ÖK) varamaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
== Fundargerð ritaði ==
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Starfsáætlun umhverfisnefndar Mosfellsbæjar 2022-2026 ==
[202210155](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202210155#sw4y40bywemjlq5cswr-ua1)
Lögð fram tillaga að starfsáætlun umhverfisnefndar Mosfellsbæjar fyrir árin 2022-2026
Lagt fram og rætt.
== 2. Laufið - viðurkenning fyrir samfélagslega ábyrg fyrirtæki ==
[202209197](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202209197#sw4y40bywemjlq5cswr-ua1)
Umfjöllun um starfsemi Laufsins sem býður uppá hagnýt verkfæri til að stuðla að sjálfbærum fyrirtækjarekstri. Farið yfir svör við spurningum Mosfellsbæjar.
Umhverfisnefnd leggur til að haldinn verði kynningarfundur með Laufinu fyrir kjörna fulltrúa ásamt starfsfólki. Nefndin felur umhverfisstjóra að koma fundinum á.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
== 3. Loftslagsstefna fyrir Mosfellsbæ ==
[202301124](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202301124#sw4y40bywemjlq5cswr-ua1)
Umræða um gerð loftslagsstefnu fyrir Mosfellsbæ
Umhverfisnefnd samþykkir að hafin verði vinna við gerð loftslagsstefnu fyrir starfsemi og rekstur Mosfellsbæjar skv. lögum um loftslagmál nr. 70/2012, samhliða þeirri vinnu verði farið í endurskoðun gildandi umhverfisstefnu.
Í grunninn verði byggt á þeirri góðu vinnu sem liggur að baki Umhverfisstefnu Mosfellsbæjar 2019-2030 sem nú er í gildi og þegar vinnunni líkur verði til samofin umhverfis- og loftslagsstefna.
Samþykkt með fimm atkvæðum.