Svalbarðsstrandarhreppur
Umhverfis & Atvinnumálanefnd
**Dagskrá:**
|
|
**1. ** |
|
**Fjárhagsáætlun 2023-2026 - 2208014**
|
||
|
Farið yfir samþykkta gjaldskrá sveitarstjórnar sem og framtíðaráform um meðhöndlun sorps í fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024-26.
|
||
|
*Umhverfis - atvinnumálanefnd fagnar því að sveitarstjórn tekur jákvætt í breytingar á gámasvæði Svalbarðseyrar á næsta ári 2023. Umhverfis- og atvinnumálanefnd mun vinna drög að tillögu að breytingu gámasvæðisins til að leggja fyrir 103. fund sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps. *
|
||
|
*Samþykkt*
|
|
|
||
|
|
|
**2. ** |
|
**Atvinnumál í sveitarfélaginu. - 2209006**
|
||
|
Skrifstofurstjóri leggur fram tölur um atvinnuþáttöku í sveitarfélaginu, fjölda fyrirtækja sem starfa í sveitarfélaginu og fer yfir svæði sem eru skipulögð undir atvinnustarfsemi.
|
||
|
*Lagt fram til kynningar*
|
||
|
*Samþykkt*
|
|
|
||
|
|
|
**3. ** |
|
**Nýsköpun í Svalbarðsstrandarhreppi - 2211004**
|
||
|
Farið yfir þær leiðir sem aðilum í Svalbarðsstrandarhreppi stendur til boða í málefnum nýsköpunar.
|
||
|
*Nýsköpunarmöguleikar innan Svalbarðsstrandarhreppi ræddir. Umhverfis- og atvinnumálanefnd hvetur íbúa Svalbarðsstrandarhrepps til að senda erindi inn á fundi nefndarinnar. Umhverfis- og atvinnumálanefnd stefnir einnig að leita til íbúa til að kanna hvar sóknarfæri eru innan Svalbarðsstrandarhrepps. *
|
||
|
*Samþykkt*
|
|
|
||
|
|
|
**4. ** |
|
**Fræðsluefni frá Umhverfis - og atvinnumálanefnd - 2211005**
|
||
|
Umhverfis-og atvinnumálanefnd fer yfir kosti um hvernig best er að miðla kynningarefni til íbúa Svalbarðsstrandarhrepps.
|
||
|
*Umhverfis- og atvinnumálanefnd ákveður að stofna tilkynningarsíðu á facebook til að miðla upplýsingum til íbúa. *
|
||
|
*Samþykkt*
|
|
|
||
|
|
|
**5. ** |
|
**Umhverfisviðurkenning 2021 - 2202009**
|
||
|
Dagsetning ákveðin um hvenær skuli afhenda Umhverfisverðlaunin 2021 og 2022.
|
||
|
*Umhverfis - og atvinnumálanefnd leggur til að verðlaunin fyrir 2021 og 2022 verði afhent á fyrsta fundi umhverfis- og atvinnumálanefndar árið 2023. Nefndin auglýsir jafnframt eftir tilnefningum frá íbúum Svalbarðsstrandarhrepps til Umhverfisverðlauna 2022 og felur skrifstofustjóra að birta auglýsingu þess efnis á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps. *
|
||
|
*Samþykkt*
|
|
|
||
|
** **
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.