Grindavíkurbær
Skipulagsnefnd - Fundur 91
21.10.2021 - Slóð
**91. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 21. október 2021 og hófst hann kl. 16:15.**
Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður,
Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Dagskrá:
**1. Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar - golfvöllur, stígur og hreinsivirki - 2110076**
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna golfvallar, stígs vestan við Grindavík og hreinsivirkis við Eyjabakka lögð fram. Kynning og samráð um skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytinguna hefur farið fram í samræmi við 1. mgr.30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir að aðalskipulagstillagan, verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
**2. Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024 - Endurskoðun - 2109140**
Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja óskar eftir umsögn um verk- og matslýsingu vegna endurskoðunar á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við verk- og matslýsinguna. Afgreiðslu skipulagsnefndar vísað til bæjarstjórnar.
**3. Deiliskipulagsbreyting - Orkuvinnslusvæði á Reykjanesi - 2012024**
Greinagerð og skipulagsuppdráttur deiliskipulagsbreytingar á Reykjanesi lögð fram.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan verði send í auglýsingu í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
**4. Deiliskipulag við Þorbjörn - 2110060**
Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir Þorbjörn og svæðið í kring lögð fram. Málsmeðferð verður í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og að um hana verði leitað umsagna hjá umsagnaraðilum og hún kynnt almenningi.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
**5. Hópsvegur 1 - breyting á deiliskipulagi - 2108077**
Tillaga frá 240 ehf. að breytingu deiliskipulags við Hópsveg 1 lögð fram til umfjöllunar. Málsaðila var heimilað að vinna deiliskipulagstillögu á fundi skipulagsnefndar þann 21.júní 2021.
Í skipulagstillögunni eru gerðar eftirfarandi breytingar vegna lóðar við Hópsveg 1.
- Deiliskipulagsmörk við lóðina eru færð og lóð stækkuð til suðurs og austurs.
- Byggingarreitur er settur utan um núverandi smáhýsi á lóð og gert ráð fyrir að hægt sé að koma fyrir þremur smáhýsum til viðbótar.
- Þeim þremur smáhýsum sem bætt er við innan nýrra lóðamarka við Hópsveg 1 munu raðast til austurs neðst á lóðinni.
Skipulagsnefnd leggur til eftirfarandi breytingu á skipulagstillögunni:
- Lóðamörk milli Hópsvegar 1 og Sjónarhóls verði þannig að stærð á lóð Sjónarhóls minnki ekki.
Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að grenndarkynna skipulagstillöguna, með áorðnum breytingum, fyrir lóðarhöfum við Seljabót 7, Hafnargötu 28 og 31, Sjónarhól og Hóp 1.
**6. Breyting á deiliskipulagi hesthúsahverfis - Hópsheiði 11 og 13 - 2109091**
Grenndarkynning vegna deiliskipulagsbreytingar við Hópsheiði 11 og 13 er lokið án athugasemda. Grenndarkynning fór fram í samræmi við 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða.
Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
**7. Deiliskipulag Húsatóftir eldisstöð (I6) - 2110071**
Sviðsstjóri óskar eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulagstillögu fyrir i6 á nýjan leik í samráði við Matorku. Málsaðili hefur óskað eftir að gera eftirfarandi breytingar á deiliskipulagstillögunni sem dagsett er 20.03.2019:
- Stærð byggingarreita 2,3 og 4 verði tvöfaldaðir.
- Skoðuð verði staðsetning á holum til sjótöku innan svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að sviðsstjóri vinni málið áfram.
**8. Umsókn um framkvæmdarleyfi - Veitustofn með Nesvegi - 2110055**
Gagnaveita Reykjavíkur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir því að plægja niður ídráttarör meðfram Nesvegi vestan við Grindavík heim að sveitarfélagsmörkum við Reykjanesbæ.
Afnotaleyfi frá Vegagerðinni liggur fyrir en lögnin liggur innan veghelgunarsvæðis Nesvegar ásamt umsögn frá Umhverfisstofnun. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Grindavíkurbæjar.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa í samræmi við 55. gr. bæjarmálasamþykktar, að gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum öllum skilyrðum laga og reglna.
**9. Fæðilögn- umsókn um framkvæmdaleyfi - 2110026**
Matorka óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir fæðislögn úr gjá vestan við aðstöðu fyrirtækisins við Nesveg.
Erindið var sent Skipulagsstofnun til athugunar. Skipulagsstofnun óskar eftir því að framkvæmdaraðili sendi inn fyrirspurn um matsskyldu til stofnunarinnar og geri frekari grein fyrir framkvæmdinni.
Málinu er frestað.
**10. Reglur um lóðarúthlutanir- breyting - 2109032**
Lagðar eru fram tillögur að breytingum á reglum um lóðarúthlutanir hjá Grindavíkurbæ.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingarnar og vísar reglunum til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.
**11. Hafnargata 4-6 - Umsókn um byggingarleyfi - 2110039**
Breyttar teikningar vegna Hafnargötu 4-6 lagðar fram. Teikningarnar hafa verið samþykktar af nágrönnum við Hafnargötu 2,4 og 6. Byggingaráformin eru í samræmi við deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
**12. Norðurhóp 64 - Umsókn um byggingarleyfi - 2110054**
H.H. Smíði ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi við Norðurhóp 64.
Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti og vísar til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
**13. Búðir - Breyting á byggingarleyfi - 2109102**
Grenndarkynning vegna breytingar á byggingarleyfi við Búðir lýkur 21.október nk. Engar athugasemdir hafa borist. Álit Minjastofnunar liggur fyrir án athugasemda.
Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og vísar til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
**14. Umsókn um byggingarleyfi - Víkurhóp 63 - 2110059**
Eignarhaldsfélagið Normi sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu fjölbýlishúss við Víkurhóp 63
Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti og vísar til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
**15. Umsókn um byggingarleyfi - Fálkahlíð 2 (Nýr leikskóli) - 2110077**
Grindavíkurbær sækir um byggingarleyfi fyrir nýjan leikskóla í Hlíðarhverfi við Fálkahlíð 2.
Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sex deilda leikskóla. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
**16. Kæra- nýtt framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 - 2105021**
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um kæru vegna framkvæmdaleyfis fyrir Suðurnesjalínu 2 lagður fram til kynningar.
**17. Stefna - bótaskylda vegna smáhýsa - 2105019**
Stefna - bótaskylda vegna smáhýsa.
Frávísun Héraðsdóms Reykjaness lögð fram til kynningar.
**18. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 54 - 2110007F **
Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarmála nr. 54 lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40.
Bæjarráð / 24. júní 2022
[Fundur 1613](/v/25876)
Skipulagsnefnd / 24. júní 2022
[Fundur 102](/v/25874)
Bæjarráð / 15. júní 2022
[Fundur 1612](/v/25865)
Bæjarstjórn / 8. júní 2022
[Fundur 529](/v/25839)
Bæjarráð / 25. maí 2022
[Fundur 1611](/v/25805)
Fræðslunefnd / 24. maí 2022
[Fundur 119](/v/25804)
Bæjarstjórn / 11. maí 2022
[Fundur 528](/v/25760)
Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022
[Fundur 115](/v/25756)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25736)
Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022
[Fundur 115](/v/25735)
Bæjarráð / 4. maí 2022
[Fundur 1610](/v/25730)
Skipulagsnefnd / 3. maí 2022
[Fundur 101](/v/25727)
Hafnarstjórn / 2. maí 2022
[Fundur 482](/v/25716)
Bæjarstjórn / 27. apríl 2022
[Fundur 527](/v/25704)
Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022
[Fundur 100](/v/25688)
Bæjarráð / 20. apríl 2022
[Fundur 1609](/v/25687)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 118](/v/25672)
Fræðslunefnd / 11. apríl 2022
[Fundur 117](/v/25671)
Bæjarráð / 6. apríl 2022
[Fundur 1608](/v/25656)
Bæjarráð / 31. mars 2022
[Fundur 1605](/v/25642)
Bæjarstjórn / 30. mars 2022
[Fundur 526](/v/25639)
Bæjarráð / 23. mars 2022
[Fundur 1607](/v/25620)