Grindavíkurbær
Bæjarstjórn - Fundur 536
**536. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 3. janúar 2023 og hófst hann kl. 16:00.**
**Fundinn sátu: **Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður, **Einnig sat fundinn:** Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. **Fundargerð ritaði:** Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. **Dagskrá:** **1. Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Grindavíkur - 2212059**
Til máls tóku: Ásrún og sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
SAMÞYKKT um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar er lögð fram til síðari umræðu.
Á 535. fundi bæjarstjórnar þann 27. desember sl. var samþykkt að vísa neðangreindum tillögum að breytingum á bæjarmálasamþykkt Grindvíkurbæjar til síðari umræðu í bæjarstjórn:
1. Tillaga að breytingu á 4. tl. undir B-lið 1. mgr. 48. gr. er svohljóðandi:
4. Félagsmálanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Félagsmálanefnd fer með öldrunarmál skv. 7. gr. laga nr. 125/1999, jafnréttismál skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, málefni fatlaðs fólks skv. lögum nr. 38/2018, húsnæðismál skv. 6. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998 og yfirstjórn barnaverndarþjónustu skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002, ásamt öðrum þeim verkefnum sem nefndinni eru falin með erindisbréfi.
2. Tillaga að nýjum tölulið (nr. 8) undir C-lið 1. mgr. 48. gr. er svohljóðandi:
8. Umdæmisráð barnaverndar. Grindavíkurbær stendur sameiginlega að umdæmisráði barnaverndar í samstarfi við önnur sveitarfélög samkvæmt samningi þar um, í samræmi við 14. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. síðari breytingar. Bæjarstjórn kýs einn fulltrúa sveitarfélagsins í valnefnd til fimm ára sem annast skipan umdæmisráðs skv. 2. gr. samningsins.
3. Tillaga að nýjum viðauka, nr. 2.1., í Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar, um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Grindavíkur.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða samþykkt og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að óska eftir staðfestingu ráðherra á samþykktinni.
**2. Innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs - 2212075**
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta Hrund, Hallfríður og Hjálmar.
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.12.2022 þar sem vakin er athygli á breytingum laga er snúa að sorpmálum.
**3. Lokanir á Grindavíkurvegi vegna ófærðar - 2212074**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Hjálmar, Helga Dís og Birgitta Rán.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og svöruðu þeir fyrirspurnum.
Almennar umræður um lokanir og snjómokstur en engin gögn lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.
Bæjarráð / 11. janúar 2023
[Fundur 1632](/v/26209)
Bæjarstjórn / 11. janúar 2023
[Fundur 536](/v/26208)
Skipulagsnefnd / 10. janúar 2023
[Fundur 112](/v/26204)
Bæjarstjórn / 28. desember 2022
[Fundur 535](/v/26184)
Bæjarráð / 21. desember 2022
[Fundur 1631](/v/26169)
Skipulagsnefnd / 20. desember 2022
[Fundur 111](/v/26165)
Fræðslunefnd / 19. desember 2022
[Fundur 125](/v/26162)
Bæjarstjórn / 14. desember 2022
[Fundur 534](/v/26145)
Hafnarstjórn / 13. desember 2022
[Fundur 487](/v/26144)
Skipulagsnefnd / 7. desember 2022
[Fundur 110](/v/26136)
Bæjarráð / 7. desember 2022
[Fundur 1630](/v/26135)
Bæjarstjórn / 1. desember 2022
[Fundur 533](/v/26129)
Bæjarráð / 23. nóvember 2022
[Fundur 1629](/v/26114)
Skipulagsnefnd / 22. nóvember 2022
[Fundur 109](/v/26113)
Bæjarráð / 16. nóvember 2022
[Fundur 1628](/v/26093)
Bæjarráð / 10. nóvember 2022
[Fundur 1627](/v/26080)
Skipulagsnefnd / 8. nóvember 2022
[Fundur 108](/v/26076)
Frístunda- og menningarnefnd / 3. nóvember 2022
[Fundur 120](/v/26069)
Bæjarráð / 2. nóvember 2022
[Fundur 1626](/v/26066)
Fræðslunefnd / 27. október 2022
[Fundur 124](/v/26057)
Bæjarstjórn / 26. október 2022
[Fundur 532](/v/26054)
Bæjarráð / 19. október 2022
[Fundur 1625](/v/26039)
Hafnarstjórn / 13. október 2022
[Fundur 485](/v/26034)
Bæjarráð / 12. október 2022
[Fundur 1624](/v/26029)
Bæjarráð / 11. október 2022
[Fundur 1623](/v/26028)